Dagur - 30.05.1984, Síða 8
„Tónlistardagar ’84“
verða haldnir í íþrótta-
skemmunni á Akureyri
dagana 31. maí til 7.
júní og hefjast þeir með
konsert Kristins Sig-
mundssonar við undir-
leik Jónasar Ingimund-
arsonar. En hápunktur
tónleikanna verður
flutningur söngdráp-
unnar „Örlagagátan“
eftir Björgvin Guð-
mundsson 3. júní.
Þetta er í fyrsta skiptið
sem drápan er flutt
með hljómsveitarund-
irleik, en útsetningarn-
ar hefur Roar Kvam
annast og hann er jafn-
framt stjórnandinn.
Flytjendur eru Pass-
íukórinn á Akureyri
ásamt félögum úr
Geysi og Gígjunni, en
einsöngvarar eru
Þuríður Baldursdóttir,
Michael Clarke, Jó-
hann Már Jóhannsson,
Kristinn Sigmundsson
og Ólöf Kolbrún
Harðardóttir. 40
manna hljómsveit sér
um undirleikinn. Þriðji
þáttur Tónlistardag-
anna eru popptónleik-
ar í Skemmunni, þar
sem BARA-Flokkur-
inn og Þursarnir koma
fram.
Örlagagáta Björgvins verður fram-
lag Akureyringa til Listahátíðar að
þessu sinni. Söngdrápan verður flutt
í Háskólabíói þann 8. júní nk., en
þá leikur Sinfóníuhljómsveit íslands
undir.
0 „Skáld ókunnug
oratóríu-
forminu“
Um tilurð söngdrápunnar skrifaði
Björgvin Guðmundsson, tónskáld, á
sínum tíma:
, fSýnu listrœnna
og dulúðugra
en óperu-formið“
- segir Björgvin Guðmundsson, tónskáld í umfjöllun sinni um óratoríur,
en flutningur Örlagagátunnar verður hápunktur „Tónlistardaga ’84“
„Sumarið 1926 kynntist ég talsvert
náið skáldinu Stephani G. Stephans-
syni. Féll allvel á með okkur, og
meðal annars, sem okkur fór á milli
var það, að ég bað hann að yrkja mér
oratóríu-texta. Áskildi ég mér þó, að
mega fella úr og fitja inn í eftir vild
og ástæðum, svo og víxla orðum og
hendingum hvar sem mér sýndist.
Gaf Stephan það fúslega eftir og
ítrekaði síðar, er hann sendi mér
textann. Notaði ég mér það leyfi eftir
ástæðum, bæði hvað úrfellingar, inn-
skot og víxlingar snerti.
Vilji svo til að þessi oratóríó verði
prentuð um mína daga, er vísast að
ég geri grein fyrir öllum þeim breyt-
ingum, smáum sem stórum, en ann-
ars má finna þær við samanburð
söngtextans og Þiðranda-kveðu
Stephans, því að svo nefnir hann
Ijóðaflokkinn, en ég gaf söngverkinu
nafn. Um þessar mundir var ég bú-
settur í Winnipeg, en þá á förum til
Lundúna, og þangað sendi Stephan
mér Ijóðaflokkinn í febrúar 1927.
Tók ég þegar að velta fyrir mér
textanum, og gerði uppkast að fyrri
þætti tónverksins sumarið eftir, í
skólafríinu. Vorið 1928 hvarf ég
aftur til Kanada og var þar á ferða-
lagi fram undir haust, en settist síðan
að í Winnipeg. Áður en ég fór frá
Lundúnum hafði ég hreinskrifað
rúmar 50 blaðsíður af uppkastinu
með nokkrum breytingum, og tók
þar nú til, sem frá var horfið og starf-
aði að verkinu fram yfir áramót.
Hafði ég þá lokið við og hreinskrifað
20 númer, og m.a. umsamið nr. 6, 8
og 9, sem voru allt öðruvísi í upp-
kastinu. En þá fór allt í strand af
ýmsum ástæðum, m.a. þeirri að þá
um stund varð ég að sökkva mér
niður í hátíðar-kantötuna, „íslands
þúsund ár“. Gat ég svo ekki lifað mig
nægilega inn í verkið þaðan af þar til
haustið 1932, að ég gerði á það loka-
snerruna og lauk því 6. janúar 1933.
