Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 13
30. maí 1984 - DAGUR -13
ggj-
ðum“
mi vélfræðing
Kælituminn við Kröfluvirkjun. Notað er eins mikið afl úr orkunni og hægt er og hagkvæmt þykir, en samt er afgangsorkan slík að líklega myndi hún
nægja til að hita upp byggð á stærð við Akureyri.
„Skuldir Kröflu meiri og því
ættum við að fá að framleiða
- Og svo er jafnvel talaö um
að flytja hina túrbínuna héðan en
setja hana ekki niður hér?
segir Birkir Fanndal yfirvélstjóri
„Miðað við fulia framleiðslu
hér í sumar þýðir þessi stöðvun
um 60 milljón króna fram-
leiðslutap,“ sagði Birkir
Fanndal yfírvélstjóri hjá
Kröfluvirkjun er Dagsmenn
hittu hann að máli á dögunum
við Kröflu. Tal okkar barst
fyrst að lokun virkjunarinnar
en hún er lokuð frá 1. maí til
31. ágúst og liggur framleiðsla
þá niðri. Starfsmenn vinna þó
að viðhaldi og öðru slíku og
undir stjórn Birkis starfa uin
15 manns að Kröflu.
Birkir Fanndal.
„Krafla hefur orkusölusamn-
ing við Landsvirkjun um ákveðið
magn á hverjum mánuði 8 mán-
uði ársins. Þá er gefinn möguleiki
á framleiðslu í einn mánuð af
þessum fjórum yfir sumarið ef
áhugi er fyrir hendi. Svo reyndist
ekki vera núna samkvæmt bréfi
frá Landsvirkjun og því er lokað
hér fyrir framleiðsluna í fjóra
mánuði.
Þetta er pólitískt dæmi. Það er
ekki þörf fyrir alla þá raforku
sem hægt er að framleiða á
sumrin. Þá er staðan góð hjá
þeim fyrir sunnan, öll lón full af
vatni og ástandið allt annað en
það verður oft á veturna. En mér
finnst það skrýtið að ekki skuli
allt gert til þess að reyna að ná
inn tekjum til þess að greiða
niður skuldir Kröfluvirkjunar.
Hér þarf að leggja út allan kostn-
að þótt engin framleiðsla sé í
gangi. Það eru að vísu fleiri virkj-
anir en við sent þurfum að stoppa
en skuldir þessarar virkjunar eru
meiri en annarra og því ættum
við að fá að framleiða hér að
mínu rnati.'1
Birkir hóf störf við Kröflu-
virkjun 1976 sem starfsmaður-
Kröflunefndar og hefur síðan
unnið við virkjunina. Hann er
því öllum hnútum kunnugur þeg-
ar málefni virkjunarinnar ber á
góma. Við spurðum hann um þær
viðræður sem nú standa yfir um
yfirtöku Landsvirkjunar á
Kröfluvirkjun.
„Það er nefnd að vinna í þessu
máli, og hún er skipuð fulltrúum
frá iðnaðarráðuneytinu og frá
Landsvirkjun en þar er enginn
frá Kröfluvirkjun. Ég hefði viljað
sjá Einar Tjörva Elíasson yfir-
verkfræðing Kröflu í þessari
nefnd, það er maður með mesta
þekkingu á málefnum Kröflu og
hefði að mínu mati átt að sitja í
þessari nefnd til þess að gæta
hagsmuna eigenda Kröflu," sagði
Birkir Fanndal að lokum. gk-.
„Já, það hefur verið rætt um
það. En þetta eru órökstuddar
umræður. Ég sé ekkert sem
mælir með því að fara að flytja
túrbínuna héðan, heldur mælir
allt með því að hún verði sett
niður hér.“ gk-.
sem fyrir hendi er.
Það má til sanns vegar færa að
það hefði átt að vera búið að afla
meiri orku þegar ráðist var í fram-
kvæmdir við Kröflu, en það er rétt
að minna á það, að Norðlending-
ar bjuggu nánast við orkuskort
þegar ráðist var í þetta verkefni
og það átti sinn þátt í því að mál-
inu var hraðað. Umbrotin hér í
nánd hafa vafalaust einnig sett
skelk í menn. Það væri hins vegar
fáránlegt að hætta núna, þegar
búið er að sýna fram á að besta
leiðin til að láta Kröflu borga
skuldir sínar er að koma henni í
full afköst,“ sagði Gunnar Ingi að
lokum. HS.