Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 7
20. mars 1986 - DAGUR - 7 einstaklingsbundnar eins og nærri má geta. Auk þess sem ljóst er að koma má til móts við marga með þjónustu utan hefð- bundinna stofnana. Af framangreindum ástæðum hafa á síðustu árum orðið áherslubreytingar í öldrunar- þjónustu. Reynt er að finna lausnir, sem fyrst og fremst taka mið af einstaklingnum sjálfum, viðhorfum hans, óskum og þörf- um og þannig leitast við að hjálpa öldruðum til sjálfsbjargar. Skjaldarvík úrleiðis í álitsgerð Gylfa Guðjónssonar um Skjaldarvík kemur hann inn á staðsetningu heimilisins, en heimilið er nokkuð úrleiðis og af þeim sökum er nokkur hætta á að vistmenn einangrist frá ættingj- um sínum og vinum. Nýju dval- arheimili, sem staðsett yrði og hannað samkvæmt nýjustu við- horfum í öldrunarmálum yrði tæplega valinn staður í Skjaldar- vík og nægir þar að vísa til könnunar á högum aidraðra sem gerð var árið 1983, en þar kom fram að enginn óskaði eftir því að vistast á Skjaldarvík. Við- horfskannanir meðal eldra fólks leiða ótvírætt til þess að aldrað fólk kýs að búa miðsvæðis. Aldr- aðir leggja mikið upp úr því að búa nálægt verslunum af ýmsu tagi, eiga greiðan aðgang að sam- göngutækjum, s.s. strætisvögnum sem aftur auðvelda þeim aðgang að menningar- og fræðslustofnun- um. Þá er þess að geta, að sam- kvæmt nýlegum lögum um málefni aldraðra er dagvistun og ýmis þjónusta við aldraða, sem enn búa í heimahúsum, æskilegur þáttur í starfsemi dvalarheimila. Forsenda þess, að slíkt sé með góðu móti hægt, er staðsetning dvalarheimila miðsvæðis í góðum tengslum við íbúðahverfi bæjar- ins. Að síðustu skal á það minnst, að æ erfiðara reynist að fá gott starfsfólk í öldrunarþjón- ustu. Um er að ræða erfið og krefjandi störf. Það getur því skipt máli, að starfsfólk eigi auð- velt með að komast úr og í vinnu og að vegalengdir séu ekki miklar. Húsnæði í Skjaldarvík einhæft Á síðari árum hefur áhersla verið lögð á að gefa öldruðu fólki kost á sem fjölbreytilegustum úrræðum í húsnæðismálum. Aldrað fólk er hvorki skýrt afmarkaður né samstæður hópur. Um er að ræða einstaklinga mis- jafnlega á sig komna líkamlega og andlega, fólk með ólíkan félagslegan bakgrunn, ólík lífs- viðhorf og peningaráð þess eru og hafa verið með ýmsum hætti. Valfrelsi stuðlar ótvírætt að viðhaldi nauðsynlegrar öryggis- kenndar, sem öldruðum er ekki síður mikilvægt en hinum yngri. Víða hefur verið leitast við að byggja sjálfstæðar íbúðareiningar Sameiginlegt rými til félags- og tómstundastarfa er af skornum skammti af ýmsum gerðum, allt frá 15 fer- metrum og upp í 40-50 fermetra að stærð. í Skjaldarvík er hins vegar nánast um einn kost að ræða hvað húsnæði varðar. Um er að ræða herbergi allt frá 6,5 fermetr: um og upp í 12 fermetra, en aðal- lega á bilinu 8-10 fermetrar, þar sem einn einstaklingur býr eða tveir saman, jafnvel óskyldir. En ekki þarf að fjölyrða um hversu óæskilegt það er að tveir eða fleiri óskyldir einstaklingar vistist saman í einu litlu herbergi. Þá er baðaðstaða á Skjaldarvík léleg. Snyrtingar eru of litlar, of fáar og óaðgengilegar hreyfi- hömluðu fólki. Auk þess eru snyrtingar sameiginlegar á göng- um og eru 10-15 manns um hverja snyrtingu. Um alllangt skeið hefur það verið almenn regla við hönnun dvalarheimila að gera ráð fyrir snyrtingu í hverri íbúðareiningu, enda hefur aldrað fólk eindregið óskað eftir slíku fyrirkomulagi. í álitsgerð Gylfa segir að enda þótt einstaklingsherbergi eigi vafalaust rétt á sér að einhverju marki, er framboð á slíku hús- næði allt of mikið og einhliða á Skjaldarvík. Ekki þarf að fjöl- yrða, að 6,5 fermetra herbergi fyrir hvern einstakling til einkaaf- nota er algjörlega ófullnægjandi íbúðareining. Þar við bætist, að kröfur um stærð og gæði íbúðar- eininga mun með komandi kyn- slóðum vafalaust enn aukast frá því sem nú er. Auk þess sem upp hefur verið talið, eru allmörg atriði bæði stór og smá varðandi hönnun og bún- að Skjaldarvíkurheimilisins, sem