Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 3
10. maí 1985- DAGUR-3 Leiðrétting Pau slæmu mistök áttu sér stað í blaðinu sl. miðvikudag að með grein í miðopnu blaðsins þar sem fjallað var um skólaslit í Sam- vinnuskólanum að Bifröst 1. maí birtist fyrirsögn um Samvinnudag á Blönduósi. Er beðist velvirðingar á þess- um mistökum en hér að ofan seg- ir frá Samvinnudeginum á Blönduósi. Aðalfundur KÞ: Búvörudeildin starfi sjálfstætt Á aðalfundi KÞ sem haldinn var á Húsavík í síðustu viku voru að venju samþykktar margar tillögur. Meðal annars var þar samþykkt tillaga sem lýtur að Búvörudeild Sam- bandsins. í tillögunni sem samþykkt var samhljóða, er þeirri áskorun beint til aðalfundar Sambands ísl. samvinnufélaga, hvort ekki sé tímabært að endurskoða skipulagsmál bænda innan sam- vinnuhreyfingarinnar. Fundurinn telur að Búvörudeild Sambands- ins eigi að starfa sjálfstæðar, fá sjálfstæðan fjárhag og sérstjórn. Leggur fundurinn til að á aðal- fundi Búvörudeildar verði sem flestir fulltrúar kjörnir úr hópi framleiðenda og meirihluti stjórnar úr þeirra hópi. Jafnframt verði kveðið á um að enginn stjórnarmaður skuli sitja lengur en tvö kjörtímabil í senn. Samvinnudagur var haldinn á Blönduósi laugardaginn 20. aprfl. Þetta var m.a. alhliða kynning á framleiðslu- og sölu- vörum samvinnufyrirtækj- anna, líkt og verið hefur á fyrri samvinnudögum sem haldnir hafa verið á Akureyri og Pat- reksfirði. Á Blönduósi var samvinnudagurinn þó haldinn sem fyrsti liðurinn í Húna- vöku, sem Ungmennasamband Austur-Húnvetninga heldur. Einnig voru nokkur iðnfyrir- tæki í héraðinu meðal þátttak- enda, sem ekki eru tengd sam- vinnurekstrinum. Guðmundur Logi Lárusson starfsmaður LÍS sagði að sam- vinnudagurinn hefði verið hald- inn í félagsheimilinu á Blönduósi og að samtals hefðu 17 fyrirtæki kynnt þar framleiðslu sína. Með- al annars voru þar kynntar mjólkurvörur frá Mjólkursamlag- inu á Blönduósi, Mjólkursamlagi KEA og Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Osta- og smjörsalan kynnti þarna einar tíu tegundir af ostum og Grænmetisverslun landbúnaðarins kynnti uppskrift- ir og dreifði upplýsingaefni. Kjötvörur voru frá kjötvinnslu Sölufélags A.-Húnvetninga og Afurðasölu Sambandsins, og Sambandsverksmiðjurnar á Ak- ureyri kynntu sumarfatnað og skó með ACT-vörumerkinu. Margt fleira var kynnt þarna frá deildum og samstarfsfyrirtækjum Sambandsins, og einnig sýndi húsgagnaiðja Kf. Rangæinga á Hvolsvelli stofuhúsgögn og opið frá laugard. Ath 10-18 10-12 /— Hafnari og a Nýkomid - Nýkomn Vandaður og glæsilegur sumarfatnaður frá sænska fyrirtækinu Lindbeiss Sumarpils í stærðunum 36 til 50 Sólkjólar og sætar blússur í fallegu sumarlitunum Velklædd erkonan ánægð! uifi erólun ^telnunnat Greiðslukort Visa Eurocard Hafnarstræti 98 • Akureyri • Sími (96) 22214 sjúkrastóla. Nokkur heimafyrir- tæki kynntu einnig framleiðslu sína, m.a. brauðgerðin Krútt á Blönduósi, Rækjuvinnslan á Skagaströnd og Særún á Blöndu- ósi. Skemmtiatriði voru nokkur á samvinnudaginn, og einnig var tískusýning þar sem hópur starfs- fólks úr Sambandsverksmiðjun- um á Akureyri sýndi föt. Aðsókn var gífurlega mikil, því að sam- tals er talið að nær 2000 manns hafi komið þarna, og greinilega margir aðkomnir, því að íbúar á Blönduósi eru aðeins um 1200. Um kvöldið hélt svo Kf. Hún- vetninga hóf í félagsheimilinu þar sem var kvöldmatur, skemmti- atriði og dans á eftir. Gestir fylgjast með störfum matreiðslumanns af áhuga. Norðlendingar eru þekktar um allt land fyrir gæði Við erum alltaf að markaðssetja nýjar vörur. Það sem við kynnum nú: Rauðvínslegin læri og jurtakrydduð læri Umboðsmaður fyrir Norðurland er Heildverslun Valgarðs Stefánssonar hf. Akureyri. Sláturfélag Suðurlands Skúlagötu 20 Reykjavík. Samvinnudagur á Blönduósi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.