Dagur - 21.12.1978, Side 28
Séra Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup
f
Syng Guði dýrð, syng Guði þökk, vor þjóð
að það var hann,
sem heilög himnesk Ijóð
úr harmi þínum vann
Tómas Guðmundsson
Þáttur úr íslenzkri
sögu og þjóðerni
Við mcetum hér í kvöld í
minningu séra Hallgríms Pét-
urssonar. Musterið háa og
bjarta terigt nafni hans laðar
okkur til sín. Fjögur ár og þrjár
aldir eru nú að baki frá dánar-
degi hans.
Minningin, umgerð þessa
aftansöngs segir sína sögu.
Óhugsandi er, að annar ís-
lendingur en Hallgrímur Pét-
ursson kveðji menn saman til
sinnar minningar á jafn yfir-
lœtislausu ártali og fjarlægri
ártíð og dagur þessi gefur til
kynna.
Hallgrímur er fyrir löngu
orðinn þáttur úr íslenzkri sögu
og þjóðerni. Hann hefur smog-
ið inn í vitund íslendinga meir
en nokkur maður annar.
Séra Matthías Jochumsson
hafði orð á því um seinustu
aldamót, að ef leita œtti á/its um
það, hvaða íslendingar vœru
mest dáðir og elskaðir af þjóð-
inni, myndi séra Hallgrímur
verða efstur á blaði. — Höf-
undur passíusálmanna myndi
ótvírœtt eiga það sœti, hann
vœri mestur „ástgoði“ þjóðar-
innar.
Æfisaga Hallgríms og verk
hans er vel þekkt og kunnugt
lœrðum sem leikum. Þó leyfum
við okkur að rifja upp ýmislegt,
yýc er varpar Ijósi á hlutverk þessa
fj, manns með kynslóðum, sem
koma og fara.
Breyskur og syndug-
ur
Þá er þar fyrst til að taka, að
Hallgrímur var maður sinnar
samtíðar, hann var mannlegur,
— mennskur breyskur maður
— og að því leyti rétt eins og
allir menn. Það vill stundum
gleymast um hann hátt upp
hafinn, en ef við drögum fjöður
yfir veikleika hans, sem hann
viðurkenndi af mikilli auð-
mýkt, þá lítum við hann ekki í
réttu Ijósi, skiljum hann ekki.
Mynd Hallgríms er mörkuð
sterkum litum og línum. Þar
skiptast á Ijós og skuggar.
Hringjarasonurinn er ekki fyrr
kominn fram á sjónarsviðið á
Hólum í Hjaltadal, en hann fer
að angra staðarfólk þar með
illskeyttum kviðlingum sínum.
Og sennilega af þeim sökum
er honum ekki vœrt á biskups-
setrinu, þrátt fyrir frœndsemi
hans við Guðbrand Þorláksson.
Hann fer utan til Danmerkur
og gerir heiðarlega tilraun lil
að koma sér áfram og fœr til
þess mikilsverða hjálp, en
reynist samt áfram hrakfalla-
bálkur. Straumhvörfin, erhann
Heilc
himri
Minningarræða 27. okt.
1978 í minningu séra
Hallgríms Péturssonar
á 304 ártíð hans í
HaUgrímskirkju
Texti: Rómv. 8, 18
snýr aftur heim, reynast honum
afdrifarík. Skírlífsbrotið bœtir
enn á þjáning hans og hve
ókristilega hann og Guðriður
ganga inn í hjónabandið. Og
ekki varð aldarháttur þess tíma
til að milda sársauka.
Púlsmaður frá Suð-
urnesjum
Aðkoman til œttjarðarinnar
reyndist honum þungbœr.
Púlsmaðurinn átti hvergi hœli
og varð að ganga í verstu verkin
til þess að draga fram lífið.
Hinn slyngi sláttumaður dreg-
ur drjúgan skára í barnahóp-
inn.
Annar samfundur hans og
Skálholtsbiskups verður hon-
um enn til heilla. Hann kemur i
Skálholt á fund biskups, og er
kynntur honum sem húski
kominn frá Suðurnesjum, — en
fer þaðan vígður þjónn í kirkju
Krists, vel í stakk búinn til að
hefja prestsskap. Þó eru um-
mœli til á annan veg um það,
sem ekki eru eftir hafandi.
