Dagur


Dagur - 20.03.1986, Qupperneq 11

Dagur - 20.03.1986, Qupperneq 11
20. mars 1986 - DAGUR - 11 Minning: Ý Hjalti Pálmason Grindavík F. 12. desember 1966 D. 14. janúar 1986. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn hinsta blund. V. Briem. Hjalti Pálmason frændi okkar er látinn, langt um aldur fram að- eins 19 ára gamall. Pað er mikið búið að skrifa um hann, þó lang- ar mig að setja nokkur kveðjuorð á blað. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, segir aldagömul kenning. Fyrst kynntist ég þessum litla dreng 2ja ára gömlum, þegar mamma hans kom með þá bræð- urna báða til okkar í Hrísey, og dvaldi með þá að sumarlagi, þá var Jón litli ekki nema 8 mánaða, en þeir voru mjög efnilegir eins og börn á þessum aldri eru séu þau heilbrigð. Alltaf get ég dáðst að því hvað Björg var mikil móð- ir, þó ung væri. Hjalti dafnaði vel og varð strax augasteinn allra, ekki síst ömmu og afa að Heiðarhrauni 41, enda heimagangur þar eins og þeir bræður báðir. Hjalti var á fiskvinnslubraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja svo var ljósmyndun mikið áhugamál hans og langt var hann kominn í tölvufræði, en mestan hug hans átti Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík, og hann fórst við æfingu á köfun í hraungjá. Slysin eru alltaf hörmuleg, en ég held að við verðum að hafa' þá trú að okkur sé ætlaður viss tími hér á jörð. Hjalti var laus við allt, sem glepur mörg ungmenni og fer stundum illa með þau. Hann var ekki allra en vinur vina sinna, hann var trúmaður og efaðist ekki um líf eftir dauðann. Ég veit að hann verður fljótur að komst áfram á nýjum slóðum. Síðast hittumst við 3. ágúst 1982 þá var hann bílstjóri hjá ömmu og afa í norðurferð. Alltaf er vinátta mikils virði í lífinu, ekki síst þegar svona svip- leg slys verða, Grindvíkingar, þar með talinn ungi presturinn þeirra, reyndust þeim svo vel að það er leitun að öðru eins og verður aldrei fullþakkað. Þrátt fyrir allt birtir él upp um síðir, og lífið verður að halda áfram, þótt daprir séu dagar nú. Björg og Óli eiga þrjú myndar- börn eftir til að lifa fyrir. Við kveðjum kæran frænda og vin og biðjum þann sem öllu ræð- ur að gefa ættingjum ha og vin- um huggun og styrk. Þes. Skipast veður á skammri stund er skinið breytist í myrkur og lífið verður sem logsár und og lítill mannanna styrkur. I Grindavík helfregn hjörtun slær og hryggð er í bæ og ranni þín vegna falla tárin tær trúfasti drengur sanni. Hér kveðja þig amma og afi þinn einnig pabbi og mamma með dýrlega minning um drenginn sinn er dvaldi hér ævi skamma. Léttir þó samt þá sorgartíð og sárin á alla vegu að minningin vakir björt og blíð um brosin þín yndislegu. K.B. Ý Nanna Tuliníus F. 13. desember 1911 - D. 12. mars 1986 Kveðja frá KA félögum Lífsbókinni er lokið hjá glað- værri, listelskri og góðri konu sem naut þess að gleðjast með glöðum. Ung að árum var hún í fimleikaflokki KA, sem sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930 undir stjórn Hermanns Stef- ánssonar, og þær létu sig ekki muna um það stúlkurnar að ganga 35 km leið frá Álafossi til Þingvalla. Menn hrifust af hæfni flokksins og Steingrímur Matthíasson læknir skrifaði í íslending um eina sýninguna: „Mér fannst ég sjá í álfhamar inn. Álfameyjar stigu dans og þreyttu leikfimi - limaburður og hreyfingar allar, ýmist snöggar og snarplegar eða stilltar og dún- mjúkar. - Hér var leikfimi, dans og söngur í senn hugðnæmt samantvinnað. Ég sat sem í leiðslu og horfði inn í annan heim, og sá æsku, fegurð