Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 17

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 17
10. maí 1985- DAGUR- 17 Heimsfrœgur píanó- leikari í heimsókn Píanóleikarinn Dag Achatz kemur til Akureyrar, en hann er mikill aufúsugestur í tón- leikasölum heimsborganna. Dag Achatz leikur á tón- leikum í sal Tónlistarskólans á Akureyri þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30. Kuldá Akureyri Sigtryggur fyrrverandi tromm- ari Þeysara, núverandi „Kukl- ari“ og Björk Guðmundsdóttir úr Tappa tíkarrassi halda tón- leika að Möðruvöllum, raun- vísindahúsi MA, á mánudags- kvöldið. Fjörið byrjar kl. 21.00 og það kostar 150 kr. inn. Það heyrir til stórtíðinda er slíkir tónlistarmenn heim- sækja bæinn, en Dag Achatz kemur til landsins á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík og Tónverks sf. Tónlistargagnrýnendur blaða og tímarita á borð við New York Times, Gramo- phone, The Times Harmonie og víðar, hafa verðið ósparir á lofsyrðin, þegar hljóðfæra- leik Dag Achatz hefur borið á góma, og samkvæmt þeirra skrifum hafa tónleikar hans þótt meiriháttar listaviðburður á þeirra bæ. Dag Achatz hefur heimsótt 20 lönd á tónleikaferðum sín- um og eru borgir eins og New York, London, París, Vín, Berlín og Moskva meðal tón- leikastaða. Túlkun hans á hljómsveitar- verkum, sem hann hefur um- ritað fyrir píanó þykir ganga göldrum næst, meðal slíkra verka eru sinfónískir dansar úr West Side Story eftir Bern- stein, Hnetubrjóturinn eftir Tchaikovsky og Eldfuglinn eftir Stravinsky. Bernstein hreifst svo af túlkun Dag Achatz að hann fékk hann til að umrita fleiri af eigin verk- um og flytja þau inn á hljóm- plötu. Hann hefur unnið til fjöl- margra verðlauna í alþjóð- legum tónlistarsamkeppnum eins og í Rudolf Ganz keppn- inni í Lausanne og keppni bæ- eríska útvarpsins í Munchen. Sœnsk vísnasöng- kona á Akureyri Um þessar mundir dvelur hér á landi sænska vísnasöngkon- an Thérése Juel. Thérése er búsett í Stokkhólmi, þar sem hún starfar við sænska útvarp- ið, en hún hefur þó jafnframt verið um langt skeið framar- lega í flokki vísnasöngkvenna þar í landi. Út hafa komið nokkrar breiðskífur með söng hennar, og nú nýlega ein slík, þar sem hún syngur lög við Lúðrasveiiarheimsókn frá Noregi Það er ekki á hverjum degi sem við fáum stórar lúðra- sveitir í heimsókn til Akureyr- ar. En nú mun Akureyringum gefast tækifæri að hlýða á tón- list 30 manna stórrar lúðra- sveitar. Er það lúðrasveit frá Musteri Hjálpræðishersins í Osló, Templet Hornorkester. Þessi lúðrasveit er talin vera ein sú besta sem við höfum á Norðurlöndum, og mun eng- inn svikinn af að koma og hlusta á hana. Templet Hornorkester á sér langa sögu, því hún hefur leik- ið fólki til blessunar og ánægju frá árinu 1888. Þó gömul sé eru flestir meðlimir hennar í dag ungir hermenn, og má þar á meðal nefna hinn unga og efnilega hljómsveitarstjóra hennar, Yngve Slettholm. Hann er auk þess að vera lúðrasveitarstjóri, duglegt tón- skáld og forseti í „Foreningen Ny Musikk“. Það er unun að hlýða á tón- listarflutning þessarar lúðra- sveitar. En meðlimir hennar leika ekki eingöngu á blásturs- hljóðfæri. í hópnum er ung stúlka sem er mjög efnilegur konsertpíanisti og einnig margt duglegt söngfólk. Því munum við einnig á tónleikun- um geta hlýtt á