Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 10. maí 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUDI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hin nýja byggðastefha Gengisskráningin er sá þátt- ur í hinni almennu efnahags- stefnu sem skiptir mestu máli fyrir landsbyggðina. Gengi krónunnar ræður verð- hlutföllum á milli innlendrar og erlendrar vöru og þjón- ustu. Lágt gengi krónunnar og hátt gengi á erlendum gjaldmiðlum þýðir að hagur útflutningsgreinanna og samkeppnisgreinanna á heimamarkaði vænkast. Hátt gengi á krónunni og þar með lágt verð á erlendum gjald- miðlum þýðir hins vegar lak- ari samkeppnisstöðu þessara greina. Þetta er kjarninn í þeirri byggðastefnu sem nú er að ryðja sér til rúms. Þessi hugs- un hefur verið orðuð með ýmsum hætti, en niðurstaðan verður sú sama. Ofangreind orð eru Vilhjálms Egilssonar, hagfræðings hjá Vinnuveit- endasambandinu. Valur Arn- þórsson orðaði þetta á aðal- fundi Kaupfélags Eyfirðinga á þann hátt að gengisstefnan í landinu virðist ekki miðast við það að undirstöðuat- vinnugreinarnar hefðu sæmi- lega afkomu, heldur fremur við það að gott væri að reka þjónustu- og verslunarstarf- semi í landinu og hann greindi frá því hversu hrika- legar afleiðingar þetta hefur haft fyrir atvinnulíf út um landið. Jón Sigurðarson, bæj- arfulltrúi á Akureyri, hefur sagt að byggðastefnuna þurfi að skilgreina á nýjan leik, ekki sem eyðslustefnu heldur sem aflastefnu. Hinni nýju aflastefnu verði að tryggja framgang með raunhæfri gengisskráningu, þannig að hagnaðarvon verði í gjaldeyr- isaflandi atvinnurekstri. Öll bera þessi ummæli að sama brunni. Gengisskrán- ingin hefur verið röng mörg undanfarin ár. Verðbólgan hefur valdið miklu um það að gengi krónunar hefur verið skráð of hátt miðað við er- lenda gjaldmiðla. Vilhjálmur Egilsson segir í blaðagrein nýlega: „Þessi atriði varða hag landsbyggðarinnar því að út- flutningsgreinarnar eru að miklum hluta staðsettar þar. 90% af sjávarvöruútflutn- ingnum er af landsbyggðinni. Þar er ennfremur stærsti hluti skinnaiðnaðarins, kísiljárn- verksmiðjan, kísilgúrverk- smiðjan, hluti af ullariðnaðin- um og ferðamannaiðnaðin- um. Sé miðað við allan út- flutning vöru og þjónustu að undanskildum tekjum af varnarliðinu, þá má notast við þá þumalfingursreglu að útflutningurinn skiptist 60% á landsbyggðina en 40% á höfuðborgarsvæðið. Fólkið skiptist hins vegar 45% á landsbyggðina og 55% á höfuðborgarsvæðið. 45% af fólkinu framleiða því 60% af útflutningnum. Þessi hlutföU sýna að hagur landsbyggðar- innar og útflutningsstarfsem- innar fara saman en hagur innflutningsgreinanna og höfuðborgarsvæðisins fara saman. “ Vilhjálmur Egilsson segir ennfremur: „Það er ekki hægt að bjarga landsbyggð- inni með erlendum lántökum. Lánin fara alltaf á endanum í að borga hækkaða reikninga frá Reykjavík." Sá skilningur og sú hugsun sem hér hefur komið fram á að vera grundvöllur byggða-. stefnu framíðarinnar. „Vegir liggja til allra átta.