Dagur


Dagur - 20.03.1986, Qupperneq 16

Dagur - 20.03.1986, Qupperneq 16
ngar — Kjúkdngar — Kjúktingar — Kjuklinqar \. CROWN J " CHICKEN ‘ AKUREYRI Skipagötn 12 - Sími 21464 Kjúkkngar em gœðafœða \ CROWN J CHICKEN • AKUREYRI Skipagqtu 12 ■ Sími 21464 Kaupa Skagstrendingar Merkúr RE? Nýja hliðarfærslan í Slippstöðinni hefur þegar sannað gildi sitt. Þessa dagana eru þrjú skip „á þurru“, þar á meðal Snxfellið, sem verið er að gera sjóklárt að nýju, eftir vélarbilun. Mynd: - KGA. „Þetta er nú svona álíka merkilegt og það sem mann dreymir,“ sagði Sveinn Ing- ólfsson framkvæmdastjóri Skagstrendings h.f. á Skaga- strönd, er hann var spurður hvað væri hæft í því að Skag- strendingur hygðist kaupa togarann Merkúr RE-800. Togari þessi er 969 lestir að stærð og var áður í eigu Bæjarút- gerðar Reykjavíkur og hét þá Bjarni Benediktsson. BÚR seldi togarann fyrir nokkrum mánuð- um og kaupandi var útgerð- arfyrirtækið Merkúr h.f. í Reykjavík. Nýju eigendurnir sendu skipið til Þýskalands í klössun og þaðan til Noregs þar sem verið er að breyta því í frystiskip. „Við erum alltaf að líta í kring- um okkur eftir skipi,“ sagði Sveinn „og við fengum að vita hvað Merkúr átti að kosta. Það eru hins vegar engar líkur á því að við verðum inni í því dæmi, Melrakki byggir nýja fóðurstöö á Sauðárkróki: Þetta er mikið mannvirki" 55 „Við erum að byrja, það er engin spurning. Annað hvort er að halda áfram loðdýrarækt á þessu svæði, eða ekki. For- sendan er sú að þeir sem eru að byrja loðdýrarækt og þeir sem eru þar fyrir, fái fóður fyr- ir dýrin. Bændur þurfa því að eiga birgðir af loðdýrafóðri sem öðru fóðri handa skepnum sem þeir eiga,“ sagði Reynir Barðdal loðdýrabóndi á Sauð- árkróki. Nú er verið að und- irbúa byggingu nýrrar fóð- urstöðvar á staðnum. Fyrirtækið Melrakki h/f hefur rekið fóðurstöð á Sauðákróki að undanförnu. Mikil þörf hefur verið fyrir slíka stöð og fram- leiðslan farið til loðdýrabænda í Skagafirði og Húnavatnssýslum. Allir loðdýrabændur á þessu svæði eru hlutahafar í Melrakka h/f. Svartfugl fær vínveitingaleyfi - „Fiðlarinn“ verður opnaður í næsta mánuði „Þá er þetta loksins frágengið mál og vínveitingaleyfið er komið,“ sagði Friðjón Árna- son veitingamaður Svartfugls h/f í Alþýðuhúsinu nýja og veifaði vínveitingaleyfí frá dómsmálaráðuney tinu. Eins og komið hefur fram stóð nokkurt þref um það hvort veita ætti Svartfugli vínveitingaleyfi. Áfcngisvarnanefnd Akureyrar sagðist ekki geta mælt með leyf- inu vegna eðlis og starfssviðs nefndarinnar. Svokölluð húsnefnd dóms- málaráðuneytisins, sem sér um eftirlit með vínveitingastöðum, kom til Akureyrar í janúar sl. og skoðaði aðstæður í Alþýðuhús- inu og mælti með leyfisveitingu ef vissar breytingar yrðu gerðar á húsnæðinu samkvæmt reglugerð- um um veitingahús. Unnið hefur verið að þessum breytingum undanfarna mánuði og er þeim nú að Ijúka. Er reiknað með því að Fiðlarinn, nýi veitingastaður- inn á efstu hæð Alþýðuhússins verði opnaður í apríl. „Þetta þýðir fyrir okkur að við höfum viðurkenningu fyrir því að við rekum fullgilt vínveitingahús með vínveitingaleyfi til matar- gesta og sérstakra samkomu- gesta. Samkvæmt okkar leigu- samningi er ekki heimilt að halda almenna dansleiki í húsinu, enda viljum við það ekki sjálfir,“ sagði Friðjón Árnason veitingamaður. gej- „Þetta er mikið mannvirki sem verið er að fara út í. Hugmyndin er að byggja fóðurstöðina í 2 áföngum. 