ekki uppfylla þær kröfur sem almennt eru gerðar til sérhann- aðs húsnæðis fyrir aldraða. Ekki er lyfta í húsinu. enda þótt starf- semin sé á tveimur hæðum og margt vistfólk eigi erfitt með gang. Dyr eru almennt of þröngar og ýmis vandamál koma upp. el' nota verður hjólastól. I álitsgerðinni kemur fram að brunahólfun og merkingar rýnt- ingarleiða þurfi sérstakrar athug- unar við. Hvað sameignilegt rými til félags- og tómstundastarfa varðar. virðist töluvert skorta á að vist- menn hafi nægilega góða aðstöðu. En nauðsynlegt er að skapa skilyrði til þess að vistfólk geti leitað tilbreytingar og fyllt að einhverju leyti upp í það tóma- rúm sem óneitanlega myndast þegar starfsdegi lýkur. Ekki raunhæft að leggja heimilið niður í niðurlagi álitsgerðar Gylfa Guðjónssonar kemur frarn að Skjaldarvík er elliheimili sam- kvæmt „gamla skólanum", dæmi um þá stefnu í vistunarmálum aldraðra sem nú er að ganga sér til húðar bæði hér á landi og í nágrannalöndunum. Stefna, sem er fyrst og fremst fólgin t' því að koma gömlu fólki fyrir í litlum herbergjum á stórum stofnunum, án verulegs tillits til sérþarfa ein- staklinganna. Skjaldarvíkurheimilinu er ekki hægt að breyta í nútímastofnun fyrir aldraða nema með ærnum og nánast óforsvaranlegum til- kostnaði, sem numið gæti 50-70% af nýbyggingarkostnaði. Ábendingar Gylfa um endur- bætur miðast því við lámarksað- gerðir í áföngum, sem litlu breyta í grundvallaratriðum, en gera munu vistfólkinu dvölina á heim- ilinu bærilegri. Tillögur Gylfa leiða óhjá- kvæmilega til fækkunar vistrýma í áföngum. Hann telur hins vegar ekki raunhæft að leggia heimilið niður á næstu árum, „en ég get engan veginn mælt með því að neitt það verði aðhafst, sem stuðlar að því að í Skjaldarvík verði áfram sú þungamiðja í öldr- unarþjónustu Akureyringa sem nú er,“ segir Gylfi í álitsgerð sinni. „Það borgar sig engan veginn peningalega séð að breyta Skjaldarvík í nútímalegt horf," sagði Svava Aradóttir, „en sam- kvæmt niðurstöðum álitsgerðar- innar, þá á Skjaldarvík rétt á sér sem einn af fleiri vistunarmögu- leikum fyrir aldraða. Við erum ekki að leggja til að heimilið verði lagt niður, en það þarf eitthvað að gera, við verðum að huga að framtíðinni. í samræmi við þær lámarksbreytingar sem lagt er til að gerðar verði, er óhjákvæmilegt að um einhverja fækkun vistfólks verði að ræða. Nú eru 77 vistmenn á Skjaldar- vík, en miðað við lámarksbreyt- ingar í fyrsta áfanga verður heim- ilið fyrir um það bil 70 vistmenn og ég tel það enga goðgá þó vist- mönnum fækki eitthvað. þegar breytingar verða til batnaðar." sagði Svava. Viðurkenning á breyttri stefnu Gvlfi segir í álitsgerð sinni að vel sé hægt að hugsa sér að Skjaldarvíkurheimilið verði áfrant starfrækt sent lítil eða meðalstór eining eftir að gerðar hafa verið á þ\ í lámarksbreyting- ar og endurbætur. Með því móti gæti Skjaldarvíkurheimilið jafn- vel reynst áhugaverður og aðgengilegur kostur fvrir það eldra fólk sent sérstaklega mæti náttúrufegurð staðarins og þá titi- vistarmöguleika. sem þar eru til staðar. og einnig fvrir þá sent kysu að verja ævikvöldinu fremur í sveit en í skarkala þéttbýlisins. Eins og fram kemur í inngangi. þá hafa þegar fengist tvær millj- ónir úr Framkvæmdasjóði aldr- aðra til brevtinga á fyrsta áfanga og vilvrði frá bæjaryfirvöldum unt útvegun frekara fjármagns. í bókun bæjarstjórnar um þetta atriði kemur fratn að útvegun fjárntagnsins sé háð þ\ í að ekki verði uin fækkun vistfólks að ræða. „Það er algjörlega óraunhæft að fara út í þessar breytingar án þess að til komi einhver fækkun vistfólks." sagði Svava Aradóttir. „Það er samdóma álit okkar í stjórn dvalarheimilanna að það sé ekki hægt að láta þetta rúÚa áfrain. Það verður eitthvað að gera. Þessar brevtingar. sein fyrir- hugaðar eru i íyrsta áfanga. þýða viðurkenningu aö breyttri stefnu. Stefnu sem miðar að öðru en því að hrúga fólki saman á einn stað.” -inþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.