Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 20

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 20
I Smiðju um helgina: Nýir réttir á matseðli helgarinnar. Verður álver staðsett í Arnarneshreppi? „Sæki það af hörfoT Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra sagði á fundi með sjálfstæðismönnum á Akureyri um helgina að hann myndi sækja það af hörku að bygging álvers á Dysnesi í Arnarnes- hreppi yrði að veruleika. Var þessum orðum ráðherrans að - segir iðnaðarráðherra - hreppsnefndin jákvæð sögn fagnað með lófataki. I blaði „Áhugamanna um framfarir við Eyjafjörð" sem út kemur í dag er m.a. viðtal við Magnús Stefánsson bónda í Fagraskógi og hreppstjóra í Arn- arneshreppi. Magnús segir í við- talinu að hans álit sé að menn þar í hreppnum séu ekki eins harðir í afstöðu sinni gegn fyrirhuguðu álveri þar og verið hefur. Þá segir hann að hreppsnefndin hafi ekki fjallað mikið um þetta mál, en hann telur að hreppsnefndin sé jákvæð gagnvart því að álver verði sett niður þar í hreppnum. Um dreifingarspá norska fyrir- tækisins sem birt hefur verið segir Magnús: „Þessi dreifingarspá sem nú er komin er ekki marktæk, mér er sagt að í henni sé miðað við verksmiðju sem er orðin úrelt í dag og það verður aldrei meiri mengun en þeir gera ráð fyrir í þessari spá sinni.“ Magnús segist eiga von á því að búskapur verði áfram stund- aður í Arnarneshreppi um ókom- in ár þótt álver verði sett þar niður. „Það kemur mikið fjár- magn hér inn og að því leyti yrði um mikla byltingu að ræða. Þetta fjármagn yrði bæði í formi að- stöðugjalda og hafnargjalda og á fleiri sviðum." í lok viðtalsins segir Magnús að hreppsnefnd Arnarneshrepps hafi verið höfð með í ráðum hjá samstarfsnefnd um þetta mál, það hafi verið auðsótt mál eftir að hreppsnefndin hafi farið fram á það. gk-. Nýr skyndi bita- staður á Akureyri Fyrirtækið Hrímnir hefur sótt um leyfi til kjötvinnslu í húsi Bflaleigunnar Geysis við Hvannavelli. Að sögn Kjartans Bragasonar eiganda bílaleigunnar, er áform- að að í suðurenda hússins verði komið á fót „skyndibitastað" og verða eigendur Hrímnis þeir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Jakob Haraldsson eigendur þess staðar ásamt Kjartani. Kjartan sagði í viðtali yið Dag að þessi skyndibitastaður yrði opnaður í sumar. „Við teljum að það sé full þörf á stað sem þessum, og hér verður um að ræða stað þar sem fólk kemur inn, fær fljóta afgreiðslu og tekur matinn með sér heim.“ gk-. Akure vilja s lyringar tofnanir Islenskir dagar hófust formlega í Hagkaup í gær. Ýmislegt var til hátíðabrigða, t.d. tískusýningar og ræðuhöld. Einnig var kappinn Jón Páll mættur og bauð í sjómann og reiptog. Mynd: KGA Hótel Húsavík: Leigt Samvinnu- ferðum og Flugleiðum Samvinnuferðir og Flugleiðir hafa, ákveðið að taka Hótel Húsavík á leigu. Frumsamn- ingur hefur verið gerður um þetta efni og gildir hann til 30. september 1986. Stjórn Samvinnuferða fjallaði um þetta mál á stjórnarfundi í gær en stjórn Flugleiða mun taka það fyrir alveg á næstunni. Sam- kvæmt samningnum er leiguhluti Samvinnuferða 70% en Flugleið- ir verða með 30% hlut. Fyrirtæk- in borga eigendunum ákveðið hlutfall af veltu og ef tap verður, bera fyrirtækin það. Húsavíkur- bær sem er stærsti eigandinn að hótelinu fær því arð af þessari eign sinni í fyrsta skipti. - Okkur fannst það synd að jafn gott hótel skyldi ekki ganga betur og við vildum því reyna að bæta þar úr, sagði Helgi Jóhann- esson framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða í samtali við Dag. Að sögn Helga verða gerðar einhverjar skipulagsbreytingar á rekstri hótelsins en starfsfólk verður hið sama og verið hefur. - ESE Bæjarráð Akureyrar hefur ný- lega ítrekað áskorun sína til stjórnvalda um að fyrirhuguðu hlutafélagi sem ætlað er að örva nýsköpun í atvinnulífí verði valinn staður á Akureyri. Bæjarráð hefur ennfremur lagt til við bæjarstjórn Akureyrar að reynt verði að fá fyrirhug- aða líftæknistofnun til bæjar- ins. í áskorun bæjarráðs til for- manna þingflokkanna og þing- manna Norðurlandskjördæmis eystra er þess getið að ef fyrir- huguðu þróunarfélagi yrði valinn staður á Akureyri, myndi það vera jákvæð aðgerð á sviði at- vinnumála. Norræn líftæknistofnun hefur verið til umræðu í Norðurlanda- ráði og þar hefur verið lagt til að slík stofnun verði sett upp á ís- landi. Leggur bæjarráð til að bæjarstjórn Akureyrar lýsi yfir stuðningi við þessa tillögu og því verði beint til ríkisstjórnar að stofnuninni verði valinn staður á Akureyri. - ESE Samtökunum vex fiskur um hrygg 26 félagsdeildlr hafa nú verið stofnaðar innan Samtaka um jafnrétti á milli landshiuta en samtök þessi voru stofnuð á Akureyri í fyrra. Að sögn Árna Steinars Jó- hannssonar sem sæti á í undir- búningsnefnd vegna fyrirhugaðs landsfundar eru félagsmenn nú orðnir fjölmargir og viðtökur víðast hvar góðar. - ESE í dag er vaxandi sunn- anátt, fer að rigna aust- an til á Norðurlandi og síðdegis einnig vestan til. Vind lægir í nótt en búast má við suðlægri átt og einhverri rigningu á morgun. Á sunnudag verður hæg vestanátt og þurrt víðast hvar á Norðurlandi. Sumarfatnaður á alla fjölskylduna í meira úrvali en nokkru sinni fyrr. Verð og gæðin í sérflokki. Póstsendum. .ÆVrsm fWisnprö)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.