Dagur - 30.05.1984, Page 17

Dagur - 30.05.1984, Page 17
30. maí 1984 - DAGUR -17 „Sumir kalla sig byggingarmeistara í símaskránni sem ekkert hafa smíðað.“ Langamýrí Pegar hér var komið sögu spurði ég Pálma um ætt og upp- runa og þegar í ljós kom að hann er fæddur á Löngumýri í Skaga- firði, sonur hjónanna Halldórs Jóhannssonar og Jónínu Jóns- dóttur, gat ég ekki á mér setið og spurði hvort hann þekkti þá ekki afa minn og afabræður frá Djúpadal í Skagafirði. Og auð- vitað þekkti hann þá eins og allt og alla sem lifðu og hrærðust í Skagafirði á fyrsta hluta þessarar aldar. - Ég þekkti afa þinn vel en betur þekkti ég þó Stefán bróður hans. Hann gisti hjá mér hér á Akureyri alþingishátíðarárið 1930. Síðan fór hann til Kanada við fjórða mann og gerði það gott að ég held. Reykjavík Pálmi var tvígiftur en báðar kon- ur hans eru nú látnar. Hann á fimm uppkomin börn og það sem honum þykir verst er að dæturnar þrjár giftust suður. - Það er víst borin von að þær komi hingað aftur, segir hann og tekur til við að brýna ljáinn en spyr mig svo hvernig ég kunni við Reykjavík. - Já, fólk kann líklega alltaf best við þá staði þar sem það er fætt og uppalið á en ég hef aldrei kunnað við Reykjavík. Dætur mínar búa reyndar ekki þar því að ein býr í Garðabæ, önnur í Hafnarfirði og sú þriðja í Mos- fellssveit. Synir mínir tveir eru báðir hér á Akureyri og annar þeirra er smiður eins og ég. Rek- ur byggingarfyrirtæki og hefur nóg að gera þrátt fyrir allt talið um atvinnuleysið hér á Akureyri. Akureyrí Að sögn Pálma þá var hann í sveit fram til ársins 1925 eða fram til 23ja ára aldurs. Faðir hans bjó lengst á Vöglum og síðan fluttist fjölskyldan að Bakkaseli, þar sem í þann tíma var rekið mikið og myndarlegt gistiheimili. - Foreldrar mínir voru sex ár í Bakkaseli en ég var árinu skemur. Flutti þá til Akureyrar og fór að vinna við smíðar. Ég vann við húsbyggingar hér og þar og vann m.a. mikið fyrir kaupfé- lagið þó aldrei væri ég þar fast- ráðinn. Það er gott að búa hér á Akureyri og þú mátt skrifa það að ég vil ekkert álblendi hér í Eyjafjörðinn. Þetta er alltof góð og falleg byggð til þess að fara til spillis. Og svo ráðum við íslend- ingar ekkert við þetta erlenda fjármagn og höfum aldrei ráðið, en þú þarft ekki að skrifa það nema þú viljir. Já, það er gott að búa hér á Akureyri, en ég vildi þó síst búa úti í Glerárþorpi. Þar er ekkert nema snjór og vitleysa. Skagafjörðurínn - Hann er skrýtinn Skagafjörð- urinn í dag. Ég sá hann nýlega úr lofti í fyrsta sinn og það var furðuleg sjón. Það flugu með mig menn á lítilli einkaflugvél og við byrjuðum á að fljúga lágt yfir Vatnsskarðið og síðan út yfir Sæmundarhlíðina. Blönduhlíð- ina þekkti ég varla úr lofti og mörg fjöllin í fjallgarðinum hafði ég aldrei áður séð. Þetta er nú eins og með Sauðárkrókinn. Ég kom þar nýlega og kannaðist sama og ekkert við mig. Þó þekkti ég mig þar vel fyrir 1930. En svona eru breytingar. Það æðir allt áfram og það er ómögu- legt að fylgjast með, sagði Pálmi um leið og hann mundaði ljáinn. Það hvein í og fyrstu grös sumarsins í garðinum við Bjark- arstíginn féllu. Það var greinilegt að Eálmi hafði engu gleymt varð- andi.það hvernig átti að hand- fjatlá.þetta gamla atvinnutæki. Um leið og við kvöddumst sagði hann: - Það var nú meiri vitleys- an í honum Páli að senda þig á mig. - ESE HÓPFEEÐABÍLAR tðRSHAM® Höíum til leigu hópferðabíla af stærðunum 8—40 farþega. Góðir og snyrtilegir bílar. Afgreiðsla sími 22133. Heimasímar: Eggert Jónsson, 22657 Kristján Gunnþórsson, 22288 Helgi Þórsson, 23625 Þóroddur Gunnþórsson, 21620 Kristján Grant, 21035 Örn Hansen, 24590 mm M0 Auk þess allar Kjörbúð KEA Sunnuhlíð

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.