1 fyrri áfanga verður byggður frystir undir unnið fóður og óunnið hráefni sem færi til vinnslu síðar,“ sagði Reynir. Hann sagði að gamla verksmiðj- an þjónaði vel sínu hlutverki og áframhald á nýju byggingunni færi eftir þeirri þróun sem ætti sér stað í loðdýraræktinni. „Ef fer sem horfir eigum við að geta unn- ið í gömlu stöðinni næstu 2 árin. Á þessu ári eru það 35 loðdýra- bændur sem fá fóður frá Mel- rakka h/f og stendur öllum opið að ganga í félagið sem ætla sér í loðdýrarækt í framtíðinni," sagði Reynir. Reiknað er með því að fóður- stöð Melrakka h/f framleiði 2600 tonn á þessu ári og 3500 tonn á næsta ári. Hráefni til fóðurgerðar er fengið hjá fiksvinnslustöðvum og sláturhúsum. Aðal uppistaðan Nú ættu allir skagfirskir rctir að geta orðið saddir. eru fiskbein og sláturúrgangur. Það sem við ætlum að gera með þessari byggingu og þessum stóra frysti, er að koma upp birgðum af fóðri, sem er forsenda fyrir því að þessi atvinnugrein geti blómstrað,“ sagði Reynir Barðdal. gej- því verðið sem sett er upp er langt fyrir ofan það sem við get- um hugsað um. Við erum aðal- lega að hugsa um rækjúSkip þessa stundina, það er helst það sem okkur vantar hérna núna. En við ætlum okkur auðvitað að fylgjast vel með öllum hreyfingum á markaðinum.“ BB. Hætta að reykja Nýlega hófust námskeið á Raufarhöfn og Kópaskeri fyrir reykingamenn sem vilja hætta að reykja. Tveim fundum er lokið af sjö sem fyrirhugaðir eru á næstu vikum. Á Kópa- skeri eru þátttakendur á nám- skeiðinu 23 og má það telja mikinn áhuga í tvö hundruð manna byggðarlagi en á Rauf- arhöfn eru þeir fjórir. Fyrsti fundurinn var undirbún- ingsfundur en á öðrum fundinum hætti fólkið að reykja. „Það er ekki komið í ljós hvernig fólkið hefur staðið sig og kemur ekki í ljós fyrr en eftir nokkra mánuði hver árangurinn verður,“ sagði Sigurður Halldórsson læknir sem stendur fyrir námskeiðinu og leiðbeinir ásamt Ingunni Svavars- dóttur sálfræðingi. „Margir segja að þetta sé stærsta einstaka heilsufarsvandamálið og þetta námskeiðahald er tilraun sem okkur hefur langað til að gera.“ IM „Eg er bundinn átthagafjötmm" - segír Gunnar Haraldsson, sem hyggst opna bílasölu á Akureyri „Þetta mál er að mestu frá- gengið,“ sagði Ingi Þór Jóhannsson stjórnarformaður Bílasölunnar h/f á Akureyri. Gunnar Haraldsson sem lengi rak Bílasalann h/f á Akureyri hcfur keypt gamla verkstæðis- hús B.S.A. og ætlað að stofna þar bílasölu í samvinnu við Bflasöluna h/f. Bílaverkstæði B.S.A. mun flytja starfsemi sína í Skála við Kaldbaksgötu, þar sem Birgir Stefánsson hefur starfrækt bif- reiðaverkstæði. Hann mun síðan flytja sína starfsemi í gömlu smurstöðina norðan B.S.A. verkstæðisins. „Ég og fjölskyldan vorum ákveðin í því að flytja suður, en það gekk ekkert að selja þær eignir sem við áttum hér og ekki fer ég að gefa ævistarf mitt,“ sagði Gunnar Haraldsson sem nú er búinn að kaupa húsnæði B.S.A. verkstæðisins og hyggst setja þar upp bílasölu. Samvinna verður með Gunnari og Bílasöl- unni h/f og mun hann annast sölu á þeim bílum sem Bílasalan hefur umboð fyrir. Nokkrar breytingar þarf að gera á húsinu áður en bílasala getur hafist þar og sagðist Gunn- ar reikna með því að opna í næsta mánuði. Húsnæðið er 530 fermetrar að stærð og hentar vel til þessarar starfsemi. „Annars var ég búinn að opna bílasölu í Reykjavík, en gat ekki selt eignir mínar hér, eins og ég sagði, svo það var ekki hægt að fara. Maður er bundinn átthagafjötrum hér,“ sagði Gunnar Haraldsson bíla- sali. gej- „Verðið er allt of hátt“ - segir Sveinn Ingólfsson, framkvæmdastjóri

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.