Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 20. mars 1986 viðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari.______________________________ Vald og valddreifing Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar, þar sem lagt er til að ríkisstjórninni verði falið að láta fara fram könnun á valdi í íslensku þjóðfélagi. Könnunin skal vera fólgin í því að rannsaka og greina hvernig háttað er völdum og valdahlutföllum stofnana og samtaka, bæði opinberra og óopinberra. Gert er ráð fyr- ir að könnun þessari verði lokið innan þriggja ára og niðurstöður hennar kynntar á Alþingi. í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Á undanförnum árum hafa orðið allmiklar umræður um hvernig háttað er beitingu valds hér á landi. Þær umræður hafa einkum snúist um hvernig valddreifingu er varið, þ.e. hvern- ig tengsl hins opinbera, ríkisins, og einstakra sveitarfélaga, byggðarlaga og landshluta eru. Einnig hefur talsvert verið rætt um innbyrðis afstöðu valdastofnana ríkisins og hvort æski- legt sé að breyta stjórnkerfinu að einhverju leyti til þess að breyta valdahlutföllum í land- inu. Enda þótt þessar umræður hafi oft á tíð- um verið hinar fróðlegustu, hefur nokkuð skort á að þær hafi verið markvissar og stund- um hafa hugtök verið lítt skýrð eða ekki. Sjálft hugtakið vald er margþætt og engin ein skil- greining fullnægjandi til að lýsa eðli þess og áhrifum eða birtingarformum. “ Það er ljóst að könnun á valdi og valddreif- ingu í þjóðfélaginu yrði viðamikil og seinleg en jafnframt mjög gagnleg. Hvað hið opin- bera áhrærir kæmi sannleikurinn í ljós um hvernig vald þess dreifist. Á síðustu árum hefur verið talað um að svokallað stofnana- vald ráði æ meiru í þjóðfélaginu. í mörgum málum hafa ríkisstofnanir í raun tekið sér það vald sem á að vera á Alþingi. Það er vissulega þörf á að rannsaka á hlutlausan hátt hvernig valddreifingunni í þjóðfélaginu er háttað. Hin síaukna miðstýring sem er í þessu þjóðfélagi veldur mörgum áhyggjum. Talað er um að „Reykjavíkurvaldið“ eflist dag frá degi og margar þýðingarmiklar ákvarðanir um málefni landsbyggðarinnar eru teknar í stofn- unum í Reykjavík. Öllum er kunnugt um þá andstöðu sem er ríkjandi hjá ráðamönnum gegn því að flytja einstaka ríkisstofnanir út á land. Menn þekkja mátt stofnanavaldsins og vilja ef til vill ekki missa einhvern hluta þess úr höfuðborginni. Rannsókn sem þessi yrði þarft innlegg í stjórnarskrárumræðuna og gæti hjálpað til við að ákveða hvort þörf er á að breyta stjórnkerfi þessa lands að meira eða minna leyti. BB. „Guð hefur áhuga á fleiru en trúmálum" - segir séra Hjálmar Jónsson í viðfali dagsins um söngvakeppni sjónvarpsins, fermingaro.fi. Það var áberandi, þegar upp- lýst var hverjir voru höfundar laganna sem komust í úrslit í söngvakeppni sjónvarpsins, hve margir þeirra voru þekktir atvinnumenn á sviði dægur- lagatónlistar. Þó leyndust nokkur ný nöfn innan um, þar á meðal var sóknarpresturinn og prófasturinn á Sauðárkróki, Hjálmar Jónsson. Hann átti texta við lag eftir Geirmund Valtýsson, gamalreyndan poppara. En hvernig stóð á því að prófasturinn átti þennan texta í sönglagakeppninni? „Það kom til af því að Geir- mundur Valtýsson hringdi til mín, tveimur eða þremur dögum áður en skilafrestur rann út og hann vantaði tilfinnanlega texta við lag sem hann hafði verið að semja. Ég tók illa í þetta vegna þess að ég hafði annað að gera, átti að mæta á fund Sálmabókar- nefndar í Laufási en svo hringir séra Bolli til mín og segir mér að það sé orðið ófært. Þá hafði ég lausa stund og settist niður við að semja þennan texta. Ég setti sál- artetrið í rómantískar stellingar og teiknaði þetta svona upp á til- tölulega stuttum tíma. Ég hef gaman af popptónlist og mér fannst líka gott að geta tekið þátt í þessu, ekki síst til að þakka tónlistarmönnunum sem lögðu kirkjunni lið með hjálparlaginu. Þar réttu þeir okkur hjálparhönd og ég hcf haft það í huga að undanförnu að svona samskipti kirkjunnar við aðra séu af hinu góða. Ég tel líka að guð hafi áhuga á fleiru en trúmálum." - Hefur þú áður fengist við smíði dægurlagatexta? „Já, eitthvað svolítið en ekkert af því hefur birst opinberlega. Ég sem skal ég segja þér meira af sálmum. Ég gerði þetta nú aðal- lega fyrir hann Geirmund.