og þroska, þar sem aldrei þarf læknishjálpar við, heldur í hæsta lagi læknisráða til verndar fjöri, fegurð og heilsu. En snögglega rankaði ég við mér. Hér voru hvorki álfameyjar né englameyj- ar né annar heimur. Því framan við mig sat séra Friðrik Rafnar og að baki mér Sveinn Bjarman. Ungmeyjarnar, seni skemmtu okkur, voru Akureyrardætur." Já Nanna var ein þessara Akureyrardætra og giftist árið eftir Tómasi Steingrímssyni stór- kaupmanni og fyrsta formanni KA. Um Tómas sagði Jón Sig- urgeirsson fyrsti ritari KA „að hann hefði stýrt félaginu af eld- legum áhuga og viljaþrótti,“ auk þess að vera fjöihæfur íþrótta- maður í fremstu röð. Það er því ekki að undra, að þessi glæsilegu hjón vektu áhuga afkomenda sinna fyrir íþróttum bæði barna og barnabarna. Enda hefur af- reksfólkið til skamms tíma verið í fremstu röð íslenskra íþrótta- manna og barnabarnið Nanna íþróttastarfið á Akureyri. En það vill allt of oft gleymast, hver hlut- ur og fórn eiginkonunnar er, þeg- ar eiginmaðurinn vinnur öllum stundum ólaunuð félagsstörf. Það var verið að byggja brú til betri heima, með því að efla æsku Akureyrar til afreka. Þessa brautryðjendastarfs frumherja KA hafa þúsundir Akureyringa notið í áranna rás. Við stöndum öll í ómældri þakkarskuld og orð mega sín lítils. KA-menn þakka allar góðu samverustundirnar og senda Tómasi og fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Jón Arnþórsson. Bjöm Sigurdsson, Baldursbrekku 7. Símar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hópfcrðir. Sætaferðir. Vöruflutningar Húsavík - Akureyri - Húsavík 21. mars til 2. apríl. Frá Húsavík Frá Akureyri Föstudag 21. mars kl. 9.00 kl. 17.00 Föstudag 21. mars kl. 13.30 kl. 17.00 Laugardag 22. mars kl. 13.30 kl. 16.00 Sunnudag 23. mars kl. 18.00 kl.21.00 Mánudag 24. mars kl. 13.30 kl. 16.00 Þriðjudag 25. mars kl. 9.00 kl. 16.00 Miðvikudag 26. mars kl. 9.00 kl. 17.00 Laugardag 29. mars kl. 13.30 kl. 16.00 Mánudag 31. mars kl. 18.00 kl.21.00 Þriðjudag 1. apríl kl. 18.00 kl. 21.00 Miðvikudag 2. apríl kl. 9.00 kl. 16.00 Mývatn - Laugar - Akureyri. Frá Reynihlíð Frá Laugum Frá Akureyri Föstud. 21. mars kl. 8.00 kl. 9.00 kl. 17.00 Miðvikud. 26. mars kl. 8.00 kl. 9.00 kl. 17.00 Þriðjud. 1. apríl kl. 17.00 kl. 18.00 Síðan venjuleg vetraráætlun. Sérleyfishafar. FRAMSOKN TIL FRAMFARA Ásgeir Arngrímsson útgerðartæknir er 3. á lista fram- sóknarmanna til bæjarstjórnarkosninga í vor. Hann verður til viðtals á skrifstofunni, Eiðsvallagötu 6 í dag, 20. mars kl. 17-18. Heitt á könnunni. Hittumst hress. Framsóknarfélögin á Akureyri bæði skíðadrottning íslands og keppandi á síðustu Vetrar-OI- ympíuleikum fyrir íslands hönd. Arin liðu, en alltaf áttu KA- menn sitt annað heimili hjá Nönnu og Tómasi og fyrir það skal nú þakkað sérstaklega að leiðarlokum. Á seinni árum átti Nanna við veikindi að stríða, en mætti þeim æðrulaus og kjarkmikil til hinstu stundar. Þetta áttu aðeins að vera fáein kveðjuorð til að þakka þann þátt sem Nanna átti í því að efla Stakir jakkar, glæsilegt úrval, tvðinepptir, einhnepptir, úr ullarefnum. Ljósu samkvæmisjakkarnir komnir aftur. Stakar buxur í úrvali (svartar með föllum nýkoinnar). Karlmannaföt, þrjár síddir, tvær víddir og yfirstærðir. Tvflmeppt föt frá Van Gfls úr grófti uílarefni tekin upp í dag. Smókingar, einhnepptir, tvflmepptir. Skyrtur, peysur, bindi, nærföt og margt Oeira. Smókingleiga Klæðskeraþjónusta 0 If^ |f^ Q Ö U M Hafnarstræti 92 (Bautahús suðurendi), sími 26708.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.