Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 10

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 10
10- DAGUR- 10. maí 1985 Það hafði verið saumaklúbbur hjá henni kvöldið áður. Hún var að gangafrá spariboll- unum og skeiðunum. Tókfram kaffibrúsa, hellti „alvöru“-mjólk úr fötuyfir í könnu, tíndi svo til snúða og sagði að á þessu heimili œttu allir að vera eins og heima hjá sér. Hún er Valgerður Schiöth á Rifkelsstöðum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Það var þriðjudagsmorgunn og ákaflega fallegt veður. hendurnar vinnufúsar á lofti ef eitthvað stendur til, t.d. bygging- ar og annað slíkt.“ - Enginn hrepparígur? „Nei, ég hef ekki orðið vör við hann, þvert á móti er mikill sam- einingarhugur í fólki. Það hefur undanfarið verið mikið til um- ræðu að sameina hreppana þrjá hér í Firðinum og ég tel að það sé það sem koma skal. Við þurf- um bara tíma. Nú eru það ekki lengur samgöngurnar sem standa í veginum, heldur félagslega hlið- in sem er þrándur í götu samein- ingarinnar. Það er ómögulegt að koma á sameiningu ef fólkið er á móti henni, það verða allir að vera sammála um hana. Það er besta leiðin að vekja upp þann draug sem hrepparígurinn er að sameina hreppana án vilja fólksins." Að hitta mann Valgerður hefur lokið við að ganga frá eftir saumaklúbbinn og þar sem við sitjum við eldhús- borðið að Rifkelsstöðum þótti mér tími til kominn að spyrja um ætt og uppruna. „Ég er fædd hérna hinum meg- in við ána,“ segir hún og bendir út um eldhúsgluggann. „Á Hóls- húsum og þar er ég uppalin. Fer- illinn? Ég fór í Menntaskólann á Akureyri og veturinn eftir stúd- entspróf fór ég í Húsmæðraskól- ann að Laugalandi með það fyrir augum að fara seinna í Hús- mæðrakennaraskólann. En fyrst ég var á annað borð komin yfir ána, þá fannst mér eins gott að halda mig þar og hef verið hérna megin síðan. Ég veit svo sem ekki hvort ég hefði verið ánægð- ari þó ég hefði haldið áfram í skóla eins og til stóð, líklega ekki. Það er nú einu sinni svona, þegar maður hittir mann, þá vilja áformin breytast. Við byrjuðum að búa hér á Rifkelsstöðum árið 1971, ég og maðurinn minn, Gunnar Jónas- son, en hann er héðan. Þá var strax hafist handa við að byggja, fyrst yfir heyið og kýrnar og síð- ast yfir fjölskylduna. Það er siður að byggja alltaf síðast yfir kon- una og börnin. Það verður líka sjálfsagt að vera svoleiðis, ef menn ætla að byggja lífsafkomu sína á skepnunum. í upphafi bjuggum við félags- búi með tengdaforeldrum mínum, Jónasi Halldórssyni og Þóru Kristjánsdóttur, þau eru nú orðin öldruð og slitin en samt með allan hugann við búskapinn og það segi ég satt að þau hafa reynst okkur betri en enginn og það hefur alla tíð verið góð sam- vinna milli okkar. Ellin Mér finnst það mjög mikil upp- lifun að kynnast þessari kynslóð og mér finnst óskaplega gott að krakkarnir mínir alist upp með fólki af þessari kynslóð. Það eru allt önnur viðhorf hjá öldruðu fólki, þetta er fólk sem unnið hef- ur alla ævina baki brotnu og það sér hlutina í allt öðru ljósi. Það er fólki geysimikils virði að geta verið heima, að það fái að vera í sínu umhverfi þar sem það hefur lifað sín bestu ár og ég veit að ef tengdaforeldrar mínir t.d. færu á elliheimili þá væru þau með allan hugann hér í sveitinni. Hér er líf þeirra og starf og þess vegna er það svo mikilsvert að þau fái að vera í þessu umhverfi. Einnig er það okkur mikils virði að hafa þau hér svo það er beggja hagur. Mér finnst að það ætti að virkja fólk sem á elliheimilum býr meira. Það væri hægt að koma á sambandi milli unglinga og þeirra sem búa á elliheimili, það fólk gæti miðlað svo mikilli lífsreynslu sem ég held að ungl- ingar hafi gott af að kynnast. Það eru margir mjög einmana á elli- heimilum, eiga kannski enga nána aðstandendur og fáir sem koma í heimsókn, þess vegna held ég að það hljóti að vera af hinu góða ef hægt væri að koma þessum samskiptum á. Þegar fólk hættir að hafa eitt- hvað til að hugsa um og annast þá sljóvgast það svo fljótt, þetta gerist oft þegar fólk flytur inn á elliheimili. Mér líst vel á þá stefnu að byggja smáíbúðir fyrir aldraða þar sem þeir geta haft sitt eigið dót og geta hellt upp á kaffi handa gestum sínum en far- ið í mat í sameiginlegu mötu- neyti. Það er margfalt meira sem gert er fyrir gamla fólkið nú til dags miðað við það sem áður var. Meðalaldur okkar fer líka hækk- andi og það eru sífellt fleiri sem komast í þann hóp. Félag aldr- aðra er að mér skilst ansi öflugt og gerir marga góða hluti. Hins vegar er fjárhagsstaða aldraðra bágborin og almennt má segja að bilið á milli hinna ríkui og hinna fátæku sé stöðugt að breikka. Það er samt furðulegt hvað sumir eru duglegir að pota sér áfram, menn geta keypt sér dýra bíla og farið í utanferðir svo að stundum er maður efins þegar verið er að tala um fátæktina.