Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 30. maí 1984 í þessum pípum kemur gufan úr borholunum til stöðvarhússins. Verst er stefnuley varðandi Kröfluvirkj — segir Gunnar Ingi Gunnarsson, staðartæknifræðingur „Við höfum ekki heyrt neitt um það hver framtíð virkjun- arinnar verður. Þó búumst við frekar við því að húsbænda- skipti verði fljótlega, þar sem nú standa yfir samningavið- ræður um yfirtöku Landsvirkj-; unar á Kröflu frá Rafmagns- veitum ríkisins, en það er í samræmi við þann vilja Al- þingis að öll orkuöflunarfyrir- tæki landsins séu undir sama hatti,“ sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, staðartækni- fræðingur Kröfluvirkjunar í viðtali við Dag. „Orkuvinnslan hérna hætti 1. maí si. og stendur það stopp fram til 1. september. I fyrra stóð stoppið til I. ágúst. Landsvirkjun hcimtaði þetta þegar samningar voru gerðir um orkusölu frá Kröflu. Á sumrin er allt yfirfljót- andi í vatni og nóg rafmagn. Þetta þýðir hins vegar tekjutap fyrir Kröfluvirkjun sem nemur 560 þúsund krónum á dag eða um 15 milljónum króna á mánuði. Svona stopp eru af hinu vonda því best er að láta gufuaflsvirkjun af þessu tagi ganga sem lengst og stöðugast. Niðurkæling hefur slæm áhrif á tækjabúnaðinn, sem byrjar þá að ryðga. Kröflu- virkjun gæti gengið stanslaust nema hvað stöðva þyrfti vélarnar um svona mánaðartíma annað eða þriðja hvert ár til eftirlits.“ „Því hefur heyrst fleygt að flytja eigi aðra vélasamstæðu Kröfluvirkjunar suður fyrir heið- ar. Hvað álítur þú um það mál?“ „Ég veit satt að segja ekki hvað menn eru að tala um. Sam- kvæmt úttekt borgaði það sig að kaupa nýja stöð í stað þess að flytja þessar vélar suður. f>á er óvíst að þessar vélar henti annars staðar því efnið f þær er valið með tilliti til efnainnihalds guf- unnar og það getur verið mjög misjafnt, eftir því hvar er á land- inu.“ „Hvert er álit þitt á skýrslunni sem gerð var í fyrra, þar sem fram kom að hagkvæmast væri að koma Kröflu í fullan gang sem fyrst og að viðbótarframkvæmdir gæfu sambærilegt orkuverð og hagstæðustu vatnsaflvirkjanir okkar?“ „Það er ljóst að það væri hægt að reka Kröfluvirkjun með mikl- um ágætum og borga hana niður á tiltölulega skömmum tíma. Menn virðast hins vegar ekki hafa haft áhuga á að kynna þetta mál. Ég tel að við verðum að ljúka við þessa virkjun, ganga veginn á enda, ef svo má að orði komast. Við getum svo aftur á móti velt vöngum yfir því hvenær við förum í næstu gufuaflsvirkjun, því það er ekki spurning að þær eiga framtfð fyrir sér og eiga vel við hér á landi, þar sem mest er byggt á vatnsaflinu, sem dalar svo og svo mikið á veturna. Gufan gefur stöðugt afl allan ársins hring, auk þess sem hægt er að stækka gufu- aflsvirkjanir smátt og smátt. Þetta svæði getur t.d. gefið miklu meira en 60 MW og einnig er stutt í Námafjall, en það svæði mætti tengja saman við Kröfluvirkjun, reisa þar litlar stöðvar og bætá smátt og smátt hlekkjum í keðj- una. Það sem hefur verið verst fyrjr þessa virkjun er það að málefni hennar hafa alltaf verið í stefnu- leysi. Við höfum ekki fengið að vita fyrr en langt er liðið á ár hvað mætti gera í það og það skiptið. Við náðum 24 megawatta afli í vetur og í sumar verða holur 21 og 22 tengdar. Þá komumst við í 30 MW afl næsta vetur, sem er full- nýting vélanna sem nú eru notað- ar. Eini áframhaldandi kostnað- urinn við að stækka virkjunina er að tengja síðari vélina, sem er smáræði og svo við frekari boran- ir. Ég er alveg sannfærður um það að hagkvæmt er að halda áfram framkvæmdum, miðað við það fjármagn sem þegar hefur verið látið í þetta. Þessi virkjun getur gengið í 50-100 ár og skilað góð- um árangri ef vilji er fyrir hendi hjá ráðamönnum. Ennfremur er þetta spurning um það að gefast upp við gufuaflsvirkjanir eða nýta þennan sjálfsagða og góða kost Hinrik Bóasson önnum kafinn við „fyrirbyggjandi aðgerðir“ í túrbínu Kröfluvirkjunar í fyrirbyi andi aðger — Spjallað við Hinrik Bóassi „Samkvæmt nýjustu reglu- gerðinni telst ég víst vera vél- fræðingur,“ sagði Hinrik Bóas- son starfsmaður við Kröflu- virkjun er við töfðum hann stundarkorn frá vinnu á dög- unum, en Hinrik var í „fyrir- byggjandi aðgerðum“ í túrbínu stöðvarinnar eins og hann orð- aði Jþað. „Eg hef verið hér frá upphafi og líkar vel. Ég er héðan úr sveit- inni en flestir sem hér starfa eru annars aðfluttir, en hér starfa 11 vélstjórar og rafvirkjar fyrir utan yfirmenn.“ - Hvernig leggst þessi sumar- lokun á framleiðslunni í þig? „Ég kann því að sjálfsögðu afar illa að það sé verið að loka starfseminni svona yfir sumar-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.