Dagur - 30.05.1984, Page 7
30. maí 1984 - DAGUR - 7
Eftir fráfall Ólafs er aðeins
einn framsóknarmaður á þingi
sem hefur lengri þingsetu að baki
en sá er þetta skrifar. í 17 ár hef
ég setið á Alþingi og fylgst þar
með mönnum og málefnum eftir
því sem geta mín hefur leyft. Ég
hef því starfað í þingflokki fram-
sóknarmanna allan þann tíma
sem Ólafur var formaður hans og
ráðherra. Á þeim tíma sem hann
var ráðherra kom ég oft á heimili
hans til þess að ræða við hann um
þau mál sem ég var að reyna að
finna lausn á þegar mér fannst
eitthvert málefni vera að þokast
inn á þær brautir sem ég taldi
ekki æskilegar.
Oftast var ég ánægður með þau
málalok sem erindi mín fengu og
margt lærði ég af Ólafi á þessum
árum. Hann var ráðsnjall og
mesti lögvitringur okkar tíma
enda vitnuðu flest allir stjórn-
málamenn í hans lögskýringar
þegar þeir lentu í rökræðum um
lögfræðileg efni, enginn bar brigð-
ur á visku né lærdóm hans á því
sviði.
Áttundi áratugurinn hefur ver-
ið nefndur framsóknaráratugur-
inn. Enginn maður hafði eins
mikil áhrif á gang mála á þessum
árum og Ólafur Jóhannesson. Ég
hefði viljað kalla þennan áratug,
áratug landsbyggðarinnar. Aldrei
hafa verið eins miklar framfarir
á landsbyggðinni og þessi ár. Þá
fjölgaði fólki þar í verulegum
mæli, sum árin að minnsta kosti.
Ólafur Jóhannesson stjórnaði
undir kjörorðinu „framför lands-
ins alls“. Uppbygging atvinnulífs-
ins á þessum árum talar sínu máli
og ber vitni um þá stjórnarstefnu
sem farið var eftir. Sú uppbygg-
ing stendur nú að verulegu leyti
undir þeim lífskjörum sem menn
búa við í dag. Þau þykja að vísu
ekki góð, en hvernig hefðu þau
verið ef uppbygging áttunda ára-
tugarins hefði aldrei átt sér stað?
Það ættu menn að hugleiða, ekki
síst þeir sem búa utan þéttbýlis-
ins við Faxaflóa.
Margir sóttu Ólaf heim á 70
ára afmæli hans 1. mars 1983.
Þegar ég heilsaði honum og árn-
aði honum heilla þá sagði hann:
„Ég var að vonast eftir afmælis-
kveðju frá þér í bundnu máli.“
Mér varð hverft við og mun hafa
orðið hálf vandræðalegur. Ég
sagði Ólafi að ég væri engan
veginn fær um að setja saman
ljóð sem væri honum samboðið,
enda ekki hvarflað að mér að
reyna það. Þá sagði Ólafur:
„Énginn fremur en þú gæti það
af þeim sem þekkja mig best.“
Þessi orð hafa aldrei fallið mér
úr minni og hafa nú sótt á mig
með auknum þunga eftir að mér
barst fréttin um að hann væri
horfinn yfir móðuna miklu. Bara
það að hann skyldi láta í ljósi ósk
þess efnis að ég reyndi að setja
saman ljóð til hans gerir það að
verkum að mér finnst hann eiga
það hjá mér að ég geri tilraun til
þess að setja saman eftirmæli um
hann þegar tækifæri og næði
gefst. Én hvort það verður annað
en tilraunin ein verður framtíðin
að leiða í ljós.
Með Ólafi Jóhannessyni er
genginn einn merkasti stjórn-
málamaður þessarar aldar. Um
hann gustuðu oft nöturlegir
stormar, blátt áfram gjörninga-
veður sem gerðu honum lífið leitt
og ollu honum hugarkvöl. En
hann rak allar slíkar sendingar af
höndum sér og stóð jafnréttur
eftir. Ég hygg að þegar upp er
staðið þá hafi enginn íslenskur
stjórnmálamaður á síðustu árum
notið jafn almennrar virðingar og
Ólafur Jóhannesson. Það eitt
sýnir hvaða mannkostum hann
var búinn.
Dóra mín. Við Fjóla sendum
þér og dætrum þínum innilegar
samúðarkveðjur með þeirri ósk
að sá sem öllu ræður styrki ykkur
og styðji í raunum ykkar.
Stefán Valgeirsson
Þessir kraftakarlar, Lýður Ólafsson, Atli Freyr Ólafsson og Frí-
mann Stefánsson, efndu til hlutaveltu á dögunum. Ágóðinn af
henni varð 1.110 kr. og drengirnir báðu blaðið fyrir peningana til
Rauða krossins. Þeim hefur verið komið til skila og ráðamenn
Rauða krossins báðu fyrir bestu þakklætiskveðjur til drengjanna.
Byggðavegsúti-
búið stækkað
„Ég veit að viðskiptavinir úti-
búsins við Byggðaveg hafa orð-
ið fyrir óþægindum, en til að
bæta þeim það upp verður
kjörmarkaðurinn við Hrísalund
opinn til 10 á miðviku-
dagskvöldið,“ sagði Brjánn
Guðjónsson, deildarstjóri Mat-
vörudeildar KEA, í samtali við
Dag.
Utibú KEA við Byggðaveg hef-
ur verið lokað síðan um helgi, en
þar er nú unnið af fullum krafti að
stækkun og breytingum, að sögn
Brjáns. Hann sagðist vonast til að
útibúið verði opnað á ný þriðju-
^daginn 5. júní.
Frá Skipaþjónustunni:
Flaggstangir úr trefjagleri,
fellanlegar með festingu.
íslensk flögg
margar stærðir.
Flaggstangahúnar
flagglínur, flagglínufestingar.
Garðyrkjuáhöld gott úrval.
Léttur hlífðarfatnaður á börn og fullorðna.
Regnbuxur, regngallar, anorakkar og pollabuxur.
Góð og ódýr stígvél.
Vinnusloppar, vinnuvettlingar.
Fatnaður fyrir fólk í fiskvinnu.
Sjófatnaður.
Góð vara fyrir gott verð.
x Ath. Opiö á laugardögum frá kl. 10-12.
SKIPAÞJÓNUSTAN HF.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
TRYGGVABRAUT10 SÍMI (96) 24725-21797 P.O. BOX 614 AKUREYRI
Corsa
Kynnum hina frábæru Opel
fjölskyldubfla á bílasýningu
hjá Véladeild KEA, Óseyri.
Hagstætt verð.
Góðir greiðsluskilmálar.
Sjón er sögu ríkari.
laugardag 2. og
sunnudag 3. júní
frá kl. 13.00 til 18.00
hjá Véladeild KEA
Óseyri.
Ascona
Við bjóðum upp á Holtakex, Bragakaffi og Sana-drykki.
Váladeild KEA
Oseyri 2 Akureyri • Símar 21400 og 22997.