Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 13

Dagur - 10.05.1985, Blaðsíða 13
10. maí 1985 - DAGUR - 13 Sveltur sitjandi Á síðustu árum hafa augu manna opnast fyrir því hve ferðamanna- iðnaðurinn er gífurlega mikilvæg- ur hverju byggðarlagi. ísland er vaxandi ferðamannaland og ferðamálafrömuðir hafa spáð mikilli aukningu á ferðamanna- straumi ti! landsins á allra næstu árum. Bæjarfélög eru misjafn- lega í stakk búin til að taka á móti þessari aukningu en það er ljóst að samkeppnin hefur harðn- að mikið. Erlendir ferðamenn þýða gjaldeyri - fjármagn til at- vinnulífsins og þjónustugreina. Ekki er óvarlegt að áætla að tekj- ur af ferðamannaþjónustu færi mestu ferðamannabæjunum hér á landi svipað og nokkur meðal fyrirtæki. Eitt sinn settu menn samasem- merki á milli ferðamannaþjón- ustu og Akureyrar. Akureyri var í fararbroddi en eins og á svo mörgum öðrum sviðum virðist bærinn vera að glutra forystunni niður. Akureyri er svo sem enn í þjóðbraut, veðursældin er hin sama og nálægðin við Mývatn en önnur bæjarfélög hafa saxað á forskotið með öflugri kynningar- starfsemi og áróðri. Eitt sinn þótti íslendingum sjálfsagt að bregða sér á skíði til Akureyrar. Hlíðarfjall var paradís íslenskra skíðamanna en eins og allir vita heyra þessir tímar sögunni til. Önnur bæjarfélög hafa bætt sína aðstöðu á meðan Akureyringar karpa um lyftugjöld og skíða- hótelið sáluga grotnar niður. Þetta er ástandið í hnotskurn - sveltur sitjandi kráka en fljúg- andi fær. Ástandið í hótelmálum á Ak- húka ureyri er auðvitað löngu lands- frægt og „frægðin“ hefur spurst til útlanda. Beri svo við á þessari þotuöld að þota lendi á Akureyr- arflugvelli með útlendinga „af einhverjum óskiljanlegum ástæð- um“ mega hinir sömu búast við því að þurfa að sofa í farartækinu sjálfu eða milli spilakassanna á flugvellinum. Að vísu er loksins farið að rofa eitthvað til en betur má ef duga skal. í Reykjavík byggja bændur viðbót við Hótel Sögu sem nemur meiru en öllu hótelrými á Akureyri en þessi viðbót dugar þó engan veginn til. Öll hótel eru yfirfull í höfuðborg- inni en fáir nenna að leggja leið sína til Akureyrar til að liggja í tjaldi. Slíku nennir fólk ekki nema á náströndum. „Nývirki“ Nýlega var sýnd í sjónvarpi mynd um skíðabæ í Sviss. Þar var helj- armikil rennibraut aðalaðdrátt- araflið. Ferðamenn koma hvaðanæva úr heiminum og gapa á þetta furðuverk eins og naut á nývirki. Rennibrautin hef- ur vafalaust kostað skildinginn en hún er fyrir löngu búin að færa bæjarfélaginu milljónir á milljón- ir ofan í hreinan hagnað. Hvernig væri nú að bæjarstjórn Akureyr- ar eða framsýnir menn með aura- ráð hefðu forgöngu um að útvega Akureyri einhvers konar „ný- virki“ sem laðað gæti að ferða- menn. Slíkt þyrfti auðvitað ekki að vera „rússíbani" frá Skíða- stöðum og niður í bæ en eitthvað ætti að vera hægt að gera. Hvern- ig væri t.d. að styðja rækilega við bakið á þeim mönnum sem ætla að halda hér hundadagahátíð í sumar? Hátíð þessari er ætlað að koma í stað karnivalsins sem fór af stað í fyrra. Nú má vel vera að • Loftmynd af Ráðhústorgi. Eins og sjá má er gráupplagt að „loka“ torginu með góðri byggingu. það hummi í einhverjum enda var karnivalið hálfgert fíaskó. Veður voru válynd en það sem verra var, bæjarbúar gengu ekki af heilum hug til leiks. Flestir mættu, ekki til að sýna sig heldur til að sjá aðra. Helst til að sjá nágrannana „gera sig að fíflum". Slíkur útnesjahugsunarháttur gengur ekki á karnivali. Samt sem áður gerðu aðilar eins og forráðamenn Sjallans sig seka um slíkan aulahátt. Þar var karnival- klæddu fólki úthýst þrátt fyrir að rækilega væri auglýst að veitinga- yhús bæjarins yrðu opin í anda karnivalsins. í fyrra brást skipulagningin en nú eru skipuleggjendur á einu máli um að láta ekki þau mistök endurtaka sig. En það er sama hvað allri skipulagningu líður. Ef bæjarbúar og bæjarstjórn taka ekki heilshugar þátt í hundadaga- hátíð í sumar þá lognast hún út af og óhætt er að kveðja fjölda ferðamanna í síðasta sinn um leið. Ráðhústorg En það er ekki nóg að halda bara hundadagahátíð eða karni- val. Það þarf auk þess að hressa upp á bæjarbraginn. Það þarf að rífa verstu kofana við göngu- götuna og byggja þar almennileg hús sem ekki eru bænum til skammar. Það má vera að ein- hverjir telji það