Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 16
16- DAGUR- 10. maí 1985 Stefán Tryggvason: Opið bréf til hita veitustjóra Kæru þið öll. Svo lengi má deigt járn brýna að það bíti, þessi fleygu orð duttu mér í hug í hádeginu mánudag- inn þann 22.04.1985 er ég hlust- aði á fréttirnar í útvarpinu. F>ar var talað við mann nokkurn í sambandi við upphitunarkostnað hans og hugsanlega breytingu á þeim kostnaði vegna breytinga á sölufyrirkomulagi Hitaveitu Ak- ureyrar á heitu vatni. Málið er mér skylt því ég undirritaður er þessi aumingjans maður. Par var líka rætt við ein- hvern tæknilegan ráðunaut H.A. að mig minnir, Þórð Vigfússon, og sagði hann að það sem ég hefði sagt væri ekki rétt. Þar fékk ég það óþvegið fram- an í mig, ég er farinn að ljúga opinberlega, að vísu að mati þessa manns. Hingað til hef ég reynt að ramba réttu megin laganna og að segja satt og ráðlagt fólki að gera slíkt hið sama, en nú virðist ég hafa misstigið mig hrapallega. Ég er nú uppalinn á eftirstríðs- árunum á þeim stað í bænum er óknyttir og hrekkir voru hvað mestir, þ.e.a.s. á Syðri-Brekk- unni, en aldrei man ég eftir því að nokkur okkar gæjanna segði ósatt, við vorum vanir að setja þann er gerði það út í kuldann, hann fékk ekki að vera með í leikjum um ófyrirsjáanlegan tíma. Við ættum ef til vill að taka upp þetta ráð. En höldum okkur við hita- veituna, um daginn komu heim til mín heiðursmenn og settu upp hjá mér rennslismæli því nú átti að gera sölufyrirkomu- lagið betra og réttlátara, menn færu að spara og greiddu fyrir það sem þeir notuðu. Ekki er ég á móti því, taldi mig bæði hafa sparað fyrir mig og ekki síður fyrir hitaveituna. Ég er einn af þeim sem var með rafmagns- upphitun en breytti þegar óskabarnið fæddist en er ekki al- veg búinn að breyta enn. Ég bý í húsnæði sem samkvæmt opinber- um plöggum er 152,8 mJ þar í er bílskúr. Ég kaupi 1,5 mínl af 68° til 70° heitu vatni og út fer það frá mér 24° til 26° kalt, þeir sem best vita hafa sagt mér að betur sé varla hægt að nýta vatnið. Þessi 1,5 mínl hefur yfirleitt nægt mér og þar sem forráða- menn hitaveitunnar hafa svo oft talað um vatnsskort hef ég ekki aukið notkun mína til að auka ekki á vanda þeirra hitaveitumanna. En bíðum nú við, ég fór að hugsa út í hvað maðurinn hefði sagt, ef til vill hafði ég reiknað vitlaust, ef til vill hafði ég litið vitlaust á mæl- inn og ef til vill var ég með vit- lausar forsendur? Mér er sagt af fróðustu mönnum að verð á tonn af heitu vatni frá óskabarninu eigi að verða 50 kr. pr. tonn síðan komi fast gjald er hljóði upp á 300 kr. pr. mínl. Síðan mælirinn leit dagsins ljós á mínu heimili hef ég fylgst með honum vandlega og umgengist hann af stakri kurtéisi sem hefur verið endurgoldin því í gegnum hann rúlla 2,2 m3 á sól- arhring sem mér var kennt í barnaskóla að væru 66 tonn í 30 daga eða á einum mánuði. Fyrir þetta ætti ég að borga samkvæmt forsendum mínum 3.750 kr. á mánuði, en í dag borga ég 1.770 kr. fyrir 1,5 mínl á mánuði. 