Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 20. mars 1986 á Ijósvakanum. Jón Gústafsson heldur áfram að fjalla um ungl- ingana í frumskóginum annað kvöld. FIMMTUDAGUR 20. mars 11.10 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Vedurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Um kirkju og trú. Umsjón: Gylfi Jónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Á ferð um ísrael vorid 1985“. Bryndís Víglundsdóttir segir frá (4). 14.30 Á frívaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynrur óskalög sjómanna. 15.15 Frá Suðurlandi. Umsjón: Hilmar Þór Haf- steinsson. 15.40 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Vedurfregnir. 16.20 Tónlist tveggja kyn- slóða. í þetta sinn velja Gunnar H. Blöndal bankafulltrúi og Haraldur G. Blöndal bankamaður sér lög af hljómplötum og skiptast á skoðunum. Sigurður Ein- arsson sér um þáttinn. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttmn. 20.00 Á ferð með Sveini Einarssyni. 20.30 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói - Fyrri hluti. Stjórnandi: Thomas Sand- erling. 21.10 „Ég sem aðeins hef fæðst". Þáttur um perúska skáldið Cesar Vallejo. Umsjón: Berglind Gunn- arsdóttir. Lesari: Áslaug Agnars- dóttir. 21.40 Hamrahlíðarkórinn syngur í Háteigskirkju. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma (46). 22.30 Fimmtudagsumræð- an - Unga fólkið og fíkni- efnin. Stjórnandi: Ásdís J. Rafnar. 23.30 Kammertónleikar. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FOSTUDAGUR 21. mars 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Ðæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Beta, heimsmeist- arinn“ eftir Vigfús Björnsson. Ragnheiður Steindórsdótt- ir les (5). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurð- ur G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Sögusteinn." Umsjón: Haraldur I. Har- aldsson. (Frá Akureyri) FIMMTUDAGUR 20. mars 10.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Ásgeir Tóm- asson og Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé. 14.00 Spjall og spil. Stjórnandi: Ásta R. Jó- hannesdóttir. 15.00 Djass og blús. Vernharður Linnet kynnir. 16.00 í gegnum tíðina. Þáttur um íslenska dægur- tónlist í umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.00 Einu sinni áður var. Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktímabilinu, 1955-1962. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlust- enda rásar tvö. Páll Þorsteinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunn- ar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Davíðsdótt- ur. 22.00 Rökkurtónar. Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Þrautakóngur. Hér hefur göngu sína nýr spurningaþáttur í umsjá Jónatans Garðarssonar og Gunnlaugs Sigfússonar. Þættirnir verða tíu að tölu og í hverjum þeirra spreyta tveir keppendur sig á spurningum um allt milli himins og jarðar. 24.00 Dagskrárlok. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16, og 17. 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp. hér oq þac Mmningarsjóður fyrir sænsku konungsbömin Hér skoða þau Silvia og Carl Gustaf myndaaibúm sænska hirðljósmyndar- ans. Sænski hirðljósmyndarinn hefur tekið ógrynni af myndum af þeim Victoriu, Carli Philip og Madeleine og þau Silvia drottning og Carl Gustaf konungur hafa alltaf jafn mikla ánægju af því að skoða myndirnar af börnunum sínum. I þeirri trú að lesendur Dags hafí e.t.v. ánægju af því líka gerumst við það djörf að „stelast“ til að birta nokkrar myndir. Victoria er stóra systirin sem gerir sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem bíður hennar Ríkisarfinn Victoria, lítil og sæt átta ára stúlka, lifir lífinu eins og hver önnur skólastúlka á hennar aldri svona dagsdaglega. Hún gengur í almennan skóla og á þar sína félaga og vini. Að sjálfsögðu vakti það nokkra athygli fyrst að það var prins- essa í bekknum, en nú er henni tekið eins og hún Carl Philip er mikill skíðakappi - kannski verður hann eins dugiegur og Ingimar Stenmark, hver veit? er, þ.e. reglulega indæl lítil stúlka. Victoria er alsátt við hinn „konunglega" hluta af lífi sfnu. Hún leggur sig fram við að læra allt það sem ríkisarfi verður að tileinka sér og tekst reglulega vel. Foreldrar hennar styðja líka dyggi- lega við bakið á henni og eru greinilega stolt af því hve henni tekst vel upp. Það var gaman að heimsækja dýragarðinn á Skansinum og hér er Victoria með litla vatnaskjaldböku. Carl Philip er bestur í sér - og er ákafur í að kyssa sína nánustu Carl Philip virðist vera sá tilfinninganæmasti í sænsku konungsfjölskyldunni og það er honum eðlilegt að sýna systrum sínum og foreldrum blíðuhót sem oftast. Pað að vera í miðjunni í systkinahópi getur haft ákveðin vandamál í för með sér og Carl Philip er Hápunkturinn á heimsókninni í dýragarðinn var að onslöneunni. fá að halda á pyt- # Standandi fjör! LOKSINS.LOKSINS... Loksins hvað? Jú PAN- hópurinn verður f Sjallan- um á föstudagskvöldið. Þar verður víst allt sýnt. Ég á við allt dótið sem þetta ágæta kynlffshjálp- artækjasölufyrirtæki hef- ur á boðstólum, bæði...nei annars, sjón er sögu rík- ari segja þeir sem farið hafa sérstaklega til Reykjavíkur að sjá þenn- an líflega söluvarning, og þetta unga fallega fólk, - meira að segja fólk sem tengt er Verslunarskólan- um. Gárungarnir segja að biðröð hafi þegar mynd- ast við Sjallann, öll borð upppöntuð og mönnum gefinn kostur á að standa...milli borða með- an sýningin fer fram. Samkvæmt Ijósmyndum sem okkur landsbyggða- mönnum hafa borist gegnum dagblöð úr Reykjavík er þessi marg- nefndi PAN-hópur hinn föngulegasti og ekki að efa að „standandi“ fjör verður í Sjallanum á föstudagskvöldið. • PAN í einkasam- kvæmum R/leira um PAN-hópinn og hans ágætu sýningar. Ekki er nóg að hópurinn sýni á veitingastöðum höfuðborgarinnar, heldur hefur hópurinn verið með sýningar í viðurkenndum karlaklúbbum, svo sem hjá frímúrurum og fleiri ágætum félögum. Þykja þessar einkasýningar afskaplega hressandi fyrir andann. Enda héfur unga fólkið sem sýnir hjálpar- tækin sagt að það sé mjög gaman að sýna á slíkum stöðum. Ekki fer sögum af því hvort hópurinn hafi fengið tilboð um sýningar í slíkum klúbbum á Akur- eyri, en hvenær er árshá- tíðin hjá.? # Missti minnið „Læknir, læknir, ég hef misst minnið,“ hrópaði ungi maðurinn. „Hvenær gerðist það? „Hvenær gerðist hvað?“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.