Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 13

Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 13
20. mars 1986 - DAGUR - 13 JþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson „Til að ná árangri þarf að æfa allt árið“ - segir Daníel Hilmarsson, skíðamaður Mynd: RS Fyrir skömmu birtist í Degi viötal við Björn Olgeirsson frá Húsavík en Björn var fyrir fáum árum einn besti skíða- maður landsins. Björnyar þá í landsliðinu á skíðum. I viðtal- inu um daginn lét Björn í Ijós sína skoðun á landsliðsmálum Skíðasambandsins og einnig á svokallaðri krakkaskíða- mennsku. Björn talaði m.a. um að sér fyndist ekkert með skíðalandslið að gera, að það ætti ekki að vera að ota skíða- fólki til útlanda til þess að keppa við ofjarla sína. En hvert er álit þess manns sem verið hefur meira og minna erlendis við æfingar og keppni sem landsliðsmaður í vetur, Daníels Hilmarssonar frá Dalvík. Er ekkert með skíða- landslið að gera Daníel? „Ég er búinn að lesa þessa grein þar sem talað er við Björn Olgeirsson og ég er ekki sammála honum hvað skíðalandsliðið varðar. Ef ekkert skíðalandslið er og við höfum engan skíða- þjálfara og æfum ekki og keppum á erlendri grundu þá stöðnum við í íþróttinni. Öllu því sem maður lærir í samskiptum sínum t.d. við Svía og Finna sem eru mjög framarlega í greininni er svo aft- ur hægt að miðla til þeirra yngri hér heima. Það er því líka mikil- vægt vegna hinna yngri að halda úti landsliði. Björn talar um að ná upp ein- hverjum standard hér á landi, mín skoðun er sú að ein leiðin til þess sé í gegnum landsliðið. Samt getur það verið að það vanti meiri tengsl á milli landsliðsþj álf- ara og þjálfaranna heima í héruð- um. Ég er búinn að vera í landslið- inu síðan Hafsteinn Sigurðsson byrjaði sem landsliðsþj álfari og fóru tveir fyrstu veturnir í að bæta minn stíl. Það er ekki fyrr en fyrst núna að ég er farinn að reikna með árangri. Vitleysan sem við gerðum þeg- ar við vorum að byrja að keppa erlendis var að taka þátt í of sterkum mótum. Til að það náist einhver árangur þarf að æfa allt árið og það er mín skoðun að skíðaráðin í landinu ættu að gera meira af því að fara með hópa í Kerlingafjöll á sumrin. Þar er mjög gott að æfa og nægur snjór yfir sumarmánuðina. - En er eitthvert vit í því að vera bara með einn mann í lands- liðinu? „Nei alls ekki. Við vorum þrír sem vorum valdir í landsliðið en ég var sá eini sem gaf kost á mér í þetta. Þeir Guðmundur Jóhannsson og Árni Þór Árnason voru einnig valdir." - Björn talaði einnig um krakkaskíðamennsku að það ætti ekki að vera að láta þessa yngstu vera að keppa eins og gert er hér á landi. Hvert er álit þitt á því? „Ég er sammála Birni í því atriði. Það á ekki að láta þessa litlu krakka vera að keppa. Það eru til dæmi um það sem Björn talar um að foreldrarnir séu að keppa í gegnum krakkana og það er ekk- ert vit,“ sagði Daníel. Daníel Hilmarsson skíðamaður frá Dalvík. Hið sigursæla lið Eikarinnar. Hvað gera þær fyrir sunnan um helgina? Eikin og Óöinn sigmðu á Trimmmótinu í blaki Trimmmót Akureyrar í blaki var haldið á laugardag. Keppt var bæði í karla- og kvenna- flokki. Alls mættu 8 kvennalið til leiks og 5 karlalið. í kvenna- flokki var keppt í tveimur riðl- um en í karlaflokki voru öll lið- in í