Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 20. mars 1986 Laugardaginn 22. mars frumsýnir Leikfélag Blöndu- óss gamanleikinn Vígsluvottoröiö eftir Efraim Kishon í þýðingu Árna Bergmann. Leikurinn gerist í ísrael og fjallar um fjölskyldu Brozowsky pípu- lagningarmeistara og þau vandræði sem því fylgja að tilvonandi tengdamóðir dótturinnar á heimilinu heimtar að fá vígsluvottorð Brozowsky hjónanna áður en af brúðkaupinu verður. En eins og gefur að skilja getur vafíst fyrir fólki að finna slíkan pappírssnepil eft- ir 25 ára hjónaband, nema. . .? Leikarar ásamt leikstjóra Ijósamanni og sviðsmanni, Leikfélag Blönduóss: Vígsluvotto rðið Sturla Þórðarson leikur Daníel Brozowsky. - Hvernig karl er þessi Daníel, Sturla? „Petta er besta skinn dálítið ráðríkur og er vanur að vera húsbóndi á sínu heimili, en það koma upp óvænt vandamál þeg- ar frúin neitar að giftast honurn sem hann er þó búinn að vera giftur í 25 ár.“ - Er herra Brozowsky karl- remba? „Ætli hann væri ekki kallaður það, en hvað er karlremba? Petta er reyndar hugtak sem kvenfólkið fann upp svo það veröa að skýra það. En þó að þetta sé gamanleikur og kannski dálítið ýktur þá er þetta náttúrlega það sem víða er svona daglega lífið hjá fólki." Guðrún Pálsdóttir (Gugga) leikur Ellu konu Daníels. - Hvernig líkar þér við Ellu? „Mér líkar hún ágætlega, hún er að vísu ekki nógu ákveðin þó að hún sé að reyna það blessun- in, en hún fer sínu fram þegar karlinn er ekki heima, hún er t.d. að sauma á nágrannakon- una þó að hún viti að hann sé lítið hrifinn af svoleiðis nú og svo stelst hún á tónleika. En þrátt fyrir að hún láti karlinn lieyra það óþvegið á meðan leit- in að vígsluvottorðinu stendúr yfir held ég að hún yrði fegnust ef allt yrði eins og áður. Þaö er gaman að leika í þessu bæði félagslega og svo að fást við eitthvað og að láta það takast.“ Jenný Gunnbjörnsdóttir er Vicky dóttir Brozowsky hjón- anna. - Nú er þetta í fyrsta skipti sem þú leikur Jenný, hvernig líkar þér? „Mér finnst þetta gaman, fínt fólk og svona en þetta er búið að vera tímafrekara en ég átti von á en reyndar vissi ég ekkert hvernig þetta yrði, dembdi mér bara í það en þetta er búið að Sturla Þórðarson. vera gaman. Jú ég kvíði kannski pínulítið fyrir sýningunum." - Hvað finnst þér um Vicky? „Vicky er hress, hún er að læra barnasálfræði og vill kom- ast áfram í lífinu og ein leiðin til þess er að giftast Róbert því þá kemst hún ofar í þjóðfélags- stiganum." Guðrún Pálsdóttir. - Myndirðu vilja leika aftur ef þér byðist það? „Ég hugsa að ef manni byðist annað tækifæri þá segði ég kannski já, af því að þetta er búið að vera svo skemmtilegt.“ Róbert Knoll er leikinn af Jóni Pétri Líndal. Róbert er svolítið tvöfaldur sennilega hef- ur hann alist upp við fullmikið ofríki móðurinnar en hann er dálítið að þroskast og að losa sig undan ráðríki móður sinnar,“ segir Jón Pétur. Jenný Gunnbjörnsdóttir. - Gætu þessir hlutir verið að gerast á okkar tímum? „Já þetta gæti sjálfsagt verið að gerast á þessum slóðum í dag þ.e. í ísrael, mér finnst ekkert svo erfitt að setja mig í sporin hans. Annars er þetta nokkuð gott leikrit útfærslan er kannski svolítið öðruvísi en ætlast hefur verið til þegar það var skrifað, en þetta er bara þó nokkuð skemmtilegt en þó er svolítið vit í því.“ Þorleifur Óskarsson leikur Bunky frá samyrkjubúinu Einot. Þorleifur Óskarsson. - Hvernig náungi er þessi Bunky, Leifi? „Hann er ágætur svolítið ánægður með sig en annars er þetta nokkuð góð persóna, hann þykist meiri en hann er en svo kemur hann nú niður á jörðina þegar líður á verkið. Jú ég þarf að breyta mér tals- vert til að ná þessari týpu en Jón Pétur Líndal. kannske er maður stundum í líkingu við þetta í raunveru- leikanum.“ - Er erfitt að standa í þessu? „Þetta er erfitt meðan á æfingum stendur en svo fær maður laun erfiðisins þegar sýn- ingarnar byrja, þá er maður mjög ánægður yfir að hafa feng- ið að vera með.“ Rósa M. Sigursteinsdóttir fer Rósa M. Sigursteinsdóttir. með hlutverk Rósu Húper, ná- grannakonunnar sem er ekkja. - Hvað segirðu um hana nöfnu þína Rósa? „Hún er mjög ánægð með sjálfa sig og smjaðrar fyrir ná- grannakonunni vegna þess að hún er hrifin af eiginmanninum og þegar hún kemst að því að þau eru kannski ekki gift og auk þess ósamkomulag á heimilinu þá fer hún að gera hosur sínar grænar fyrir herra Brozowsky. Hún er gjörólík mér ég á ekkert sameiginlegt með henni að mínu mati.“ - Nú er þetta þitt fyrsta hlutverk, hvernig finnst þér? „Þetta er svolítið erfitt sem fyrsta hlutverk ég hefði gjarnan kosið rólegra hlutverk í byrjun, en ég vona bara að ég komi því sómasamlega til skila.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.