“ Svo mælti Svarthöfði á sínum tíma við bara þó nokkrar vinsældir. Og um þessar mundir er víst óhætt að segja að vegirnir liggi í ýmsar áttir, þó einkum frá suðri til norðurs, já eða þá frá norðri til suðurs ef menn vilja hafa það þannig. Menn hafa nefnilega allt í einu uppgötvað það að enn á eftir að teppaleggja nærri tvö hundruð kílómetra af veginum milli Akureyrar og Reykjavíkur, þýðingarmesta þjóðvegi landsins, og í þokkabót var ekki gert ráð fyr- ir því að þessari teppalagningu yrði lokið fyrr en eftir níu ár. Teppi á tilboðsverði Tilboð verktakasamsteypunnar Hagvirkis, að gera veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar nokk- urn veginn eins og vegir eru í út- landinu, féll eins og sprengja á skrifborð útgerðarmannsins að vestan og samgönguráðherrans Matthíasar. Það var nefnilega búið að leggja fram svo pottþétta vega- áætlun. Auðvitað gat það ekki stað- ist að hægt væri að vinna verk þetta fljótar, hvað þá ódýrar. Og svo komu einhverjir labbakútar að norðan og fóru að halda því blákalt fram að hægt væri að vinna verkið jafnvel enn ódýrar en hið reykvíska verktakafyrirtæki hafði boðið. Þarna hlaut auðvitað að vera maðk- ur í mysunni. Þar að auki voru þessir menn svo óskammfeilnir að halda því fram að verkið mætti fjár- magna innanlands. Vissu aumingja mennirnir ekki að nú á að fara að nota allt fjármagn þjóðarinnar í kauphallarviðskipti á erlendri grund. Það eru engir peningar til í vitleysu eins og það að teppaleggja vegi úti á íslandi, jafnvel þó á til- boðsverði sé. Teppum tengjum byggðir Fordœmið er til Sem kunnugt er, mun Hagvirki hafa ákveðið að leggja fram tilboð sitt vegna samdráttar sem fyrirsjá- anlegur er í virkjunarframkvæmd- um næstu árin, meðal annars vegna minnkandi orkusölu. Telja margir að nú sé endanlega lokið hinu stór- kostlega „orkusöluævintýri" okkar íslendinga, en aðrir, og þar á meðal þeir Hagvirkismenn, telja hér að- eins vera um tímabundið ástand að ræða. Orka íslenskra fallvatna mun á ný verða eftirsótt og dýr þegar olíulindir Arabanna fara að þorna fyrir alvöru, eða bara þegar þá vantar næst peninga fyrir skrið- drekum og eldflaugum í öll heilögu stríðin sín. Þess vegna sé óráð að fara að selja úr landi öll dýru vinnu- tækin sem notuð eru við virkjana- framkvæmdirnar. Hér skal enginn dómur lagður á þetta tilboð Hagvirkis eða önnur slík í þessa teppalagningu. Þar ber eflaust margt að athuga, meðal annars hagsmuni verktaka heima í héraði, og þá hvort eða hvernig þeir gætu hugsanlega komið inn í verkið ásamt hinum stóru sem undirverktakar, eða þá fengið önnur verkefni sem unnin yrðu fyr- ir það fé sem sparaðist. Það er víst af nógu að taka í íslenskri vega- gerð. Líklega væri bara best að bjóða allt heila klabbið út á einu bretti og sjá hver árangurinn yrði. En í allri umhyggju sinni fyrir litlu verktökunum úti á landi hafa menn alveg steingleymt því að það er til fordæmi fyrir því að hjálpa verktakafyrirtæki í kröggum sem tímabundnar voru, með því að færa því verkefni í vegagerð á silfurfati. Fyrir um það bil tuttugu árum dróg- ust tímabundið saman framkvæmd- ir á vegum bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Var því brugð- ið á það ráð að láta Aðalverktaka teppaleggja Reykjanesbrautina á meðan, að því er ég best held, án þess menn væru nokkuð að hafa fyrir því að bjóða verkið út eða vera eitthvað að fetta fingur út í það þó að fresta þyrfti einhverjum öðrum