“ Ekkert líf á mölinni - Er ekki bindandi að standa í búskap? „Þetta er bindandi starf, jú. Það er það eina sem ég get fundið þessu starfi til foráttu hversu bindandi það er. Það eru geysileg viðbrigði fyrir fólk sem hefur lif- að og leikið sér að fara út í búskap. Kostir starfsins eru samt það miklir og sveitin svo heillandi að það vegur upp á móti, ég kýs mér ekki neitt annað starf fremur. Umhverfið í sveitinni er mikið manneskjulegra en á möl- inni, sérstaklega fyrir sunnan. Ég hef aldrei búið fyrir sunnan og er bara áhorfandi að því lífi sem þar er lifað, en mér finnst þetta ekk- ert líf sem þetta fólk lifir. Ég er svo mikill sveitamaður í mér að mér finnst þetta oft á tíðum vera einhvers konar gervilíf. Það er svo mikill hraði og stressið á fólk- inu mikið, það er eins og fólkið umturnist þegar það kémur út í umferðina. Það er eins og fólk hugsi ekki um annað en að kom- ast á milli staða á sem skemmst- um tíma. Ég held því fram að fólk þurfi ekki að flýta sér svona mikið, það er kannski vegna þess að ég hef aldrei getað flýtt mér sjálf. Kemst þó hægt fari, hugsa ég oft með mér og það hefur hingað til gengið alveg ljómandi vel.“ - Ferðu oft suður til Reykja- víkur? „Nei, ég fer ekki oft, það er þá bara þegar ég þarf að sækja eitthvað þangað. Það er ágætt að koma til Reykjavíkur, heilsa upp á ættingjana og fara í búðir, en það er líka ósköp gott að koma heim aftur. Veistu, ég held að þessi blessuð höfuðborg okkar hafi verið staðsett á kolvitlausum stað, það rignir lárétt þarna! Maðurinn minn sagði einu sinni - Valgerður Schiöth húsfreyja á Rifkelsstöðum í Ongulsstaðahreppi í Helgar-Dags-viðtali Sáttir við skaparann Á meðan Valgerður var að sýsla með sparibollana trúði hún mér fyrir því að þegar ég ók í hlaðið hefði hún haldið að ég væri þarna komin til að boða henni ein- hverja trú. Það hefur eflaust ver- ið „biblíusvipurinn" sem villt hef- ur um fyrir Valgerði. Ég var að minnsta kosti að ámálga það við skaparann að láta nú hana Val- gerði vera heima við þegar ég kæmi og svo reyndist. Hvaða þátt skaparinn hefur svo átt í því skal ósagt látið. - Jæja, hélstu ég ætlaði að frelsa þig? spyr ég. „Mér bara datt það fyrst í hug, þegar ég sá ókunnugan Reykja- víkurbíl koma hingað. Við hérna í Eyjafirðinum lifum í sátt við skaparann og þurfum ekkert á trúboðum að halda. Menn eru ekki með neinn æsing hér, það eru rólegheitin sem sitja í fyrir- rúmi. Ég var að syngja á Dvalar- heimilinu Hlíð um daginn, með Samkórnum Þristi, en það er kór- inn héðan úr sveitinni og þegar söng var lokið þakkaði Jón frá Garðsvík fyrir hönd heimilis- manna. Hann sagði að oft kæmi fólk á elliheimilið að syngja en það væri líka oftast að boða ein- hverja trú í leiðinni, en við hefð- um verið alveg laus við allt trú- boð. Hann sagði að Eyfirðingar væru rólynt og gott fólk og að það væri áin okkar sem örugglega ætti sinn þátt í því, þarna rennur hún lygn áfram endalaust og það væri ekki annað hægt en að vera sáttur við skaparann og taka hlut- unum með jafnaðargeði. Ég held að það sé heilmikið til í þessu hjá Jóni. Eyfirðingar eru miklir sam- vinnumenn. Samhjálpin er mikil og það eru allir boðnir og búnir að rétta hjálparhönd ef eitthvað kemur upp á. Og þær eru ótal Valgerður Schiöth er söngkona mikil, fyrir utan að syngja með Samkómum iÞristi, syngur hún fyrir blómin sín og ekki er annað sjáanlegt en að þeim líki það vel, a.m.k. vora þau afskaplega „blómleg“. Myndir: mþþ / „Eg vil heldur staifa af alefli að hví sem eg er aðgemenað vasast í ölluí(

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.