Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 11
10. maí 1985 - DAGUR — 11 „Nei, ég held að það sé ekki. Fólk myndar sér sínar eigin skoðanir og það er best þannig, að hafa sitt lítið af hverju. Ég held að stjórnmálaflokk- arnir séu orðnir allt of margir, við erum svo fáar hræður íslending- ar. Það er hálfkindarlegt að vera að bítast um t.d. frambjóðendur hér í kjördæminu, þetta eru allt sömu málin sem þessir menn eru að berjast fyrir. Ef við hefðum færri flokka þá myndu þeir nýtast betur. Annars hef ég ekki vit á pólitík. Og það kemur engum við hvað ég kýs. Ég tel að ég komi mínu til leiðar með mínu atkvæði og þar við situr. Mér leiðist óþarfa þras og pólitík er ekki til umræðu innan fjölskyldunnar. Ég kem úr sannkristinni sjálf- stæðisfjölskyldu og giftist inn í rótgróna framsóknarætt og sjálf- sagt halda þau sitt á hvað að ég kjósi Framsókn og Sjálfstæðis- flokkinn og mér finnst það ágætt.“ - Hefurðu eitthvað tekið þátt í jafnréttisbaráttu og kvenna- pólitík? „Nei, það hef ég ekki gert. Ég er ekki mikið í félagsmálum að öðru leyti en því að ég syng með Samkórnum Þristi og þykir það óskaplega gaman. Ég vil heldur starfa af alefli að því sem ég er að gera en vasast í öllu. Það er betra að bauka í fáu og reyna að gera það skár. En í sambandi við jafnréttis- baráttu og annað slíkt þá veit ég ekki betur en að ég standi full- komlega jafnfætis mínum manni. Það er minn hagur jafnt sem hans að búskapurinn gangi vel og mér hefur aldrei fundist að ég sé neitt kúguð þó ég sé kona. Ég veit að sumar konur eru eins og mýs undir fjalaketti, en geta þær kannski ekki bara sjálfum sér um kennt að láta fara svona með sig. Það er hins vegar ekki laun- ungarmál að kvenfélögin hafa víða látið gott af sér leiða og ég man eftir því að kvenfélagasam- bandið hér beitti sér fyrir því að konurnar héðan úr sveitinni geta nú komið með ungbörn í skoðun inn á Heilsuverndarstöð og það er alveg skínandi gott.“ Áður en ég kvaddi gengum við niður í fjós og heilsuðum upp á kýrnar auk þess sem við litum á lamb sem fæðst hafði um morg- uninn. Þá var ekkert annað eftir en þakka góðar móttökur og keyra í bæinn. Á heimleiðinni síðasta lag fyrir fréttir, Vor og haust. Einhver sat einn í bleikum bjarkarlundi og það var lækjar- niður og lóukvak. - mþþ „Ég er alveg glæný.“ Þetta lamb sem Valgerður húsfreyja á Rifkelsstöðum heldur hér á í fanginu var nýfætt, en engu að síður sprækt mjög. Móðurinni líkaði ekki alls kostar að Valgerður væri að kjassa lambið, svo það var látið laust. um við tali okkar að skólakerf- inu. „Skólakerfið er hugsað sem barnfóstra fyrir útivinnandi fólk í bæjunum, við þurfum ekki á slíku að halda. Jú, jú, það verða allir að læra og vera í skóla, en mér finnst hæpið þegar verið er að tala um að lengja skólaárið og skólaskylduna. Börn hafa gott af því að vera hluta úr degi í skólan- um, eri öllu má ofgera. Ég man þegar ég var í barnaskóla, þá fór- um við annan hvern dag í skól- ann og fórum yfir sama námsefni og aðrir. Ég held því svo sem ekkert fram að við höfum staðið okkur afburðavel í gagnfræða- og menntaskólum, en það er samt mesta furða hvað fólk hefur spjarað sig. Skólinn hér, Lauga- landsskóli er góður skóli. Þessi stærð af skóla er mjög ákjósan- leg. Þetta er draumaskóli að því leytinu til. Það eru yfirleitt 8-10 börn í hverjum árgangi og þá er hægt að sinna hverjum og einum mun betur en ef börnin eru 20-30 í bekk. Þau hljóta líka að fá betri kennslu þegar þau eru svona fá. Skólinn er frjálslegur, börnum er boðið upp á valtíma, þ.e. þau geta valið í hvaða röð þau taka ákveðið námsefni og þau eru lát- in bera ábyrgð á sér sjálf. Þau verða að skila verkefnum sínum þó svo þau velji um í hvaða röð þau taka þau. Með þessu rækta þau með sér ábyrgðartilfinningu og ég held að heilt yfir hafi þetta gefist vel. Það eru að vísu til ein- staklingar sem ekki þola svona kerfi, en ég held að ef þetta er við lýði frá byrjun þá læri þau og hafi gott af þessu.