Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 20. mars 1986 Skjaldarvík: Séð heim að Dvalarheimilinu í Skjaldarvík. Myndir: KGA. Akureyringar hafa dregist aftur úr hvað öldrunarþjónustu varðar „Þessi mál hafa lengi verið í deiglunni,“ sagði Svava Aradóttir formaöur stjórnar dvalarheimilanna á Akureyri, en nýlega kom út álitsgerö um Skjaldarvíkurheimilið í Eyja- firði, stööu þess og framtíöar- hlutverk. í álitsgerðinni koma fram tillögur að brcytingum heimilisins í tveimur áföngum, sem miöast aö því að færa heimilið í nútímalegra horf. Breytingarnar munu hafa í för með sér einhverja fækkun vist- rýma í Skjaldarvík. Þegar hef- ur veriö samþykkt að ráðast í breytingar á fyrsta áfanga. Tvær milljónir hafa fengist úr Framkvænidasjóði aldraðra til breytinganna og vilyrði frá bæjaryfirvöldum um útvegun frekara fjármagns. Skjaldarvík var í eigu Stefáns Jónssonar klæðskerameistara og rak ltann sjálfur ellihcimili þar í 23 ár. Árið 1965 gaf Stefán Akur- eyrarbæ jörðina með öllum gögn- um og gæðum scm henni fylgdu. Árið 1982 er ný stjórn dvalar- heimilanna kom saman barst bréf frá Þóroddi Jónassyni, þar sem hann fjallaði um ýmislegt sent viðkom Skjaldarvíkurheimilinu, t.d. hvaða hópar hefðu í gegnum árin vistast þar. En á Skjaldarvík hafa margir þeir vistast sem enga hafa átt að. Þóroddur benti á Fyrirhugaðar breytingar á Skjaldarvíkurheimiiinu boða stefnubreytingu þetta í bréfi sínu og varpaði fram þeirri spurningu hvað nýja stjórnin ætlaði að gera í málefn- um Skjaldarvíkur. Að sögn Svövu Aradóttur var málið ákaf- lega umfangsmikið og dróst nokkuð að tekið væri á því. Pað var svo á síðasta ári sem farið var að ræða málin af fullri alvöru og í júlíbyrjun átti stjórn dvalar- heimilanna fund með bæjarráði þar sem málefni Skjaldarvíkur voru tekin fyrir. Bæjarráð bað um tillögur um framtíð heimilis- ins og hvað gera þyrfti. „Þctta er stórt vandamál og það er kannski aðalástæðan fyrir því að það hcfur ekki verið tekið upp áður,“ sagði Svava. Stjórn dvalarheimilanna fór þess á leit við Gylfa Guðjónsson arkitekt í Reykjavík að hann tæki að sér ráðgjafarstörf fyrir stjórnina og sentdi álitsgerð um Skjaldarvík- urheimilið, stöðu þess og æski- legt framtíðarhlutverk í öldrun- arþjónustu á Akureyri. Jafnframt skyldi hann gera tillögur að endurbótum á innra skipulagi heimilisins, sem leitt gæti til þess, að það gæti betur gegnt hlutverki sínu í framtíðinni. Áherslubreytingar í öldrunarþjónustu Að sögn Svövu hafa Akureyr- ingar mjög dregist aftur úr öðrum íbúðir vistfólks eru litlar og þröngar. byggðarlögum hvað uppbyggingu öldrunarþjónustu varðar, en uppbygging og markmið öldrun- arþjónustu svo og viðhorf í málefnum aldraðra hafa mjög verið í deiglunni á undanförnum árum. Húsnæðisaðstoð er aðeins einn liður félagslegra úrræða, en umfang og skipulag annarrar félagslegrar aðstoðar hefur áhrif á hversu mikil þörf er á sérhönn- uðu húsnæði og hvers konar húsnæði er brýnast að útvega. í húsnæðismálum hefur þeirri stefnu vaxið fylgi á síðari árum að hverfa frá einhæfu klefafyrir- komulagi stórra elliheimila á aðal þéttbýlissvæðum landsins að til- tölulega sjálfstæðum íbúðarein- ingum, einkum á vegum bæjar og sveitarfélaga víðs vegar um land í tengslum við félags og heilbrigð- isþjónustu. Nú er almennt viðurkennt að öldrun sé ekki einungis líkamleg- ur brestur, heldur engu síður margslunginn félagslegur vandi. Viðhorfskannanir og rannsóknir bæði hérlendis sem erlendis hafa leitt í Ijós, að aldraðir eru mjög háðir því umhverfi sem þeir hafa vanist. Umhverfið, sambönd inn- an byggðarlags eða hverfis, vin- áttutengsl og jafnvel staðbundnar venjur viðhalda nauðsynlegri öryggiskennd og sjálfstæði ein- staklingsins. Þá eru óskir ald- raðra og þjónustuþarfir mjög svo

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.