Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 5
20. mars 1986 - DAGUR - 5 Hvað skyldi hún ætla sér núna, sú stutta? ara ara Vélsleðamót í Mývatnssveit Um síðustu helgi fór fram snjósleðamót í Mývatnssveit, sem sótt var af snjósleðamönnum víðs vegar af landinu. Snjósleðakapparnir reyndu gæðinga sína í 2,4 km braut, sem lögð var í Þríhyrningsdal, sem er skammt vestan við Kröflu. í brautinni var 71 hlið og þar var jafnframt að finna hemlunarþraut og stökk- þraut. Einnig var farið í spyrnukcppni. Keppt var í þremur flokkum, miðað við afl vélsieðanna. Urslit í mótinu urðu sem hér segir: Brautarkeppni: Spyrnukeppni Vt míla: A-flokkur 65-100 hö. Heimili Vélsleði Lokatími A-flokkur 65-100 hö. Heimiii Vélsleði Lokatími 1. Ingvar Grétarsson Akureyri Polaris Indy 600 7:40.39 1. EyþórTómasson Akurevri Polaris Indy 600 17.27 2. Jón Ingi Sveinsson Árskógsstr. Polaris Indy 600 7:48.83 2. Ingvar Grétarsson Akureyri Polaris Indy 600 17.33 3. Hörður Sigurbjarnar Mýv.sveit YamahaV-Max 7:51.70 3. Viðar Eyþórsson Akureyri Polaris Indy 600 17.60 B-flokkur 54-64 hö. 1. Hinrik Árni Bóasson Mýv.sveit Polaris Indy 400 7:53.41 B-flokkur 54-64 hö. 1. Birgir Steingrfmsson Mýv.sveit SkiDooF.MX 18.24 2. Ingvar Jónsson Fnjóskadal Arctic Cat Cougar 7:53.85 2. Árni Grant Akureyri SkiDooF.MX 18.44 3. Ari Hallgrímsson Mýv.sveit Polaris Indy 600 8:10.14 3. Hinrik Árni Bóasson Mýv.sveit Polaris Indy 400 18.68 C-flokkur 0-53 hö. 1. Ófeigur Fanndal Mýv.sveit Yamaha Phazer 7:59.93 C-flokkur 45-53 hö. 1. Þorlákur Jónsson Mýv.sveit Yamaha Phazer 19.15 2. Þorlákur Jónsson Mýv.sveit Yamaha Phazer 8:03.65 2. Ketill Tryggvason Fnjóskadal Yamaha Phazer 19.30 3. Ólafur Ingimarsson Reykjavík YamahaPhazer 8:12.67 3. Pétur Pétursson Reykjavík Yamaha Phazer 19.65 Híísvíkingar Þingeyingar Dagur hefur fastráðið starfsmann á Húsavík. Það er Ingibj Magnúsdóttir, sem auk blaðamannsstarfa mun sjá um d ingu og auglýsingamóttöku fyrir blaðið. Við hvetjum lesendur blaðsins til að hafa samband við I björgu varðandi ábendingar um fréttir og efnisval. Einnig bendum við lesendum á, að Ingibjörg tekur á móti auglýsingum og tilkynningum í dagbók, t.d. varðandi afmæli og dánarfregnir (mynd má fylgja) svo eitthva nefnt. Sú þjónusta er lesendum að kostnaðarlausu. Ingibjörg hefur aðsetur í Stóragarði 3, sími 41585. Fastur skrifstofutími kl. 9-11, en er auk þess við á skrit unni á öðrum tímum. Heima: Sólbrekka 5,-sími 41529. stundum voðalega afbrýðissamur út í systur sínar. En þá fær hann að njóta umhyggju foreldra sinna og allt verður gott aftur. Carl Philip er heilmikill dugnaðarforkur og haldinn sterkum keppnisanda. Pabbi hans er aðalátrúnaðargoðið hans og hann er ákveðinn í því að vera eins duglegur og pabbi á sem flestum sviðum, jafnvel betri. Hann er byrjaður að sækja barnaheimili og hans helsta áhugamál þar er fót- bolti. Toppurinn á öllu er samt þegar guttarnir eru að keppa í fótbolta, þá koma nefnilega pabbi og mamma til að fylgjast með og þá er gaman að standa sig vel. Madeleine nýtur þess að vera til Madeleine litla er uppáhaldið í fjölskyldunni. Hún fer eins og hvítur stormsveipur um allt og er sífellt í leit að nýjum ævintýrum. Hún virðist vera óþreytandi og hún vill geta allt sem eldri systkini hennar geta. Það kemur alveg sérstakur glampi í augun á henni þegar henni detta ný prakkarastrik í hug og þá getur stundum verið betra að fylgjast aðeins með henni. Madeleine töfrar alla þá sem umgangast hana og pabba sinn hefur hún töfrað alveg upp úr skónum. Hann átti þess nefnilega ekki kost að hafa föður sinn til að leiðbeina sér og leika sér við þegar hann var lítill, svo hann er ákveðinn í að vera eins mikið með sínum börnum og hægt er. Það er heilmikið látið eftir Madeleine og hún fær að haga sér nokkurn veginn eins og hún vill, því það kemur að því nógu fljótt að hún verði að temja sér hirðsiðina og haga sér í samræmi við það. Ennþá fær óróaseggurinn að naga ser eins og hún vill, og hún veit svo sann arlega hvað hún vill. Kynningar Fimmtudaginn 20. mars kynnum við Daloon rúllurétti Vorrúlla - Kínarúlla - Pizzurúlla Föstudaginn 21. mars kynnum við Gold súkkulaði 300 gr stykki Ennfremur verður tilboðsverð á Alparós (ísblóm). Verð kr. 71.- pakkinn. Munið samvinnusöluboðið í versluninni. í páskamatinn bjóðum við Bæjonneskinku á tilboðsverði ásamt fjölda annarra rétta. Verið velkomin í Hrisalund vtsa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.