Má því segja að ég hefði það á prjón-
unum í hálft sjötta ár. Er og textinn
allvíða fremur óþjáll til tónsetningar,
svo að óhjákvæmilegt var að liðka
hann til samræmis við oratóríu-form-
ið í þeirri framsetningu sem ég lagði
til grundvallar að tónverkinu, sem
slíku, og nokkuð má ráða í af með-
fylgjandi skýringu.
Því miður veitist afar erfitt, að svo
komnu, að fá orta góða oratóríu-
texta, sem mun stafa af því, að skáld
vor eru með öllu ókunnug oratóríu-
forminu. En það er þó sýnu listrænna
og dulúðugra en óperu-formið fyrir
þá, sem skilja það til hlítar.“
0 Þáttur Þiðranda
og Þórhalls
Um efni söngdrápunnar skrifar
Björgvin:
„Efni þessarar söngdrápu er sótt í
þátt Þiðranda og Þórhalls, sem er
einn af hinum 40 íslendingaþáttum,
og er víg Þiðranda Síðu-Hallssonar
að sjálfsögðu hin dramatíska þunga-
miðja verksins. Annars tvinnast inn
í það aðdragandi og eftirköst þess
sorglega atburðar.
Verkið hefst á forspili en fyrsti
kórinn er haustsöngur í tímanlegum
og táknrænum skilningi, en gæti jafn-
framt táknað dulmál örlaganna, er
Blásið til bardaga við Örlagagátuna. Myndasyrpuna hér á opnunni tók Kristján Arngríms
son, Ijósmyndari Dags, á æfingu hjá kór og hljómsveit við flutning Örlagagátunnar.
oft þykir einkenna andrúmsloftið,
þegar voveiflegir atburðir eru í að-
sigi. Nú hafði Síðu-Hallur áformað
að hafa inni boð mikið til heiðurs
Þiðranda syni sínum, sem þá var
væntanlegur heim frá útlöndum,
hvar hann hafði hlotið frægð og
frama, enda þótti hann afbragð
ungra manna. En tryggðavinur Halls
og gestur hans löngum, Þórhallur
spámaður, að Hörgslandi á Síðu, lét
sér fátt um finnast boð þetta og vildi
þar hvergi nærri koma, þó aldrei
þessu vanur. Er því fyrri þáttur að
mestu leyti átök milli Síðu-Halls og
fólks hans annars vegar, en Þórhalls
hins vegar, um að fá Þórhall til að
sitja veisluna og lýkur með fullum
sigri þeirra Halls.
Síðari þátturinn er að nokkru leyti
þrískiptur. Hann hefst fyrsta veislu-
kvöldið. Stórhríð er á og margt
boðsmanna ókomnir til veislunnar.
Samt er þar glatt á hjalla og vel veitt,
en Þórhallur bannar að nokkur yfir-
gefi skálann um nóttina.
Þá hefst næturþátturinn með nr.
17. Menn taka á sig náðir, og nokkru
síðar er kvatt dyra, en enginn þorir
að gegna. Þetta stenst Þiðrandi ekki,
hyggur hann að fleira boðsfólk sé
komið og gengur til dyra. Ráðast þá
að honum níu nornir dökkleitar,
með þeim árangri, að hann liggur þar
eftir helsærður. Níu dísir bjartleitar
vildu koma Þiðranda til hjálpar, en
urðu seint fyrir eins og oft hefur vilj-
að brenna við. Þessi þáttur endar svo
með nr. 24, á dauða Þiðranda morg-
uninn eftir.
Þá hefst lokaþátturinn um það
leyti sem Síðu-Hallur hefur ákveðið
að flytja frá Hofi til Þvottár vegna
óyndis eftir þennan hryggilega
atburð. Spyr nú Hallur vin sinn Þór-
hall hvað hann hyggi um afdrif Þiðr-
anda. En Þórhallur getur til, að siða-
skipti muni í nánd, og sé hinn nýi
siður betri, enda muni Hallur og ætt-
ingjar hans aðhyllast hann. Jafnframt
lætur hann þess getið, að gamli tím-
inn vilji hafa sitt, og það helst ekkert
minna en besta mann ættarinnar,
enda sé honum það varla láandi. Nú
bregður líka svo við, að tvær hinna
björtu, góðu dísa koma á vettvang og
syngja Halli huggunaróð, er fjöldi