Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 20

Dagur - 30.05.1984, Blaðsíða 20
20 - DAGUR - 30. maí 1984 „Ótrúlegur áhugi fyrir trjárœktinnV ‘ — Dagur í heimsókn í gróðrarstöðinni á Vöglum „Sf\ Igurinn hefur telc- ið örum framförum frá degi til dags að undanförnu og hann á stutt í að verða al- laufgaður, en því marlci náði hann eklci fyrr en eftir 20. júní í fyrra, “ sagði Isleifur Sumarliðason, skógarvörður á Vóglum, þegar Dagur heimsótti gróðrarstöð- ina þar í byrjun vik- unnar. Gróðrarstöðin á Vöglum á 75 ára afmæli á þessu ári, tók til starfa árið 1909, en ekki sagði ísleifur veislu- höld á döfinni. Hann var spurður um plöntufjölda í stöðinni. • NœrlOO tegundir „Við erum með 20-30 tegundir af trjám og 60-70 tegundir af runnum og rósum,“ svaraði ísleifur og hann hefur orðið áfram. „Þessar tölur segja hins vegar ekki alla söguna, því innan þessara tegunda eru mörg mismunandi kvæmi með mismunandi eiginleika. Við gerum tilraunir með þessi kvæni, reynum að finna hvað hentar okkar aðstæðum best og hefj- um síðan ræktun og sölu á því sem kemur best út. Ég áætla að við séum með á milli 40 og 50 þúsund garð- plöntur tilbúnar til sölu núna, en þessar plöntur eru einnig notaðar í skjólbeltagerð. Þar að auki erum við með um 160 þúsund skógarplöntur,. fyrir okkur sjálfa, skógræktarfélög, áhugamenn og þá bændur, sem ætla út í skógrækt til nytja. Stærstur hlut- inn af þessu fer í Þingeyjarsýslur og Eyjafjarðarsýslu. Margir koma hing- að til að skoða og versla, en einnig höfum við farið í söluferðir, t.d. til Húsavíkur, Dalvíkur, Ólafsfjarðar, Blönduóss og Hvammstanga. Und- anfarin ár höfum við verið með svip- að magn á boðstólum en tegundum hefur fjölgað samhliða því sem áhugi fólks hefur aukist.“ ísleifur Sumarliðason hefur verið skógarvörður á Vöglum í 35 ár og er annar elsti skógarvörðurinn í starfi hérlendis. Það er aðeins Garðar Jónsson, skógarvörður á Selfossi, sem hefur starfað lengur sem skógar- vörður. Hann var næst spurður um algengustu mistökin hjá garðeigend- um. „Algengustu mistökin eru að fólk fær sér of margar stórvaxnar trjáteg- undir og gróðursetur þær of þétt. Síðan tímir fólk ekki að grisja þegar trén stækka. Ef ég á að gefa garðeig- endum ráð í sem stystu máli, þá tel ég réttast að byrja á því að skýla garðinum með einhverjum fljót- sprottnum tegundum, t.d. viðju eða Alaskavíði. Síðan má bæta við trjám og runnum eftir smekk og hugviti hvers og eins, en það er rétt að gera heildarskipulag af garðinum strax í upphafi. Mér finnst ótrúlegt og raun- ar aðdáunarvert, hvað fólk leggur mikið á sig við trjárækt í görðum, jafnvel þar sem aðstæður eru mjög erfiðar til ræktunar. En fólkið gefst ekki upp þótt illa gangi, það lærir af reynslunni og heldur áfram af enn meiri krafti. En stundum vantar á að samfélagið virði verkin, t.d. í smærri kaupstöðum og þorpum, sem eru illa varin fyrir ágangi búfjár, jafnvel dæmi þess að búfjárhald sé látið við- gangast í þéttbýlinu. Það hefur því komið fyrir, að uppskera mikillar fyrirhafnar sé lögð í rúst á einni nóttu.