Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 9
Texti: Helga Kristjánsdóttir og Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir - Myndir: Gísli Tryggvason Til aö hafa smá lýðræði í þessu ákváðum við að tala líka við verkmenntskælinga... Stuðmenn frábærir Guðrún Birkisdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir: - Hvernig fílið þið Stuðmenn? „Æðislega vel. Við erum búnar að fara á mörg böll með þeim; í Atlavtk og svo þegar þeir koma hingað." - Hvernig finnst ykkur þeir vera á þessum tónleikum? „Þeir eru góðir en stemmning- in er alls ekki nógu góð, það eru svo fáir. Annars standa Stuð- menn náttúrlega alltaf fyrir sínu. - Þessir menntskælingar kunna bara ekki að dansa (hlátur).“ - Finnst ykkur að fólkið eigi að dansa og djöflast? „Já, það á að reyna að tjá sig eitthvað en ekki standa bara og glápa út í loftið.“ - Hver finnst ykkur flottastur í hljómsveitinni? „Ragnhildur, Egill og Valgeir." - En hvað með þau þegar þau eru sitt í hvoru lagi? „Valgeir er ekki góður einn en Egill er fínn og Ragnhildur er náttúrlega alveg frábær. Það var frábært þegar hún byrjaði í hljómsveitinni með þeim. Hún passar svo vel inn í og lífgar upp á „grúppuna"." - Nú eru Stuðmenn búnir að spila í mörg ár. Hafið þið fylgst með þeim lengi? „Nei, ekki frá upphafi, við erum ekki svo gamlar (meiri hlátur).“ - Hélduð þið kannski upp á „Spilverkið" meðan það var upp á sitt besta? (isdóttir. Berghildur Eria Bernharðsdóttir og Hildur Loftsdóttir. „Nei, við vorum svo litlar að við munum ekki eftir þeirri hljóm- sveit.“ - Finnst ykkur Stuðmenn koma of sjaldan til Akureyrar? „Ekkert sjaldnar en aðrir tón- listarmenn. Annars eru hljóm- sveitirnar farnar að koma oftar. Það er bara verst að þær koma alltaf allar í einu og maður veit ekkert á hverja er best að hlusta." - Hvers vegna fóruð þið að hlusta á Stuðmenn frekar en hina sem voru að spila í kvöld? „Bara af því að okkur langaði meira að hlusta á þá og þeir eru líka bestir af því sem boðið er upp á í kvöld.“ - Eitthvað að lokum? „Ja, Stuðmenn eru frábærir, en það er voðalega dauft yfir lið- inu, allt of fáir hérna.“ STUÐMENN Valgeir Guðjónsson Stuðmenn voru svo aftur með tónleika á sunnudagskvöldið í Sjallanum, það var eftir þá tón- leika sem við ræddum við Valgeir Guðjónsson en af mikilli hjarta- gæsku sinni veitti hann okkur örstutt viðtal fyrir hönd Stuð- manna. - Hvernig finnst ykkur að spila fyrir Akureyringa? „Það er gott, þeir fara alltaf batnandi." - Hafið þið hugsað ykkur að fara eitthvað í tónleikaferð um landið á næstunni? „Já mögulega - kannski frekar í sumar. Annars fer það eftir ýmsu." - Ég frétti að þið hefðuð verið úti í London, hvað voruð þið að gera þar? „Já, við vorum að taka upp plötu." - Og hvernig gekk? „Bara nokkuð vel.“ -- Hvenær býst þú við að hún komi út? „Ég veit það ekki - bara ein- hvern tímann." - Eruð þið ekki á leiðinni til Kína? „Jú, mikið rétt.“ - Hvernig kom það til? „Ja, fyrst báðum við stjórnina um að fá að koma. Þeir sögðu nei, en svo snérist þeim hugur.“ - Verðið þið lengi? „Já, við verðum í þrjár vikur sem gestir Alþýðulýðveldisins og komum svo hugsanlega við í öðrum löndum líka.“ - Nú eigið þið aðdáendur á nærri öllum aldri. Fyrir hvaða aldurshóp er best að spila? „Gamalt fólk. Annars fer það bara eftir því hvort fólkið er í góðu skapi og hvernig stemmning- in er. - Þetta fer eftir fólkinu." - Veist þú hvort þið verðið í Atlavík næsta haust? „Nei, ég hugsa bara ekki, ann- ars veit ég það ekki fyrir víst.“ - Af hverju stafa vinsældir Stuðmanna? „Bara af því að við erum svo skemmtilegir og spilum tónlist sem fólkinu líkar.“ - Hvernig er það að lenda í því að spila fyrir tómu húsi. Hefur það komið fyrir ykkur? „Já, já, við höfum lent í því. - Það er nú frekar leiðinlegt en við spilum yfirleitt best þegar það eru fáir.“ - Hvernig stendur á því? „Ég veit það ekki, ég skil það ekki sjálfur - það myndast bara einhver önnur stemmning.“ - Hvernig fannst ykkur útsetn- ingarnar á lögunum ykkar í söngvakeppninni? „Þær hefðu getað verið betri en við sættum okkur alveg við þetta. - Það þýðir ekkert að tala neitt um það.“ - Hafið þið hugsað ykkur að fara eitthvað meira út í gerð kvik- mynda? „Já, já einhvern tímann á næst- unni. En þær yrðu í allt öðruvísi stíl en hinar fyrri.“ - Hvernig fannst ykkur síð- ustu plötunni ykkar vera tekið? „Bara nokkuð vel.“ - Fannst ykkur hún fá réttláta dóma? „Já, við erum bara hætt að fá góða dóma, það er búiö með þá hvað sem við gerurn." 20. mars 1986 - DAGUR - 9 spurning vikunnac Hvað ætlar þu að gera um páskana? Hallgrímur Valdimarsson. Ef veður leyfir vonast ég til að komast í skíðagöngu með nokkrum félögum mínum á Þeistareyki. Annars ætla ég að vera heima, er vanur því og hef stundum verið við vinnu um páska. Hef ekki farið í nein páskaferðalög, en stundum í sumarbústaðinn minn sem er að Halldórsstöðum í Laxárdal. Örn Jensson: Ég ætla að vera heima á páskadag. Það getur vel verið aö við skreppum til Akureyrar eða í sumarbústaðinn, það höf- um við oft gert. Lengri ferðalög eru ekkert á döfinni. En sem sagt ég ætla að vera heima og ef til vill heilsa eitt- hvað upp á vini og kunningja. Kristbjörn Óskarsson: ig verð í Reykjavík um næstu lelgi, en um páskana verð ég eima. Ég ætla að fara f ferm- ingarveislu, svo ætla ég að slappa af og hafa það fínt og hvíla mig. Asa Jónsdóttir: Ég ætla að fara í fermingarveisl- ur og hafa það gott. Ég verð heima, er ekki vön að ferðast um páskana. Núna ætla ég sem sagt að stunda veislur, slappa af og svo ætla ég í kirkju. Arnar Björnsson: Vinna, hef svo margt á minni ■ könnu sem ég þarf að klára, bæði fyrir mitt fyrirtæki og verk- efni vegna kennslu í skólanum. Svo ætla ég að lesa eina góða bók, ég á margar góðar bækur ólesnar. Ég er nauðbeygðurtil að fara I fermingarveislu, það eru hund- leiðinleg mannamót. Hitt er ann- að mál að maður hefur taugar til krakkanna sem á að ferma, ég kenni þeim og var að segja að það yrði að vera skemmtilegt í síðasta tímanum fyrir fermingu því á eftir yrðu þau komin í krist- inna manna tölu, uppstríluð og glórulaus. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.