100% hækkun á 1.770 kr. reiknast mér til að séu 3.540 kr. Ef þetta er eitthvað vitlaust hjá mér sæki ég um inngöngu í Glerárskólann næsta haust. Annað dæmi ætla ég að setja fram um þessa dulbúnu siðlausu hækkun, ef af verður? Móðir mín fjörgamall ellilífeyrisþegi kaupir í dag af óskabarninu 2,5 mínl, hún greiðir fyrir það í dag 2.950 kr. í gegnum hennar mæli renna á sólarhring 2,8 m3 og eftir sömu barnaskólaformúlunni verður hennar hækkun á mánuði ca. 1.200 kr. eða rúmlega 40%. En eins og ég sagði áðan þá gæti mað- urinn hafa gefið sér einhverjar aðrar forsendur fyrir sínum út- reikningum og sinni útkomu, en ágætu ráðamenn, þær forsendur vil ég fá að sjá opinberlega á prenti, þannig að ég og aðrir bæjarbúar getum sannfærst um að ekki sé á ferðinni þarna þessi dulbúna siðlausa verðhækkun langt umfram greiðslugetu bæjar- búa. Hitaveitustjóri, það er enginn að sakast við þig um hvernig staðið var að byggingu hitaveit- unnar á sínum tíma, þú varst ekki hér þá og við bæjarbúar ætl- um ekki að standa í neinum slagsmálum við þig eða hitaveitu- stjórn, en við látum ekki troða á okkur. Komið þið niður af þessum marmarastalli sem þið hafið reist ykkur og leggið dæmið fyrir okk- ur á sæmilega íslensku máli og segið satt og rétt frá. Skuldir hita- veitunnar eru skuldir okkar allra og við verðum að borga þær, en þessi leið sem þið eruð að fara núna er ekki fær sem stendur, það verður að fara aðra. Það verður að fá lengri frest á skuldum veitunnar og jafnvel ný lán hagkvæmari en þau sem hún hefur núna miðað við tímalengd og mynt. Þegar ég tala um mynt meina ég þessi dollaralán sem eru að ríða íslensku lánakerfi, húsbyggj- endum o.fl. út á ystu hyldýpis- brún. Einnig mætti að ósekju yfirfara rekstur hitaveitunnar og vita hvort ekki mætti þar eitthvað betur fara. Að minni hyggju er hitaveitan ekkert einkafyrirtæki heldur eigum við hana, bæjarbú- ar, og þeir sem stjórna henni eru til þess ráðnir af okkur. °ft seytlar í gegnum huga minn minningin um þegar ég Iét í fyrsta sinn hitaveituvatn renna í bað- kerið mitt, ég hélt upp á það með því að fá mér koníaksstaup. Þið góðu herrar eruð á góðri leið með að myrkva þessa ánægju- stund, því hugsanlega eftir 1. júní hef ég ekki einu sinni efni á því að fá mér bjórglas er ég fer í bað, ef ég hef þá efni á því að fara í bað. Að lokum þetta, ég ætla ekki að fara að munnhöggvast við einn eða neinn á opinberum vett- vangi en mig svíður þegar ég er sagður ljúga. Það fer nú að fara hrollur um gamlan Brekkupúka, sem er einn af þessum þögla meirihluta, þeg- ar fyrst fasteignagjöldin hækka um ca. kr. 6.000 á ári og svo síð- an upphitunarkostnaður um ca. kr. 24.000 á ári, maður fer þá að líta hýru auga á Davíðsborg. Virðingarfyllst, Stefán Tryggvason. 