Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 15

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 15
10. maí 1985 - DAGUR - 15 Árbók Bóndans komin út Árbók Bóndans 1984 er komin út fyrír nokkru, en bókín er gefin út af útgáfufélaginu Fjölni hf. sem eins konar fylgi- rit tímaritsins Bóndans, sem nú hefur verið gefið út í á þriðja ár. Árbók Bóndans 1984 átti að koma út síðla árs 1984 eins og nafnið bendir til, en verkfall bókagerðarmanna og opinberra starfsmanna og aðr- ar óviðráðanlegar ástæður ollu nokkurri töf á útkomu hennar. Framvegis er hins vegar ætlun- in að bókin komi út að hausti ár hvert, og kemur Árbók Bóndans 1985 út nú í haust eða snemma vetrar. í Árbók Bóndans verður lögð áhersla á að birta lengri ritgerðir og greinar, ritaðar af sérfræðing- um og sérfróðum mönnum á hverju sviði, um hin fjölbreyti- legustu málefni landbúnaðarins. Ritgerðirnar eru þá flestar það langar og yfirgripsmiklar að erfitt er að koma þeim fyrir í venjuleg- um tímaritum. Efni fyrstu Ár- bókarinnar er mjög yfirgripsmik- ið, og er þar að finna eftirtaldar greinar: Laxeldi og laxarækt eftir Árna ísaksson. í greininni er t.d. fjallað um umhverfisforsendur, seiðaeldi, hafbeit, silungs- og álaeldi, úthafsveiðar, markaðs- mál og nýtingarstjórnun. Mjalta- vinna í básafjósum eftir Grétar Einarsson og Ólaf Jóhannesson. í þessari grein er m.a. rakin í stuttu máli saga og þróun mjalta- véla á íslandi, fjallað um mjólk- urgæði og vinnuumhverfi, vinnu- þörf, hlutdeild mjaltavinnu við kúahirðingu o.m.fl. Loðdýra- ræktun eftir Grétar Guðbergs- son. í greininni fjallar Grétar um mink og minkafóður, um nokkr- ar tegundir eldisminka, kanínur, hús og búr fyrir kanínur og fleira. Útflutningur landbúnaðarvara eftir Harald Einarsson. Hér er fyrst og fremst ritað um hrossa- útflutning, jafnt kjöts sem lifandi hrossa, fjallað er um verðmynd- un við útflutning, birt er skrá yfir útflutta stóðhesta o.fl. Naut- griparækt eftir Jón Viðar Jón- mundsson. Hér er ritað um þró- un nautgriparæktar og íslenska kúastofninn, mjólkurmyndun, fóðurþarfir og átgetu mjólkur- kúa, fóður og fóður eftir árstím- um, kynbætur, frjósemi o.fl. Um orsakir, afleiðingar og með- höndlun júgurbólgu eftir Ólaf Oddgeirsson. Hér er t.d. ritað um sýkla sem valda júgurbólgu, um hvernig júgurbólga finnist, um meðhöndlun hennar, lyf og fleira. Ástand íslenskrar svína- ræktar eftir Pétur Sigtryggsson. Hér er birt mjög athyglisverð og ýtarleg skýrsla um ástand svína- ræktar hér á landi og leiðir til úr- bóta og framfara. Hrossarækt sem aukabúgrein eftir Sigurð Haraldsson, Kirkjubæ. Hér ritar hinn kunni hrossaræktarfrömuð- ur um nokkur þau atriði, sem hollt er að hafa í huga, vilji menn fara út í hrossarækt sem auka- búgrein á búum sínum. Árbók Bóndans 1984 er um 150 blaðsíður að stærð. Ritstjóri bókarinnar er Grétar Guðbergs- son, starfsmaður við Rannsókna- stofnun landbúnaðarins á Keldnaholti. Bókinni hefur nú verið dreift til bænda víðs végar um land. Bændur fengu bókina á sértilboðsverði, 100 krónum ódýrari en verð hennar er í bóka- verslunum. Útgefandi Árbókarinnar er sem fyrr segir Fjölnir hf. útgáfu- félag Bóndans. Bóndinn hefur nú komið út í á þriðja ár, og er honum dreift endurgjaldslaust til allra skráðra bænda á landinu, sem samkvæmt skrá Búnaðarfé- lags íslands eru 4519 talsins. Pá fæst Bóndinn einnig í bókaversl- unum um allt land og er seldur í áskrift til stofnana, fyrirtækja og einstaklinga víða um land, sem láta landbúnað til sín taka með einum eða öðrum hætti. Sunnudagskaffi F.H.U.E. veröur haldiö í Lóni Hrísalundi 12. maí kl. 15.00. Fjölbreytt dagskrá Állir velkomnir Kaffinefnd. Fjölskyldunámskeið í almennri mannrækt, einkum miðað við aðstand- endur alkoholista, verður haldið á Akureyri helg- ina 17.