“ - Þú hefur eitthvað fengist við kennslu, Valgerður? „Ég er varaskeifa, í vetur kenndi ég íslensku. Það er gott að grípa í þetta starf, en ég myndi ekki vilja leggja það fyrir mig. Þetta er afskaplega slítandi. Ég dáist að því fólki sem verið hefur við kennslu ár eftir ár og lætur ekki bugast. Það hlýtur að hafa taugar úr einhverju öðru en ég hef. í fyrra kenndi ég 8 ára krökkum. Mér finnst meira gam- an að kenna þessum litlu. Maður nær betra sambandi við þau. Þessi eldri eru lífsreyndari og stundum dálítið kjaftfor. Og sambandið við þau er allt öðru- vísi.“ Leiðist óþarfa þras - Hvernig er með pólitíkina í sveitinni, allir framsóknarmenn? þegar við vorum að fara frá Reykjavík: Það er alveg maka- laust hvað mikið af ágætis fólki getur búið á þessum eymdar- stað!“ Mjólkað á aðfangadagskvöld - Hvað um togstreituna á milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar? „Fyrir, ja, tuttugu, þrjátíu árum þá áttu höfuðborgarbúar flestir hverjir einhver tengsl við landsbyggðina en nú er svo kom- ið að það er sægur af fólki sem enga ættingja á aðra en á mal- bikssvæðinu. Þetta fólk er komið úr tengslum við uppruna sinn og það leggur ekki leið sína út á landsbyggðina, það fer frekar til útlanda og þekkir kannski betur til erlendis en úti í sveitum landsins. Þetta fólk vantar upp- lýsingar um það sem er að gerast út til sveita, það kynnir sér málin ekki áður en það fer að láta gamminn geysa. Það les greinar í blöðum um hvernig landsbyggðin rænir höfuðborgarsvæðið, mér finnst það sárgrætilegt hvernig fólk Iætur mata sig á alls konar hlutum sem engin rök eiga við að styðjast og enn verra er þegar fólk fer að stinga niður penna og skrifa um þessi mál, margir af al- gjörri vanþekkingu.“ - Hvað á að gera? „Senda þetta fólk í sveit. Eða þá á sjó. Það eru fá börnin sem komast í sveit nú orðið. En ég held að þau sem kynnast sveita- störfum sjái hlutina í öðru ljósi en þeir sem aldrei fara í sveit.“ - Eru bændur ríkir? „Það er stundum talað um að bændur eigi nóga peninga og það getur svo sem vel verið að það séu til vel stæðir bændur. En það verður að athuga það að bændur vinna afskaplega mikið, fólk tekur það yfirleitt ekki með í reikninginn. Það þarf að mjólka á aðfangadagskvöld, rétt eins og önnur kvöld. Við setjumst ekki niður við steikina kl. 6 á aðfanga- dagskvöld. Nei, ég held að þeir séu fleiri bændurnir sem ekki hafa úr miklu að moða.“ - Þið eruð hér með kúabú, hvað eruð þið með margar kýr? „Við erum með rúmlega fjöru- tíu kýr.“ - Ferðu í fjós? „Já, ég fer í fjós og fyrst við vorum að tala um aðfangadags- kvöld áðan, þá skal ég segja þér sögu frá síðasta aðfangadags- kvöldi. Ég greip með mér útvarp í fjósið og við hlustuðum á jóla- messuna þar og það er ekki síður hátíðlegt að hlusta á jólamessuna í fjósinu en heima í stofu. Kýrnar höfðu lítið til málanna að leggja, virtust ekki hlusta á boðskapinn, en kötturinn aftur á móti stökk að útvarpstækinu og skoðaði það í krók og kring, en sneri svo í það rassinum og sýndi jólasálmunum lítilsvirðingu!" Öllu má ofgera í tilefni af því að börnin voru að hætta í skólanum nýlega, beind-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.