einsöng, þrísöng, fjórsöng og æskulýðs- kór, svo eitthvað sé nefnt. Með lúðrasveitinni kemur aðalritari Hjálpræðishersins yfir Noregi, Færeyjum og fs- landi, ofurstilautinant Einar Madsen ásamt konu sinni, Bergljótu. Hann er næstæðsti yfirmaður Hjálpræðishersins og kemur nú í fyrsta sinn hing- að til lands. Við munum fá að hlýða á mál þeirra hjóna á samkomunum. Söng- og hljómleikasam- komur verða haldnar í Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 14. maí kl. 21.00 og miðvikudag- inn 15. maí kl. 20.30. Einnig mun lúðrasveitin halda útitón- leika í Miðbænum kl. 16.00 á miðvikudag. Æskulýðskór Hjálpræðis- hersins á Akureyri mun einn- ig syngja á samkomunum. Samkomustjóri og túlkur verður kapteinn Daníel Ósk- arsson. Uppstigningardag heldur Subaru- og Nissan- sýning Bílasýning verður hjá Bif- reiðaverkstæði Sigurðar Valdi- marssonar á Akureyri um helgina. Stendur sýningin yfir laugardag og sunnudag, kl. 14.00-17.00 báða daeana. Á sýningunni verða sýndar Subaru og Nissan bifreiðar og sölu- og fjármálastjórar frá Ingvari Helgasyni verða á staðnum til skrafs og ráða- gerða. lúðrasveitin suður til Reykja- víkur, þar sem hún mun leika fram yfir helgi á samkomum sem verða haldnar í tilefni af 90 ára afmæli Hjálpræðishers- ins á Islandi. Vonandi nota sem flestir tækifærið að hlvða á bessa tón- leika. Aðgangur er ókeypis en fórn verður tekin. ljóð Martins Koch. Thérése er íslenskum vísnavinum að góðu kunn, en kynni hennar og þeirra hófust fyrir nokkrum árum, þegar hún kom hingað á vegum sænska útvarpsins, til að vinna að þætti um störf vísnavina hérlendis. Nánast tynr tilviljun komust vísnavinir að því að útvarps- konan leyndi á sér og við nán- ari eftirgrennslan kom í ljós að henni var fleira til lista lagt, en beina hljóðnemanum að söng- vinnum fslendingum, svo dæminu var snúið við og ári seinna kom Thérése aftur hingað og þá sem „vísnasöng- konan Thérése Juel". Þá hélt hún stórgóða tónleika í Nor- ræna húsinu og víðar við feiki- góðar undirtektir. Nú er hún komin aftur, og fyrir tilstuðlan Norræna húss- ins og vísnavina mun hún heimsækja Norðurland dagana 8.-12. maí. Það er Norræna húsið sem greiðir fararkostnað Thérése og Bergþóru Árna- dóttur, sem verður með í för- inni, fyrir hönd vísnavina, og munu þær stöllur að líkindum stilla sína strengi saman og að- stoða hvor aðra eftir þörfurn! Tónleikarnir sem eru á veg- um Norræna félagsins á Akur- eyri verða í Amtsbókasafninu sunnudaginn 12. maí kl. 16. íþrótír um helgina Fremur rólegt verður á íþróttasviðinu á Akureyri um helgina, og má segja að um sé að ræða lognið á undan storm- inum en knattspyrnuvertíðin hefst í næstu viku. Badmintonmenn verða þó á ferðinni í íþróttahöllinni, en þar fer fram Akureyrarmót í fullorðinsflokki. Keppnin hefst kl. 12 á laugardag. Fimleikaráð Akureyrar gengst fyrir Akureyrarmótinu fyrir stúlkur og verður það í Glerárskóla. Hefst keppnin kl. 16.30 í dag og verður síðan fram haldið kl. 13.30 á morgun. Sem fyrr sagði hefst íslands- mótið í knattspyrnu eftir helg- ina. Fyrsti leikurinn í 1. deild á Akureyri á þessu keppnis- tímabili verður á þriðjudags- kvöld á Þórsvelli en þá taka Þórsarar á móti íslandsmeist- urum Skagamanna. Keppnin í 2. deild hefst síðan nk. fimmtudag og verður þá leikin heil umferð. Við segjum nánar frá þessu í