bænum til fram- dráttar að hafa hér rakarastofu, að hruni komna við aðalgötu bæjarins. Húskofa á borð við þá sem við sjáum í lélegum kúreka- myndum frá því fyrir stríð. Þeir sem þannig hugsa ættu að gefa sig fram á Minjasafninu hið fyrsta. Hvernig væri nú að taka ærlega til hendinni á Ráðhústorgi þannig að torgið geti í framtíðinni staðið undir nafni? Það sem í fyrsta lagi þarf að gera er að Akureyrarbær á að kaupa Nýja bíó og breyta því í ráð„stefnu“hús þar sem jafn- framt væri hægt að hafa hljóm- leikasal. Sýna mætti þar leikrit og þar þyrfti að vera veitingastaður. Auðvitað kostar þetta peninga og það þarf að byggja við eða ofan á húsið en er það ofverk Akur- eyringa? Lengi hefur verið um það rætt að Kaupfélag Eyfirðinga byggði stórmarkað á hominu gegnt Nýja bíói. Nú er lag til að semja við KEA um að byggja þarna hús sem lokað gæti torginu norðaust- an megin. Best væri að þessi bygging næði allt frá Landsbankahorni að Nýja bíói því þegar þetta skjól kaupfélags- ins væri upp komið væri gráupp- lagt að ráðast í byltingarfram- kvæmdir á sjálfu torginu. Akureyringar hafa hlotið verð- skuldað lof fyrir göngugötuna og þá á ég við sjálfa framkvæmdina. Það dylst hins vegar engum að göngugatan er til lítils annars brúkleg en að ganga á henni. Sól- ar nýtur þar ekki nema skamman tíma á degi hverjum. Nú ættu bæjaryfirvöld hins vegar að stíga skrefið til fulls og breyta Ráð- hústorgi í göngutorg. Banna þar bílaumferð, framlengja göngu- götuna og byggja loks veglegan gosbrunn. Túnbletturinn sem nú er á miðju Ráðhústorgi er vita gagnslaus. Það er helst að drukk- ið fólk hendi þangað flöskum og glösum og grasið forðar þá frek- ari flöskubrotum. * Utiveitingar Á hellulögðu Ráðhústorgi mætti hafa skemmtilega útiveitinga- staði. Þar nýtur sólar og ef ein- hvers staðar á íslandi er hægt að hafa slíka veitingastaði þá er það á Ráðhústorgi á Akureyri. í Noregi þar sem ég þekki örlítið til er opnun útiveitingastaðanna hluti af sjálfri sumarkomunni. „Uterestaurantarnir" eru venju- lega opnaðir um eða eftir páska þegar sól er farin að hækka á lofti. Hér á Akureyri yrði senni- lega ekki hægt að koma þessu við með góðu móti fyrr en um miðj- an júní en opnun útiveitingastað- anna gæti þá t.d. markað upphaf hundadagahátíðar eða tengst 17. júní. Það er ekkert launungarmál að aðalaðdráttarafl útiveitinga- staðanna í Osló og annars staðar í hinum siðmenntaða heimi, er að stórum hluta til fólgið í bjórnum. Það kann kannski að koma templ- urum á óvart en út um allan heim koma menn saman á veit- ingastöðum úti og inni og fá sér eina til tvær bjórkollur saman. Sumir fá sér meira að segja meira en það er þeirra mál. Útiveitingastaðir og skemmti- legt Ráðhústorg á Akureyri gætu skapað bæjarfélaginu miklar tekjur. Það er kominn tími til að menn láti hendur standa fram úr ermum og reyni að gera eitthvað áður en Akureyri verður endan- lega breytt í sumarbústaðaný- lendu Reykvíkinga. Eitt er það sem ég rak mig áþreifanlega á þegar ég stóð í því að hengja upp auglýsingar fyrir Dags-mótið í kraftlyftingum á dögunum. Það vantar alveg stað hér í bænum fyrir auglýsingar af þessu tagi. Fæstir þeirra sem standa í að auglýsa hitt og þetta hirða um að fá leyfi til að hengja auglýsingarnar upp. Fullorðið fólk og unglingar á dapurlegu þroskastigi sóða síðan allt út með því að gera það að leik sínum að rífa auglýsingarnar niður þannig að rifrildin lenda út um allar jarðir. Þarna getur Akureyrar- bær bætt úr sóðaskapnum með þvt' að koma upp trévirki sem hægt væri að hengja þessar aug- lýsingar á. Það væri t.d. vel við hæfi að bærinn setti upp 20 til 30 metra langan timburvegg á flöt- inni fyrir neðan Samkomuhúsið, þar sem hægt væri að hengja auglýsingar á. Þá á ég auðvitað við alvöru auglýsingar eins og Dagsprent hefur t.d. gert fyrir félagasamtök. Um auglýsinga- plássið væri svo hægt aó sækja til bæjaryfirvalda þannig að auglýs- ingastarfsemin væri með vitund og velvilja bæjarins. Á þessi atriði er hér minnst vegna þess að það virðist lítil löngun í bæjarstjórninni og emb- ættismenn virðast flestir sama markinu brenndir. Krákan er komin með rasssæri og nær hung- urmorða - er ekki kominn tími til að hún hefji sig til flugs? Eiríkur St. Eiríksson blaðamaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.