Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 20. mars 1986 Alveg ofboðslega sexy. Stuðmenn. Sigríður Kristjánsdóttir og Guðrún Birl Á Listahátið Menntaskólans á Akureyri sem stóð yfir dagana 10.-20. mars voru Stuðmenn fengnir til þess að halda tónleika í íþróttahöllinni á Akureyri. Stuðmenn eru, eins og flestir eða allir vita, ein af vinsælustu hljómsveitum íslands og eiga aðdáendur á öllum aldri. Ég veit til dæmis um eina konu á sjötugsaldri sem á allar plöturnar þeirra. Ástæðan fyrir þessu (vinsældum þeirra) er líklega sú að þeir hafa verið mjög lengi í bransanum, lengur en flestar aðrar hljómsveitir á íslandi. Svo eru þeir að fara til Kína. Þá bætast allar kínversku „gellurnar“ í aðdáendahóp þeirra en það er nú enginn smá fjöldi. Vinsældir einstakra manna í hljómsveitinni eru líka miklar. Egill var til dæmis kosinn eftir- sóknarverðasti karlmaður landsins (þá kaus að sjálfsögðu kvenfólkið). Það voru nú ekkert allt of margir í Höllinni þegar við mættum þangað á föstudagskvöldið en það rættist úr því þegar fréttist af blaðamönnum Dags á staðnum (bara grín!). Við ákváðum að byrja á því að tala við nokkra tónleikagesti svona til að tékka á því hvort það borgaði sig að vera að reyna þetta eitthvað frekar. Við töluðum við fjórar hressar stelpur sem voru allar sammála um ágæti Stuðmanna. Látum þetta bara flakka.... Fyrst rákumst við á tvær menntaskólasnótir sem voru alveg til í viðtal. Egill ofboðslega sexy Berghildur Erla Bernharðs- dóttir og Hildur Loftsdóttir: - Hvernig fílið þið Stuðmenn? „Bara vel, þeir eru ofsalega góðir.“ - Hvernig finnst ykkur þessir tónleikar hjá þeim? „Það eru allt of fáir - hefðu þurft að vera miklu fleiri." - Af hverju fóruð þið á Stuð- menn frekar en á hina tónlistar- mennina sem eru að spila í kvöld? „Stuðmenn eru bara miklu vinsælli og skemmtilegri," - Eigið þið margar plötur með þeim? „Já, nokkrar." - Hafið þið áður farið á tón- leika eða ball með stuðmönnum? „Já, já oft. Alltaf í Atlavík og svo á busaböllum í Sigtúni." „Hvort finnst ykkur þeir skemmtilegri á böllum eða tón- leikum? „Þeir eru bara til þess að spila á böllum. Þetta er bara dans- músík sem þeir eru með og það er ekki hægt að sitja kyrr. Það verður að dansa með.“ - Hvernig fannst ykkur þegar Ragnhildur byrjaði með Stuð- mönnum? „Bara alveg frábært vegna þess að okkur finnst Ragnhildur besta söngkona landsins og Stuðmenn eru besta hljómsveitin á íslandi." - Hafið þið fylgst eitthvað með Stuðmönnum frá byrjun? „Ja, bara með Spilverki þjóð- anna þegar það var og svo þegar Stuðmenn komu aftur fram á sjónarsviðið. Við fylgdumst ekk- ert með þeim þegar þeir byrjuðu það er svo langt síðan.“ - Hvað finnst ykkur besta lag- ið með þeim? „Æi, við munum ekki hvað lag- ið heitir en það byrjar svona; „Ör- lög mín eru að vera söngvari", eða eitthvað svoleiðis." - En hver finnst ykkur skemmtilegastur af Stuðmönn- um? „Ja, Egill Ólafsson er alveg ofboðslega sexy en Valgeir er líka mjög góður." - Nú var Egill kosinn eftir- sóknarverðasti karlmaður þjóð- arinnar? „Já, hann er það - fyrir utan pabba okkar beggja. Annars er ofsalega mikið af fallegum karl- mönnum á íslandi. Samt var Egill nú fallegri þegar hann var yngri." - Finnst ykkur Stuðmenn kannski vera orðnir gamlir? „Þeir eru kannski farnir að eld- ast en þeir eru alltaf jafn skemmtilegir og standa fyrir sínu. Við vonum bara að þeir haldi áfram endalaust. Alla veg- ana þangað til við verðum orðnar fimmtíu ára kerlingar." - Hvernig líst ykkur á að þeir séu að fara til Kína? „Bara vel. Þeir eiga örugglega eftir að halda uppi heiðri þjóðar- innar þar. - Þeir undirbúa sig vel og það er mjög gott.“ - Eitthvað að lokum? „Ja, ekkert annað en það að Stuðmenn eru frábærir." Og þá var kátt í Höllinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.