sama riðli. í kvennaflokki voru þessi lið: Eik a og b, Súlur a og b frá Siglu- firði, Völsungur a og b, KA og Óðinn. í karlaflokki voru þessi lið: Óðinn a og b, Skautar a og b og lið Hirnunnar á Siglufirði. í kvennaflokki sigraði a lið Eikarinnar örugglega þær sigr- uðu í öllum sínum leikjum og töpuðu ekki hrinu í mótinu. í öðru sæti varð a lið Súlunnar og b lið Eikarinnar hafnaði í þriðja sæti. í karlaflokki sigraði a lið Óðins örugglega þeir léku sama leikinn og Eikin og unnu alla sína leiki og töpuðu ekki hrinu. í öðru sæti varð b lið Skauta og a lið Skauta lenti í þriðja sæti. Blaklið Eikarinnar er að fara til Reykjavíkur um helgina til að spila úrslitaleikina á Islandsmót- inu í blaki í 1. flokki. Á föstu- dagskvöld kl. 20 leika þær gegn HK í Seljaskóla og á laugardag gegn Víkingi í Hagaskóla kl. 10 f.h. Stelpurnar í Eikinni eiga góða möguleika á að ná sér í Islands- meistaratitil fyrir sunnan um helgina og vonandi tekst þeim það. Getraunakeppni fjölmiðla Aston ViIIa-Birmingham 1 1 1 1 X 1 1 Ipswich-W.B.A. 1 X 1 1 1 1 2 Luton-Everton 2 X 1 2 1 2 2 Man. United-Man. City 1 1 1 1 1 X 1 Newcastle-Tottenham X X X 2 1 2 ' I Q.P.R.-Watford 1 1 1 1 X 2 1 Southampton-Chelsea l 1 2 2 1 2 1 West Ham-Sheff. Wed. 1 X 1 1 1 1 1 Fulham-Crystal Palace X X X X 2 2 X Sheff. United-Norwich 2 2 X 2 X X 2 Stoke-Portsmouth X 2 X 2 X X 2 Wimbledon-Blackburn 1 1 1 1 1 1 1 Hermannsmótið um helgina Árlegt Hermannsmót í alpagrein- um fer fram á Akureyri 21.-23. mars n.k. Þetta mót átti að vera alþjóðlegt FIS mót en vegna ónógrar þátttöku erlendra kepp- enda verður svo ekki að þessu sinni og hefur alþjóðamótinu ver- ið aflýst. Hermannsmótið verður hins vegar haldið á hefðbundinn hátt og telst eitt af bikarmótum SKÍ. Fararstjórafundur og útdráttur í mótið verður í Dynheimum föstudaginn 21. mars kl. 20.30 og verður það opinn fundur. Á laugardag verður keppt í svigi karla og stórsvigi kvenna og hefst fyrsta umferð kl. 10.00. Á sunnudag hefst keppnin með svigi kvenna kl. 10 oe stórsvisi karla kl. 10.30 Verðlaunaafhending verður að móti loknu í Hlíðarfjalli. Akureyringar getspakir Af þeim sex tólfum sem fram komu hjá Isl. getraunum um helgina komu tvær frá Akur- eyri. Vinningur fyrir hverja tólfu er kr. 132.625.- Alls komu fram 85 ellefur af þeim áttu Akureyringar 25. vinn- ingur fyrir hverja er kr. 4.012,- Óvenju margir útisigrar kornu upp eða sex leikir með merkinu tveir. Það þarf því ekki teninginn til þess að úrslit verði nokkuð óvænt. Nú virðist loks vera farið að vora í Englandi því síðustu tvær vikur hafa allir leikir verið leiknir. Aðalfundur íþrótta- félagsins Þórs - haldin í kvöld - Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs verður haldinn í kvöld 20. mars kl. 20 í starfsmannasal KEA, Sunnuhiíð (gengið inn að sunnan). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin sem setið hefur síð- asta starfsár undir formennsku Benedikts Guðmundssonar mun öll hætta í kvöld. Verður því nýr formaður kjörinn í kvöld ásarnt öðrum stjórnarmönnum. Ekki hefur heyrst þver verður kjörinn en félagar Þórs geta komist að því og haft þar áhrif um leið með því að mæta á fundinn í kvöld. Úll stjómin hættir Bcnedikt Guðniundsson, formað- ur Þórs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.