blaðinu á mánudag. JM‘ í Borgar- / / • Kvikmyndaklúbbur Mennta- skólans á Akureyri sýnir í dag og á morgun klukkan fimm, hina ágætu kvikmynd 1984 (Nineteen Eighty-Four), sem gerð er eftir samnefndri skáld- sögu George Orwell. Leikarar í myndinni eru ekki af verri endanum, og er þar helsta að nefna John Hurt og Richard Burton. Söguþráð myndarinnar er með öllu óþarft að tíunda, svo vel þekkt er saga Orwells. Það er því ekki um annað að ræða en að drífa sig í Borgarbíó. Miða- verð er krónur 130. ,J<Crúttmagakvöld“ Nú verða krúttmagar að fara að undirbúa sig fyrir krútt- magakvöld, því tvö slfk verða haldin í Sjallanum dagana 17. og 18. maí nk. Þetta er þriðja árið í röð sem slík krúttmaga- kvöld eru haldin, en þau eru eingöngu fyrir konur. nokkurs konar mótleikur við kútmaga- kvöld karlanna. Flóamarkaður Bíla- og búvélasýning verður haldin við Bílaverkstæði Dal- víkur á morgun laugardag. Sýningin hefst kl. 9.00 um morguninn og stendur til kl. 17.00. Starfsemi bflaverk- stæðisins verður kynnt ásamt úrvali af búvélum frá Búnað- ardeild Sambandsins. Þá gefst fólki kostur á að reynsluaka bíl ársins - Opel Kadett. Einn- ig verður kynning á kaffi frá Kaffibrennslu Akureyrar, Holtakexi og gosdrykkjum frá Sana. Geðverndarfélag Akureyrar gengst um helgina fyrir flóamarkaði og kaffisölu í Dynheimum. Opið verður laugardag og sunnudag frá kl. 13-18 báða dagana og um leið og gestir hressa sig á kaffi og vöfflum styrkja þeir gott mál- efni. Ýmislegt fleira er á döfinni hjá Geðverndarfélagi Akur- eyrar. Unnið er að fram- icvæmdum við húsnæði félags- ins að Ráðhústorgi 5, 3. hæð, og er félagið að koma sér þar fyrir. Þá verður í næsta mánuði merkjasala félagsins og vonast félagsmenn eftir jafn góðum viðtökum bæjarbúa og á síð- asta ári. Félagið vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem fært hafa því gjafir og áheit, lagt fram sjálfboðavinnu og lagt sig fram um að greiða götu þess á allan hátt. Ýmsar óvenjulegar heima- tilbúnar uppákomur verða á krúttmagakvöldunum. en leynigesturinn verður lands- frægur skemmtikraftur af sterkara kyninu og verður hann jafnframt kynnir. Öll skemmtiatriði eru samin og flutt af konum á Akureyri og úr nærsveitum og kennir þar ýmissa grasa. Forsala aðgöngumiða verð- ur í Sjallanum á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku, frá 18.00-20.00. Ekki verður tekið við pöntunum í sfma, nema frá utanbæjarkonum. Við segjum nánar frá krútt- magakvöldunum í næstu viku. Hvað er að gerast? Uppstigningardagur er nk. fimmtudag. Vegna þess kemur Helgar-Dagur ekki út í næstu viku. Þeir sem þurfa að koma á framfæri efni í þáttinn „Hvað er að gerast" fyrir mið- vikudagsblaðið, eru vinsam- lega beðnir um að skila efni fyrir hádegi nk. þriðjudag. Fyrsta skóflustungan hjá KA Á morgun kl. 14.00 verður tekin fyrsta skóflustungan að vallarhúsi KA á svæði félags- ins í Lundarhverfi. Það verða fyrstu stjórnar- menn KA sem þar verða að verki, en þeir eru Tómas Steingrímsson, Helgi Schiöth og Jón Sigurgeirsson. Á eftir verður boðið upp á knattspyrnuleik, og eru það strákar úr yngstu aldursflokk- um félagsins sem þar ætla að leika listir sínar. Þá verður hóf f félagsmiðstöð KA í kjallara Lundarskóla í tilefni dagsins og boðið þar upp á kaffiveit- ingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.