Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 9
10. maí 1985 - DAGUR - 9 [ : ■■ i-i- , -'f ' i . ■ : Benedikt Guðmundsson. ,/£á‘ ég verði ekki að sleppa golfinu í sumar - Benedikt Guðmundsson formaður Þórs á línunni - Benedikt Guðmundsson? - Já það er hann. - Þú ert nýlega tekinn við formennsku í íþróttafélaginu Þór á Akureyri, ekki satt? - Jú ég tók við formennsk- unni á aðalfundi í febrúar. - Og hvernig er? - Þessi spurning er erfið. Þetta er ekkert létt og er alveg nýr heimur fyrir mann. - Á hvaða hátt? - Ég hef starfað í handknatt- leiksdeild og handknattleiksráði og þess háttar, en þetta er bara allt annar handleggur. Við erum að tala um stórt félag eins og Þór er, og mér finnst hvíla mikil ábyrgð á mér sem formanni. Öll stjórnin sem tók við á aðalfundi í febrúar er skipuð nýjum mönnum og við vissum í sann- leika sagt varla að hverju við gengum. Mestur okkar tími hingað til hefur farið í að koma okkur inn í hin ýmsu mál. Við reynum að feta okkur áfram á eigin vegum að nokkru leyti, þótt allir séu tilbúnir til að leiðbeina okkur, og þetta er allt að koma. - Hver voru svo helstu verk- efnin sem blöstu við þegar nýja stjórnin komst til valda? - Mál númer eitt hjá Þór er stórátak í vallarmálunum. Við stefnum að því að girða allt okk- ar svæði í sumar og þekja það svæði sem við eigum fyrir norð- an malarvöllinn út að Skarðs- hlíðinni. Við eigum þarna tvo hektara lands sem við viljum fara að koma í notkun eins fljótt og hægt er. Þetta verða dýrar framkvæmdir. - Og árið 1985 mun vera merkisár í sögu Þórs. - Já, félagið verður 70 ára 6. júní og við ætlum að leggja metnað okkar í að fagna afmæl- isárinu á ýmsan hátt. Við ætlum að gefa út afmælisblað og á af- mælisdaginn stefnum við að því að vera með einhverja skemmti- lega tilbreytingu. Annars verður sumarið auðvitað afmælissumar og allar okkar uppákomur verða afmælisuppákomur. I haust stefnum við svo að því að halda veglegt afmælishóf í tilefni þess- ara merku tímamóta. - Hvað eru margir félagar í Þór? - Þeir eru á annað þúsund. Það eru margir sem hafa dottið út af félagaskrá vegna flutninga t.d. en eru áfram félagar, sumir æfa hér og taka þátt í starfi á ýmsan hátt án þess að komast nokkru sinni á skrá þannig að það er erfitt að segja nákvæm- lega til um þetta, en við erum eitthvað á annað þúsundið Þórs- arar. - Það er dýrt að reka íþrótta- félag, hver er velta íþróttafé- lagsins Þórs? - Aðalstjórn félagsins veltir ekki miklum peningum en deild- irnar og þá aðallega knatt- spyrnudeildin eru með veltu sem skiptir milljónum. Þeir pen- ingar sem aðalstjórn hefur til umráða eru peningar sem koma frá íþróttasjóði til framkvæmda og framlag bæjarins. í ár höfum við 220 þúsund til framkvæmda frá íþróttasjóði, 375 þúsund frá bæjarfélaginu og af þeirri upp- hæð fara 250 þúsund í fram- kvæmdir og 125 í reksturinn. - Og þess sem á vantar er afl- að með hinni „hefðbundnu" betliaðferð? - Já það fer mestur tími þeirra sem eru í forsvari í íþróttahreyfingunni í það að afla peninga á einn eða annan hátt og það gengur á ýmsu. Það fer mikið eftir því hvernig ástandið er í þjóðfélaginu, ef illa árar finnum við í íþróttahreyf- ingunni það strax. - Nú ert þú „gamall jaxl" úr handboltanum og knattspyrn- unni sem er búinn að leggja keppnisskóna upp á hillu. Er hægt að finna tíma fyrir eitthvað annað en að stunda vinnu og gegna formennsku í Þór? - Það verður eitthvað lítið sem hægt verður að gera meira. Ég hef aðeins komið við upp á golfvelli undanfarin ár þótt ég hafi ekki unnið nein stórafrek þar, en ætli ég verði ekki sleppa golfinu í sumar, ég held það því miður. - Jæja Benedikt, ég þakka þér fyrir spjallið og vertu bless- aður. - Takk sömuleiðis. gk-. U landaöir sjaváréttu í skt nvristuðubrauc . siljad lambalæn \ is siktum túmat. \ \ g ænmeti 1 \ \ kt im kartöflum. | \ ir wnnukckur. \Kr. 680, nep m/djúp \ steikt ílfylltar Hljomsfeit riifidansí til T) lautan leikur ' amtidiskáteki. / Laugafrdagurlll. tnaí \ |Opnað/kl. 18,00. prfá sæti laijs í mat. 1 Töfraflauran skemmtir! Tískusýning frá versluninni Sif. kjallarinn Fostudagur 10. mai Dúett Snorra og Matta leikur létt lög. Simnudagur og manudagur Dúettinn sem sló svo rækilega í gegn um síðustu helgi, Andri Bachmann. LETTIH Firmakeppni Hestamannafélagsins Léttis verður haldin laugardaginn 11. maí á hringvelli félagsins í Breiðholti ki. 2 e.h. Knapar mæti kl. 13.30 stundvíslega. Nefndin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.