“ 0 Aspimar vinsœlar - Eru tískusveiflur í því hvaða teg- undir fólk kaupir? „Það er nú alltaf eitthvað um það, en samt sem áður eru það ákveðnar tegundir sem eru kjarninn í þessu öllu saman, einfaldlega vegna þess að þær hafa reynst vel við okkar að- stæður. Ég nefni aftur Alaskavíðinn og viðjuna, aspir eru vinsælar, blá- greni stendur fyrir sínu og birkið okkar íslenska hefur sinn sess. Á undanförnum árum hefur verið vax- andi áhugi fyrir rósum og við eigum gott úrval af þeim. Ég get nefnt þér sjaldgæfari tegundir. Selja er afskap- lega harðgert tré, frekar lágvaxið en það sómir sér vel í hvaða garði sem er. Blóðheggur er líka sjálfstætt, smávaxið tré, sem skartar rauðum, fallegum blómum og fallegum haust- litum. Þið sögðuð frá koparreyni í Degi um daginn, sem talið var að ekki væri ræktaður annars staðar en í Kjarna, en hann er til hér líka. Af- ísleifur Sumarliðason með sjaldgæfustu tegundina á Vöglum; Microbiata Decussata. Það tekur tímann sinn að verða stór; þessar furutítlur sem verið er að gróðursetja í uppeldisreit eru tveggja ára. skaplega fallegur reynir, sem ber hvít ber. En sjaldgæfasta tegundin okkar er Microbiata Decussata, sem ég hef ekki íslenskt nafn yfir. Þetta er runnategund, sem ég fékk frá Hol- landi. Hún verður 25-30 cm á hæð, þétt og þekur vel og er sígræn, en verður koparlituð yfir veturinn." - Þú minntist á skjólbelti, hvernig eru þau gerð? „Augu manna hafa verið að opnast fyrir gildi skjólbelta á undanförnum árum. Það er nú erfitt að segja til um hvernig á að gera þau, því tilgangur- inn er svo misjafn. Fullkomið skjól- belti á opnu svæði er um 7 m breitt og í það eru gróðursettar þrjár raðir af plöntum. Yst er venjulega hafður Alaskavíðir eða viðja, en í miðjunni eru trjátegundir, valdar eftir stað- háttum. Viðjan getur orðið 6-7 m há ef hún er látin vaxa óklippt og það tekur hana ekki nema 15-20 ár að ná því marki og innan mun færri ára er hún og ýmsar áþekkar tegundir farnar að veita talsvert skjól. Og skjólið er mikils virði; það lækkar hitunarkostnað húsa, temprar há- vaða frá umferð, skýlir gróðri og veitir búpeningi skjól þegar veður eru ób'líð. í þéttbýli skýla limgerði og þau þurfa talsverða umhirðu. Það er mik- ið atriði að klippa þau rétt í uppvext- inum, hleypa þeim ekki upp um nema 15-20 cm á ári, þannig að þau þéttist vel og það er mikið atriði að láta þau mjókka upp.“ 0 Geta grillað með íslenskum viðarkolum - Þið hafið verið að gera tilraunir með viðarkolagerð, hvernig hefur það gengið? „Já, það er rétt, við erum búnir að gera eina prufu og hún tókst bara vel. Við ætlum að reyna að koma þeim á markað í sumar, þannig að landinn geti grillað með íslenskum viðarkolum og um leið sparað gjald- eyri. Viðarkolagerð var talsvert stunduð hér fyrir um 30 árum, en lagðist af þegar ofninn varð ónýtur. Þá var lfka eftirspurn minnkandi, en nú ætti að vera góður markaður fyrir viðarkol.“ - Að lokum, ísleifur, hvar kreppir skórinn mest að starfseminni hér á Vöglum? „Það er peningaleysið sem háir okkur mest. Fjárveitingar til skóg- ræktar á íslandi hafa hvergi nærri haldið í við verðbólguna á undan- förnum árum þannig að við höfum neyðst til að draga saman seglin í stað þess að efla starfsemina. Þetta er slæmt, því skógrækt gæti orðið öfl- ugur atvinnuvegur. Því er heldur ekki að leyna, að mér finnst við norðanmenn fá of lítinn bita af þeirri köku sem rennur til skógræktar. Ég er eini menntaði skógræktarmaður- inn í föstu starfi hjá Skógrækt ríkis- ins á Norðurlandi, ætli þeir séu ekki 12-13 fyrir sunnan,“ sagði ís- leifur Sumarliðason. - GS Það er nostur við að gróðursetja lltið og pervisið rauðgreni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.