-19. maí nk. (föstudag kl. 20.30-23.00, laugardag og sunnudag kl. 9.00-18.00). Þátttaka tilkynnist í síma 25880. Fjölskyldunámskeiðið á Akureyri. ^ ' > y » ; ^ ^ ■ ' --;-------..—...— .... Gæsluvellir Sumarrekstur hefst 15. maí nk. Vellirnir verða opnir frá-kl. 9-12 f.h. og 2-5 e.h. Frá sama tíma breytist gjaldtaka á gæsluvöllum. Miðar í lausasölu hækka úr 10 kr. í 15 kr. og í kortum úr 8 kr. í 12 kr. Leikvallanefnd. Utboð Kaupfélag Svalbarðseyrar óskar eftir tilboð- um í flutning á vörum fyrirtækisins leiðina Svalbarðseyri-Reykjavík-Svalbarðseyri. Áætlað magn er um 1.000 tonn á ári af kæli- og frystivörum til Reykjavíkur. Frá Reykjavík er áætl- aður flutningur 500 tonn á ári af almennri vöru. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu kaupfélags- ins, þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. Tilboðum verði skilað fyrir kl. 14, 22. maí nk. til skrifstofu Kaupfélags Svalbarðseyrar. Kaupfélag Svalbarðseyrar áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 1„ 27. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Öldugötu 12, Dalvik, þingl. eign Harðar Gígja, fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnasonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 15. maí 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Dalvfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 27. og 33. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Böggvistöðum, Dalvík, þingl. eign Þorsteins Aðalsteinssonar, fer fram eftir kröfu Gunnar Sólnes hrl. á eign- inni sjálfri miðvikudaginn 15. maí 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. /ORÐDflGSTNSl sími mm®\ -qmiH lllHnHrJÍIyJlBSHrlrll Fjölskyldutilbod Sunnudaginn 12. maí 1985 Hádegis- og kvöidverður Blómkálssúpa með snittubrauði Hamborgarlæri með rauðvinssósu eða Ofnsteiktir kjúklingar með rjómasveppasósu Vanilluís með perum og súkkulaðisósu kr. 350,- Hálft gjald fyrir börn 6-12 ára, yngri börn fá frían mat í fylgd með fullorðnum. Súlnaberg opið alla daga frá kl. 08.00-20.00. ★ & ★ Hótei KEA Við bjóðum fjölbreyttar veitingar í veitingasal sem er opinn alla daga fyrir hádegis- og kvöldverð * ir * Dansleikur laugardagskvöldið 11. maí 1985 Hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dansi frá kl. 22.00-02.00. Kristján Guðmundsson leikur létt lög fyrir matargesti frá kl. 19.00. Borðapantanir í síma 22200. Verið velkomin. Fóstrur - Fóstrur Leikskólann Árholt vantar forstöðumann frá 1. ágúst nk. í fulla stöðu. Leikskólinn er 2ja deilda meö samtals 67 börn. Skriflegar umsóknir um menntun og fyrri störf sendist Félagsmálastofnun Akureyrar, Strand- götu 19 b. Allar nánari upplýsingar veittar alla virka daga milli 10 og 12 í síma 96-25880. Dagvistarfulltrúi. Laus staða Rafveita Akureyrar óskar að ráöa rafmagns- tæknifræðing eöa rafmagnsiönfræöing í stöðu forstöðumanns tæknideildar. Laun samkvæmt samningum Akureyrarbæjar og STAK. Umsóknir ásamt greinargerö um menntun og fyrri störf skulu hafa borist skrifstofu rafveitunnar eigi síöar en 24. maí nk. Nánari upplýsingar veitir rafveitustjóri. Rafveita Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.