Þjáningar Hallgrims áttu
enn eftir að aukast. Hann
missir augasteininn sinn,
Steinunni dóttur sína,
Því mun eg þig með tárum
þreyja af huga sárum
heim til þess héðan fer.
Bœrinn hans brennur til
kaldra kola, og heimilisfólkið
bjargast naumlega. Ofan á
þetta kemur svo holdsveikin,
sem hann á við að striða til
œviloka. Harminum er lýst í
þeirri sögn, sem rekja má til
samtíðarinnar, að kirkju-
klukka í Saurbœ hafi rifnað, er
henni var hringt móti líki
Hallgríms, er það var flutt frá
Ferstiklu, þar sem hann and-
aðist.
„Get ég það, ef ég
vil!“
Frá þeim árum, er Hall-
grímur átti hvað erfiðast vegna
%
3
holdsveikinnar er til saga um
samtal, er langvinur Hallgríms
átti við hann. Þessi vinur hans
spurði svo sem í gamni eða al-
vöru, hvort hann gœti beðið
Guð svo heitt, að hann létti af
honum sjúkdóminum.
Hallgrímur svaraði: „Það
skaltu vita, að get eg það, ef eg
vil, en eg vil það ei gjöra, því eg
veit ei, hversu Guði muni það
þœgilegt, og vil því heldur líða
það, sem Guðiþóknast á mig að
leggja, því það mun verða mér
fyrir beztu. “
Sagan bregður upp raun-
hœfri mynd af því, hvernig
Hallgrímur brást við örlögum
sinum. „Tak öllu sem að
höndum ber, segir heilög ritn-
ing. “ Það er uppbyggingarefn-
ið, sem að okkur berst og Guð
notar til sköpunar sinnar.
Hallgrímur kvað:
Guð elskar þann, sem hirtir ,p
hann
hef eg þá trúna vissa,
sem skáldið orðar í kvœðinu ^
Hugbót sem ort er eftir brun- ^
ann í Saurbœ.
Guð er minn Guð þótt geysi ^
nauð
og gangi þanninn yfir
syrgja skal spart, þó missta eg
margt
máttugur herrann lifir. „
Drottinn agar þann,
sem hann elskar
Hallgrímur lifði fast eftir
þeirri kenningu, erfram kemur
í orðunum: Drottinn agar
þann, sem hann elskar, og lœt-
ur þann kenna til, sem hann
hefur mœtur á.
í hverju er hið einstœða
hlutverk Hallgrims fólgið, að
forsjónin valdi hann öld af öld
til þess að leiða barnið sér við
hönd, styðja öldunginn á graf-
arbakkanum og syngja svo
heita má hvern íslending í
dauðann?
Eg veit, að mér er ofœtlun að
svara því til hlítar. En eg hygg,
að enginn íslendingur hafi sýnt
betur en Hallgrímur hvernig
mannlegar þjáningar geta orð-
ið ekki neitt í samanburði við
þá dýrð, sem opinberast, þegar
þjáningum er tekið á þann hátt,
sem Hallgrímur gerði, —
hvernig hann vann úr sínum
harmkvœlum með Guðs hjálp
þann mann, sem hann hafði að
geyma. Þar kom yfirburða
náðargáfa skáldsins honum að
góðu gagni. — Sagt er, að orð-
ið þjóðskáld hafi fyrst verið
notað um Hallgrím í rituðu
máli, og það hœfir honum vel.
Hallgrímurgekk hvorki einn
eða óstuddur með það, sem lífið
lagði honum á herðar. Geislar
frá Jesú féllu á öll vandamál
hans, eins hann kveður um:
^^c^H^)i^lí^ff^^^C)(^^c)(^^(^l^j^^x^^)SltBS^)S^)S^)Sl^>S^S&)S^)Sl^MbxS^íS&xSltíSI^S^£Sl^S^xS^BS^xS^xSl^xS^)S^xSIÍ&S^xSI^S^sSlíÓ£xS^!xS^xS^S^SIÍÞS^íS^S’
28.DAGUR