8369-1824 Pegar vos í vHluför Kona sem komin er nokkuð yfir nírætt sagði mér næstu vísu og hafði hún heyrt hana í bernsku. Líklega var hún ort um vinnumann. Kolskeggur við klæðalaut kjaftinn þandi óstúrinn: „Bónda þínum gefur graut, en gafst mér tóman súrinn. “ Arnór Sigmundsson kvað svo í verkfalli fyrir nokkrum árum: Hvað mun gerast? Víf og ver verkfalls herða biturt sverð. Ætli oss beri upp á sker, alltaf skerðist krónu verð. Næstu vísu kvað Arnór Sigmunds- son í sjúkrahúsi, eftir uppskurð: Sverðaþundi svíður und, synjar blundur griða. Aðeins sprundin mjúkri mund megna lund að friða. Jón A. Jónasson, Hrauni kvað svo til gamals manns er viðhafði óþarflega ljót orð um framvindu mannlífsins: Ömurlega allt er breytt. Æran frá þér gengur. Blótsyrðin þín bíta ei neitt blessaður, hjá þér lengur. Jón í Hrauni hefur þetta að segja um stökuna: Stakan getur mæðu meins magnað á vegi hálum, fátt þó hafi yljað eins óteljandi sálum. Verra hefur veðrið verið í góubyrj- un en nú gerist, þegar Jón í Hrauni orti næstu vísu. Pröngan skó oss þorri bjó, þungt hann hjó óragur. Finnst og nógum feykja snjó fyrsti góu dagur. Hjalti Finnsson gerði þessa vísu á fundi er merkur bóndi hafði flutt ræðu. Bændur geta gert kröfur eins og aðrir. Mætum bónda móður svall mjög svo annað veifið. Pessi sagðist þúsundkall þurfa fyrir reyfið. Til gamans eru gripnar í þáttinn vísur úr Ólafs rímu Grænlendings, eftir Einar Benediktsson. Kólga norðurs faðmar fjöll, fölvar strýkur grundir. Ólga storðar fossaföll fannabríkum undir. Ljóði hljóðu illa er okkar blóði farið. Óði þjóðar hefur hér helgar glóðir varið. Dýrra braga þrjóti þögn, þjóðlög íslands syngist. Nýrra daga söngvum, sögn sveitavísan yngist. Falla tímans voldug verk, varla falleg baga. Snjalla ríman stuðlasterk stendur alla daga. Vilhjálmur Benediktsson, ágætur húnvetnskur hagyrðingur, kvað þessar vísur: Upp skal kynda andans glóð, eyða úr lyndi trega, saman binda bjartan óð blítt og yndislega. Pegar vos í villuför við mig losar kæti, ástarbros af blíðri vör best ég kosið gæti. Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Forsælu- dal kvað þessa vísu á fyrsta degi góu, fyrir nokkrum árum: Lætur flakka fönn um skeið, fyllir slakka og móa. Heldur blakkan hristir reið hríðarstakkinn góa. Næsta dag kvað Ingibjörg þessa vísu: Góa mín, þótt gerist hart geðið nær að hlýna þegar sólarbrosið bjart blíðkar ásýnd þína. Ólafur Sigfússon kvað næstu vís- urnar þrjár: Um minn harm ei hirðir neinn, honum skal ei flíka. Ég get fullvel átt hann einn og ánægjuna líka. Hörð erstundum heimsins kynning, heilladag þó sérhver á er í mannsins endurminning ævi langa geyma má. Sorgin eyðist eins og reykur, ekki finnst þá stundin löng, brosir manni líkt og leikur lífið fullt af gleði og söng. Séra Hannes Bjarnason á Ríp orti er hann beið kirkjugesta: Hingað strjálast stöku kind strákarusl og kerlingar. Sumt er varla manns í mynd, mátulegt til hengingar. Rakel Bessadóttir kvað: Sólin vanga vermir hlý, von þótt gangi í sæinn. Bágt er að hanga ánauð í ævilangan daginn. Lífs á söndum leiðin dvín, liggur önduð staka, ómalöndin eru mín undir böndum klaka. Áður þrátt ég yndis naut, - við allt ég mátti glíma. Lifi ég sátt við liðna þraut, líður að háttatíma. Ólafur Sigfússon kvað: Engan ber ég hlekk um háls, hjartað laust við dróma. Get því eins og fuglinn frjáls flogið milli blóma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.