framkvæmdum. En Aðal- verktakar eru heldur ekkert venju- legt verktakafyrirtæki. Skyssan sem þeir Hagvirkismenn gerðu var sú að hafa ekki reynt að fá Aðalverktaka til að standa á bak við tilboðið í Norðurveginn. Hann Geiri í Skelj- ungi, Árvakri og Ræsi sem einnig á hlut í Aðalverktökum, og þar með í sjálfu íslandi hf. voldugasta auðhring landsins, svo voldugum reyndar að jafnvel SÍS verður að ómerkilegu bílskúrsfyrirtæki í samanburði við það, enda þótt það sé hvergi á firmaskrá, hefði vafa- laust sannfært Matta. útgerðar- mann. Ný viðhorf Sú stefna hefur verið ráðandi í vega- málum hin síðari ár, að jafna verkefnunum milli kjördæma landsins, og hvað bundið slitlag varðar sérstaklega, þá hefur verið lögð áhersla á að tengja þéttbýlis- staði innan afmarkaðra svæða, hef- ur þar verið miðað við kjördæmin einnig þó menn hafi nú stundum neyðst til að laumast yfir kjör- dæmamörk þegar tengja hefur þurft saman þéttbýlisstaði, jafnvel nálæga. En tilboðið í teppið milli Reykjavíkur og Akureyrar er að því leyti nýstárlegt að þar er gert ráð fyrir löngum vegi milli lands- hluta, vegi sem liggur í gegnum ein fjögur eða fimm kjördæmi, þar af þrjú þau fjölmennustu í landinu. Ætti því vegagerð þessi að vera mikið kappsmál æði margra þing- manna í atkvæðisleit, bara ef þeir ná að átta sig á hinum nýju viðhorf- um. En það er ekki bara á sviði vega- mála sem teppalögnin verkar bylt- ingarkennt. Þetta mál kallar á alveg ný viðhorf í byggðamálum. Það kemur nefnilega í ljós, að í landinu er engin stofnun fyrir hendi sem getur lagt hlutlægt mat á þetta mál og önnur mál er varða byggðaþró- un í landinu, einfaldlega vegna þess að menn hafa enga heildaryfirsýn yfir hlutina á landsvísu. Allt er mið- að út frá þessari skiptingu í átta umdæmi, skiptingu sem einhverjir karlar á skrifstofu í Reykjavík bjuggu á sínum tíma til, rétt eins og þjóðhöfðingjar Evrópu gerðu við Afríku á síðustu öld, með því að draga línur á kort. Þessa dagana minnumst við þess að tvö hundruð ár eru síðan kóngur einn í út- löndum fór að skipta sér af byggða- málum á íslandi, hvaðan sem hon- um kom nú þekking til slíks og flutti biskupssetur landsins til Reykjavíkur, af öllum stöðum, en þetta er af mörgum talin stærsta niðurlæging íslandssögunnar. Það væri verðugt verkefni fyrir þjóðina að minnast þessa afmælis með því að sýna fram á að hún sé eitthvað klárari í byggðamálunum en kóngsi. Eitt fyrsta skrefið í þá átt gæti verið að gjörbylta framkomnu stjórnarfrumvarpi um Byggðastofn- un, velja henni stað á Akureyri eins og hugmyndir hafa komið fram um, og gera hana umfram allt að hlut- lausri, vísindalegri stofnun á sviði byggðaskipulags þar sem jafnvel gæti farið fram háskólakennsla í þeirri grein. Einhvers konar fylkja- skipting og landshlutabankar gætu hæglega fylgt í kjölfarið. Akureyr- ingar hafa með RÚVAK náð ótví- ræðri forustu í útvarpsmálum hér- lendis, og enginn vafi er á því að þeir eru færir um að móta nýja, ferska stefnu í byggðamálum einnig fái þeir til þess færi. Og fyrr en varir munu þá teppin mjúku tengja sam- an byggðir þessa lands. Nýsköpun- in verður meira en orðin tóm, sjóð- irnir annað en umbúðir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.