Dagur - 20.03.1986, Síða 1

Dagur - 20.03.1986, Síða 1
Fermingargjafir f mjög mikiu úrvaii. Steinhringar - gullfestar og armbönd Fermingarrammar. Ódýrir silfurhringar og skartgripaskrín. GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉtUR AKUREYRI Yfirlýsing frá SÍS vegna ummæla Tryggva Stefánssonar, stjórnarformanns KSÞ: Stuðningur Sambandsins til KSÞ nemur 52 m.kr. - Hvað er stuðningur ef það er ekki stuðningur, segir í yfirlýsingunni „Kaupfélag Svalbarðseyrar hefur beðið um greiðslustöðv- un, en félagið hefur átt í rekstrarerfiðleikuin undanfar- ið. Fram hefur komið í viðtöl- um við stjórnarformann félags- ins að Samband íslenskra sam- vinnufélaga hafi ekki staðið sem skyldi að baki félaginu í fjárhagsörðugleikum þess. Vegna félagsmanna á svæðinu og annarra samvinnumanna, telur Sambandið rétt að það komi fram hver stuðningur þess hefur verið á árinu við KSÞ. Skuldir félagsins við SÍS voru í upphafi árs 1985 3,8 milljónir og í lok þess 27,2 milljónir króna, jukust þannig um 23 milljónir á árinu auk þess sem Sambandið er í ábyrgð fyrir afurðalánum félagsins að upphæð 18,5 milljón- ir króna auk vaxta. Til viðbótar afsalaði Sambandið sér veðrétti sínum á kjötbirgðum félagsins að upphæð 6,7 milljónir króna, til þess að hægt væri að taka svo-< nefnd staðgreiðslulán og greiða bændum fullt verð. Helsta ástæða þess að skuld félagsins við Sambandið jókst á árinu var, að félagið greiddi ekki niður afurðalán af kindakjöti, sem Sambandið var í ábyrgð fyrir, og lentu greiðslur á Sam- bandinu. Félagið greiddi ekki vöruúttektir sínar og það var ekki fyrr en í lok sl. árs sem Sam- bandið átöðvaði afhendingar á vörum, nema gegn staðgreiðslu. Til þess að félagið gæti slátrað sl. Drangey SK1: Breytingar erlendis fyrir 130 m.kr. „Við höfum ákveðið að fara út í breytingar á Drangey og þar á meðal að setja í skipið tæki til heilfrystingar um borð,“ sagði Bjarki Tryggvason hjá Útgerðarfélagi Skagfírðinga. En fyrirhugaðar eru miklar breytingar á skipinu. Leikhússtjóri L.A.: Engin ákvörðun en rætt við tvo aðila „Það var ákveðið að ræða við aðila sem eiga tvær af þessum fímm umsóknum um leikhús- stjórastöðuna,“ sagði Theodór Júlíusson hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Eins og fram hefur komið bár- ust 5 umsóknir um stöðu leikhús- stjóra. Leikhúsráð ræddi þessar umsóknir á fundi sínum í gær og varð sammála um að ræða við aðila sem eiga tvær umsóknanna. Nafnleyndar var krafist í 4 umsóknum og er einn aðili úr þeim hópi sem rætt verður við. Hin umsóknin sem til greina kemur er frá Hlín Agnarsdóttur og Hafliða Arngrímssyni, en þau eru bæði leikhúsfræðingar að mennt. Theodór sagði að rætt yrði við þessa aðila mjög fljótt og lögð áhersla á að fá botn í málið fyrir páska. gej- Sá heilfrystibúnaður sem áætl- að er að setja í Drangey er aðal- lega hugsaður fyrir rækju, karfa og grálúðu. Ekki fást íán til verksins og þarf Útgerðarfélagið að fjármagna það að öllu leyti. Áætlaður kostnaður er um 12 milljónir króna. Útgerðarfélag Skagfirðinga sendi lánsumsókn til Fiskveiðasjóðs í desember 1984 og fékk svar frá sjóðnum fyrir nokkrum dögum á þá leið að ekki væri lánað til slíkra verka. Hins vegar væri hverjum heimilt að setja heilfrystibúnað í skip sitt á eigin kostnað. Fleira á að gera við Drangey en setja í hana frystibúnaðinn, því lengja á skipið um 6,6 metra, skipta um vél og spilbúnað. Verkið var boðið út og gögn send til nokkurra skipasmíðastöðva þar á meðal einnar íslenskrar skipasmíðastöðvar, það var Slippstöðin á Akureyri. Forráða- menn þar treystu sér ekki til þess að taka að sér verkið þar sem mikið var að gera við Kanada- togarana og fleira á þeim tíma sem áætlaður var til verksins. Það var þýsk skipasmíðastöð sem tók að sér verkið og fer Drangey til Pýskalands 22. apríl n.k. og á að vera tilbúin um mánaðamót júní og júlí. Áætlaður kostnaður við verkið er um 130 milljónir króna. Fisk- veiðasjóður samþykkti að lána 65% út á verkið, að frátöldum frystibúnaðinum. Útgerðarfélag Skagfirðinga