“ - Hefurðu samið mikið af sálmum? „Ég hef samið þá nokkra, já. Þeir verða helst þannig til að ég sit við að semja ræðu og þá er einhver sérstakur flötur sem kemur upp sem maður fer síðan að hugsa meira um og ef maður dvelur áfram við það þá endar það stundum með því að maður setur saman sálm um þetta til- tekna efni. Mér finnst það miklu áhugaverðara og mikilvægara en svona dægurlagatexti sem maður semur nú hugsunarlítið." - Hvaðan kemur þér skáld- skapargáfan? Nú hef ég fyrir satt að þú berir nafn Bólu-Hjálmars, forföður þíns og alnafna. Er gáf- an frá honum komin? „Ja, það er þá orðið býsna útþynnt því ég er sjötti liður frá honum. En það er áhugi fyrir kveðskap í ættinni. Ég hef stund- um sagt að afi minn hafi kennt mér að bera virðingu fyrir skáld- skapnum. Hann hélt stíft að mér skáldskapnum og ég á ekki erfitt með að koma saman vísu.“ - Þú ert þá ekki að reyna sér- staklega að standa undir nafni? „Nei. Ég hef gaman af þessu það var t.d. gaman að koma sam- an þessum texta sem fór í keppn- ina. Hins vegar finnst mér gert allt of mikið úr þessari keppni. Mér finnst alvcg ástæðulaust að þjóðin standi vikum saman á öndinni yfir því hvaða dægurlag vinni. Mér finnst margt svo miklu, miklu merkilegra og nauðsynlegra að tala um og fjalla í blöðum, útvarpi og sjónvarpi en þetta.“ - Nú langar mig að víkja að öðru af því að ég er að tala við prest og fermingarnar eru í nánd. Hvað fermir þú mörg börn í vor? „Ég fermi um 45 börn.“ - Hvernig finnst þér viðhorf barnanna vera gagnvart ferming- unni? „Ég held að þau séu afskaplega laus við auglýsingamennskuna. Kirkjan biður alls ekki um öll þessi læti og skrum í kring um sínar athafnir og hátíðir. Sama gildir um jólin. Kirkjan vill að menn gangi hugsandi að þessu öllu saman en ekki að það sé ver- ið að stýra þeim með einhverjum markaðslögmálum." - Það er þá líklega ekki í takt. við þínar hugmyndir að prestar komi fram og taki þátt í auglýs- ingum á fermingargjöfum? „Nei, þetta er alveg fráleitt og ég held að það þurfi að vinna dálítið ákveðnar gegn svona lög- uðu. Ég útbýti t.d. aldrei pönt- unarlistum meðal fermingar- barna þar sem boðið er upp á gyllingu á sálmabókum, hanska, servíettur og ég veit ekki hvað. Ég vil að þessu öllu sé haldið í lág- marki. Mér heyrist líka á ferm- ingarbörnunum að þau vilji ekki nein læti eða skrum í kring um þetta. Reyndar má segja það verslun- arstéttinni til réttlætingar að hún svarar þarna ákveðinni þörf sem ég þykist vita að sé fyrir hendi. Ég býst við að það séu ýmsir sem vilja hafa þetta svona og verslunarmenn eru auðvitað fljótir að tikka með. En þetta dregur athyglina frá því sem mestu máli skiptir, sjálfri ferm- ingunni. Auðvitað eru skiptar skoðanir um ferminguna og ýmis- legt sem er gagnrýnt. Það sem ég gagnrýni helst er það þegar fjöl- miðlar eru að tala við börnin sjálf og spyrja þau að því hvers vegna þau fermist þá kemur það oft fram að það er eins og blaðamað- urinn vilji að barnið svari: Vegna gjafanna. Ég held ég geti fullyrt það að það sé alveg undantekn- ing að fermingarbarn hugsi um gjafirnar sérstaklega, fyrr en þau fá þær í hendurnár. Krakkar í dag hafa flestir allt til alls og jóla- gjafir og aðrar gjafir eru vegleg- ar. Fermingargjafirnar eru oft gagnlegir hlutir og ég held að það sé börnunum ekki svo mikið til- hlökkunarefni nú orðið að fá fermingargjafir að trúarathöfnin sjálf falli alveg í skuggann. Hins vegar hafa börnin mikinn áhuga á æskulýðsstarfsemi sem þeim er boðið upp á eftir ferminguna og taka mörg þátt í henni af heilum hug.“ -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.