Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 8
8-DAGUR-10. maí 1985 iiÍSIiiiftÍÍ! __.v* '* *. A "»...................... Garðlönd Þeir aðilar sem hafa haft garðlönd á leigu, og vilja halda þeim áfram, eru beðnir að greiða leigugjald fyrir 17. maí nk. Ef endurnýjun hefur ekki átt sér stað fyrir 17. maí, verða garðarnir taldir lausir til ráðstöfunar. Leigugjaldið fyrir 1985 er ákveðið 450 kr. pr./100m2. Greiðsla leigunnar fer fram á bæjar- skrifstofunni, en þeir sem vilja leigja garðland í fyrsta sinn, eða vilja breytingar frá fyrra ári, eru beðnir um að koma á skrifstofu Garðyrkjunnar í Gróðarstöðinni. Garðyrkjustjóri. AKUREYRARBÆR Skólagarðar Akureyrar Innritun 10, 11 og 12 ára barna er hafin. Innritun fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni í síma 24169. Síðasti innritunardagur er 22. maí nk. Garðyrkjustjóri. Skólagarða r-Sta rfs vel I i r Skólagarðar Akureyrar óska að ráða flokksstjóra til leiðbeiningarstarfa í sumar. Æskilegt er að um- sækjandi hafi reynslu af ræktunarstörfum og verkstjórn. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Garð- yrkjudeildar í síma 25601 frá kl. 9-12 daglega. Skriflegar umsóknir sendist til Akureyrarbæjar, Garðyrkjudeildar, P.O. Box 881, 602 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 17. maí nk. Garðyrkjustjóri. Vinnuskóli Akureyrar Skráning 13,14 og 15 ára unglinga sem óska eftir vinnu í sumar er hafin. Skráningin fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni í síma 24169. öllum umsækjendum er skylt að gefa upp nafn- númer sitt, svo og nafn og nafnnúmer framfær- anda. Síðasti skráningardagur er 22. maí nk. Garðyrkjustjóri. Vinnuskóli Akureyrar Starf forstöðumanns við Vinnuskóla Akureyrar er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í verkstjórn, og menntun á garðyrkju- sviði. Vinnuskóli Akureyrar óskar einnig að ráða flokks- stjóra til starfa í sumar. Reynsla í verkstjórn æski- leg. Nánari upplýsingar gefur skrifstofa Garðyrkju- deildar í síma 25601 frá kl. 9-12 daglega. Skriflegar umsóknir sendist til Akureyrarbæjar, Garðyrkjudeildar, P.O. Box 881, 602 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 17. maí nk. Garðyrkjustjóri. í Dynheimum Það er ekki ýkja langt síðan nokkrir nemendur úr sjö- unda, áttunda og níunda bekk Gagnfræðaskóla Sauð- árkróks komu í heimsókn til Akureyrar og tróðu upp í Dynheimum. Unglingarnir sýndu valda kafla úr söng- leiknum Gretti eftir Egil Ólafsson og tókst sýningin ákaflega vel. Heimsókn þessi er liður í auknum samskiptum á milli nágrannabyggðarlaga á Norðurlandi, sem komið var á í tilefni af ári æskunnar. Unglingar frá Akureyri hafa farið í svipaða heimsókn til Dalvíkur fyrr á árinu og í bígerð eru fleiri slíkar heim- sóknir unglinga. Um 120 unglingar sáu Gretti í Dyn- heimum og voru undirtektir mjög góðar að sögn Stein- dórs Steindórssonar um- sjónarmanns Dynheima. Vildi hann koma á framfæri þakklæti til Sauðkræking- anna fyrir konunglega skemmtun sem og einstak- lega góða framkomu, en unglingarnir gistu í Dyn- heimum og voru alveg til fyrirmyndar eins og Stein- dór orðaði það. - mþþ Vel heppnuð heimsókn Myndir: KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.