ger- ir einnig út togarana Hegranes og Skapta. Hegranesinu var breytt í Slippstöðinni 1983 og sagði Bjarki að skipið hefði reynst mjög vel eftir þær breytingar og aflað ágætlega. gej- haust, féllst Sambandið á að ábyrgjast afurðalán vegna haust- slátrunar 1985, þrátt fyrir gífur- leg vanskil á eldri afurðalánum. Pað var eini kostur félagsins að fá afurðalán og geta þannig slátrað. Sambandið greiddi laun starfs- manna í sláturhúsi félagsins í sláturtíð, greiddi m.a. 2 milljónir til áburðarverksmiðju og svo mætti lengi telja. Ef það er mat stjórnarmanna í KSP að það sé ekki stuðningur við félagið að greiða 27 milljónir króna úr sameiginlegum sjóðum Samvinnuhreyfingarinnar til þess að styðja við bakið á félaginu í fjárhagserfiðleikum þess, auk þess að taka á sig ábyrgð að upp- hæð 25,2 milljónir, eða samtals 52,2 milljónir króna, þá er vand- séð hvað kalla má stuðning. Það er von Sambandsins að félagsmenn í KSP skilji að það er ekki hægt að leysa allan fjárhags- vanda Kaupfélagsins með sjóð- um Sambandsins. Sambandið hefur ávallt stutt við bakið á kaupfélögunum og félagsmönn- um þeirra eins og kostur hefur verið hverju sinni. En allt hefur sín takmörk.“ Hér réttir Gunnar Þórsson, skrifstofustióri í POB, Arna Steinari fyrstu eintökin af ný.ia tímaritinu. Mynd: KGA Útvörður - Nýtt tfmarit flytur boðskap Samtaka um jafnrétti milli landshluta í gær kom út fyrsta tölublað nýs tímarits sem gefíð er út á Akureyri og hefur því verið gefið nafnið Utvörður. Reyndar var ekki búið að fínna þetta nafn þegar blaðið fór í prentun og heitir fyrsta tölublaðið því Samtökin. Útgefandi tímaritsins er Sam- tök um jafnrétti milli landshluta og er því ætlað að vera nokkurs konar málgagn Samtakanna, að sögn Árna Steinars Jóhannsson- ar sem er formaður ritstjórnar. Tímaritið er gefið út í 30 þús- und eintökum og er það stærra upplag en vitað er til að prentað ; hafi verið af tímariti á íslandi til ; þessa. Útverði verður dreift til allra félagsmanna Samtakanna og auk þess verður það selt í lausasölu hjá deildum samtak- anna um allt land og á blaðsölu- stöðum. Að sögn ritstjórnarmanna er uppistaðan í efni fyrsta tölu- blaðsins umfjöllun og greining á rót þess vanda í íslensku þjóð- skipulagi sem Samtökin telja að sé fyrir hendi og berjast fyrir lagfæringum á. í næsta tölublaði verður fjallað um það hvernig vandinn skuli leystur. -yk. Valur Arnþórsson: „Undrandi á ummælum Tiyggva" Viðtal við Tryggva Stefánsson stjórnarformann Kaupfélags Svalbarðseyrar í sjónvarpinu á mánudagskvöld vakti mikla athygli manna. Þar deildi hann á Samband íslenskra sam- vinnufélaga fyrir það að SÍS hefði ekki stutt við bakið á KSÞ í erfíðleikum þess. Hann sagði að það væri greinilega langt á miUi bænda í Þingeyjar- sýslu og Sambandsins. Dagur snéri sér til Vals Arn- þórssonar kaupfélagsstjóra KEA og stjórnarformanns Sambands- ins og innti hann álits á þessum ummælum Tryggva. „Ég hygg að Sambandið muni koma fram athugasemdum vegna þessa í ríkisfjölmiðlunum. Sjálf- ur vil ég ekki ræða á þessu stigi efni þessa viðtals við Tryggva Stefánsson. Ég get þó sagt það að ég varð ákaflega undrandi á að hlýða á hans mál.“ gg Kæra Aðalsteins Jónssonar: Beðið eftir úrskurði ríkissaksóknara Svo sem Dagur hefur skýrt frá fór Aðalsteinn Jónsson bóndi '\ Víðivöllum í Fnjóskadal iram á það við ríkissaksóknara að gerð verði opinber rann- sókn á málefnum Kaupfélags Svalbarðseyrar. Þeirri beiðni var hafnað eins og hún var lögð fyrir en ríkissak- sóknari fól bæjarfógetanum á Húsavík að taka skýrslu af stjórnarmönnum í KSÞ og senda til ríkissaksóknara. Mun ætlunin að marka stefnuna um áfram- haldandi rannsókn á innihaldi þessara skýrslna. Að sögn bæjarfógetans á Húsavík er þessari skýrslutöku lokið. „Skýrslurnar eru unr það bil að fara frá okkur. Við eigum bara eftir að setja þær í póst." Það mun því skýrast á næstu dögum hvort framkvæmd verður opinber rannsókn á rekstri KSÞ. ellegar hvort málið er „dautt". BB. 9BHK

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.