Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 6
6- DAGUR- 10. maí 1985 Frá Hrafhagilsskóla Sýning á teikningum og handavinnumunum nemenda Hrafnagilsskóla verður haldin í skólanum sunnudaginn 12. maí nk. kl. 15-22. Kaffisala. Skólastjóri. Frá stjórn verkamannabústaða Stjóm verkamannabústaða vill eindregið hvetja alla þá sem íhuga kaup á íbúðum í verka- mannabústöðum nú eða í nánustu framtíð, til að taka þátt í áður auglýstri könnun svo hægt verði að áætla fjölda nýrra íbúða á næstu árum. Umsóknarfrestur er framlengdur til 20. maí nk. og eyðublöð og allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu verkamannabústaða, Kaup- angi v/Mýrarveg, sími 25392. Frá stjórn verkamannabústaða Stjómin vill minna á að umsóknarfrestur um þrjár íbúðir í verkamannabústöðum við Skarðshlíð, Sunnuhlíð og Keilusíðu rennur út þann 17. maí nk. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar eru veittar á skrifstofu V.M.B. Kaup- angi við Mýrarveg, sími 25392. A If I IPPVP JL bb JETO Auglýsing frá Hitaveitu Akureyrar Gert er ráð fyrir að uppsetningu á rúmmetramæl- um á Akureyri Ijúki dagana 12. til 18. maí. Unnið verður aðallega á Oddeyri og lokið við að setja upp mæla í áður auglýstum hverfum. íbúar eru vinsamlegast beðnir að taka verktökum vel og athuga, að hafa greiðan aðgang að hemla- grindum. Hitaveita Akureyrar. Útboð Hafnarstjórn Dalvíkur býður út framkvæmdir við frágang stálþilsbakka við Norðurgarð. Steypa skal 94ra m langan kantbita og ca. 2.500 fm þekju. Verkinu skal lokið 15. september 1985. Útboðsgögn verða til sýnis á skrifstofu Dalvíkur- bæjar og verða afhent þar væntanlegum bjóð- endum gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en kl. 14.00 fimmtudaginn 23. maí nk. og verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Dalvík 8. maí 1985. Bæjarstjóri. Aðalsteinn Einarsson látinn 8. maí sl. lést á Akureyri Aðal- steinn Einarsson frá Eyrarlandi í Kaupangssveit. Aðalsteinn var fæddur 2. maí 1906, og var því rétt orðinn 79 ára er hann lést. Flestir þekktu Aðalstein í gegn- um störf hans hjá KEA. Þar hóf hann 'störf 1. október 1933. Lengst af vann hann í fjármála- deild, og þá sem aðalgjaldkeri. Hann lét af störfum hjá KEA 1976. Leggjum ekki af staö í ferðalag í lélegum bíl eöa Illa útbúnum. Nýsmuröur bíll með hreinni olíu og yfirfarinn t.d. á smurstöð er lík- legur til þess aö komast heill á leiðarenda. dæ UMFERÐAR Ð Nýsköpun í atvinnulífi Laugardaginn 11. maí verður efnt til fundar á Hótel KEA um ný- sköpun í atvinnulífi. Fundurinn hefst kl. 13.15. F rummælendur: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri Hermann Aðalsteinsson, viðskiptafræðingur. Að framsöguerindum loknum verður kaffihlé. Þegar fundurinn hefst á ný verða leyfðar skrifleg- ar fyrirspurnir. Akureyringar og nágrannar eru hvattir tii að koma á fundinn. Framsóknarfélag Akureyrar. Til sölu er jörðin Grand í Þverárhreppi, V.-Húnavatnssýslu íbúðarhúsið er 5 herb., hæð, ris og kjallari, eldri fjárhús fyrir 250 fjár ásamt hlöðu og nýbyggð stálgrindarhlaða, 1.200 m'. Ræktað land er 12 ha og nóg af ræktanlegu, góðar girðingar, góð afrétt. Lán áhvílandi. Skipti á húseign á Akureyri koma til greina. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. rÉjTSölumaður: Ólafur Þ. Ármannsson. Æ # M Æ # KS3I Við milli kl. 17-19 Æm # # Mm # | sími 96-21721. ÁsmundurS. Jóhannsson löglræðlngur m Brekkugötu m Fasteignasala Félagsstarf aldraðra Hin árlega sumardvöl aldraðra Akureyringa að Löngumýri í Skagafirði verður að þessu sinni frá 6.-17. ágúst. Farið verður með Norðurleið til og frá Löngumýri. Dagsferðir verða um Skagafjörð, sund og göngu- ferðir, sólböð og kvöldvökur. Kostnaður með ferðum nemur kr. 5.000 á mann. Þeir sem vilja tryggja sér dvöl, eru beðnir að hafa sem fyrst samband við Félagsmálastofnun Akur- eyrar í síma 25880 en þar eru jafnframt veittar frekari upplýsingar. Félagsmálastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.