Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 15

Dagur - 20.03.1986, Blaðsíða 15
20. mars 1986 - DAGUR - 15 Kaupfélag Skagfirðinga: Hagur viöskiptamanna batn- aði verulega á síðasta ári JÖRÐ TIL LEIGU Rauðaskriða I í Suður-Þingeyjarsýslu er laus til ábúðar í vor. Bústofn á jörðinni er til sölu en hann er nú 150 fjár, 30 kálfar og 30 refalæður. Einnig nokkuð af vélum. Upplýsingar gefur Ríkarður Hafdal, sími 96-43504. Aðalfundur Sauðárkróksdeild- ar Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn í Safnahúsi Skagfirð- inga sl. fimmtudagskvöld. í skýrslu Ólafs Friðrikssonar kaupfélagsstjóra sem hann flutti á fundinum, kom fram að heildarvelta félagsins á síðasta ári nam 1,08 milljarði króna og hafði aukist um 32% frá árinu áður. Fastráðnir starfsmenn voru 252 og var starfsmannahald mjög svipað og árið á undan. Heildar- launagreiðslur námu 118,3 millj. og jukust um 36,5%. Innlán við- skiptamanna urðu 129,4 millj., sem er 58% aukning. Útlán voru 74,7 millj. og lækkuðu um 4% á árinu. Helstu ástæður fyrir bætt- um hag viðskiptamanna á sein- asta ári, kvað Olafur kaupfélags- stjóri vera, að samkvæmt nýjum framleiðsluráðslögum var farið að greiða kjöt og mjólkurinnlegg út beint til bænda að fullu í byrj- un verðlagsárs, þ.e.a.s. frá 1. september. Þessi aukna útborgun nemur 28 millj. miðað við óbreyttar reglur á útborgun. Pá jókst innlögð mjólk hjá Mjólk- ursamlagi um 600 þús. lítra á síð- asta ári og einnig hefur hin góða veðrátta haft veruleg áhrif á afkomu bænda til batnaðar. Vörubirgðir námu á útsöluverði að verðgildi 120,2 millj. og var aukningin 20% á milli ára, sem er nokkuð minna en hækkun á verð- lagi, sem var 32-34% nokkuð mismunandi eftir við hvaða vísi- tölu er miðað. Heildarfjárfesting nam 30,6 millj. og heildarfirning- ar námu 30,2 millj. á árinu. Um rekstrarafkomu félagsins á síð- asta ári kom fram í máli kaupfé- lagsstjóra, að um mikið rekstrar- tap hefði verið að ræða, en upp- gjör lægi þó ekki endanlega fyrir. Hins vegar kvað hann eiginfjár- stöðu félagsins vera mjög sterka, með þeirri bestu sem gerðist hjá Verðlækkun hjá Bílaleigu Flugleiða Frá og með mánudeginum 17. mars lækkar verðskrá Bílaleigu Flugleiða um nær 8% að meðal- tali. Bílaleigan var að fá afhenta fimm nýja bíla af gerðinni Ford Escort Laser sem urðu ódýrari en ætlað var vegna nýtilkominnar verðlækkunar á bílum. Bílaleiga Flugleiða vill láta viðskiptavini sína njóta góðs af þessu og var því ákveðið að lækka dag- og kílómetragjald af öllum bílum sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Sem dæmi um verð má nefna, að daggjald fyrir Fiat Uno verður 595.- krónur og fyrir VW Golf og Ford Escort 850.- krónur. Farþegar í innanlandsflugi fá sérstakan afslátt og má nefna sem dæmi, að farþegar í helgarferð- um Flugleiða til Reykjavíkur eiga þess kost að taka VW Golf eða Ford Escort á leigu í tvo daga fyrir 1.615,- krónur og er 400 km akstur innifalinn í verði, en bens- ín og söluskattur bætist við. Heimaslóð Árbók hreppanna í Möðruvallaklausturs- prestakalli er komin út fyrir árið 1984. Fróðleikur • Fréttir • Skemmtiefni. Bókin verður boðin til sölu á hverjum bæ í prestakall- inu, en aðrir sem vilja kaupa bókina hafi samband við einhvern eftirtahnna: Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri, Bjarna Guð- leifsson, sími 96-24477 (fyrir hádegi alla virka daga). Jón A. Jónsson húsvörð, sími 96-26850 eða 96-25888. Einnig fást þar fyrri hefti árbókarinnar. Ritnefnd. Umboðsmerai Dags Sauðárkrókur: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828. Siglufjörður: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Blönduós: Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581. Ólafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Hrísey: Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728. Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Grenivík: Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112. Húsavík: Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbakka 5, sími 41529 Mývatnssveit: Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173. Kópasker: Anna Pála Kristjánsdóttir, Boðagerði 10, sími 52128. Raufarhöfn: Ásgrímur Angantýsson, Vogsholti, sími 51125 Kópavogur: Guðbjörg Bjarnadóttir, Vallhólma 12, sími 641562. íslenskum fyrirtækjum í dag. Á fundinum voru kosnir deild- arstjórar og 22 fulltrúar á aðal- fund félagsins sem fyrirhugaður er í apríllok. Deildarstjóri var kosinn Trausti Jóel Helgason í stað Friðriks Sigurðssonar sem gaf ekki kost á sér. Til vara var kosinn Haraldur Hermannsson. í umræðum um önnur mál kom fram að nú er unnið af kappi við innréttingu á 800 m' skrifstofu- húsnæði í aðalstöðvum félagsins við Ártorg. Flytjast þá skrifstofur félagsins úr 80 ára gömlu húsnæði í Gránu, sem fyrir löngu er orðið allt of lítið, því vöxtur félagsins hefur verið mikill síðustu áratug- ina. - þá. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. v/Tryggvabraut sími 22700. Honda '86 árgerðin. Fáeinir bílar koma í apríl .....—■ Sumarhús - Veiðhús Höfum hús til afgreiðslu í vor. Getum útvegað skógi vaxnar lóðir. Yfir áratugs reynsla tryggir gæðin. „TRÉSMIÐJAN MOGILSF.fm SVALBARÐSSTRÖND S 96-21570 I«S Verkstjórar Félagsfundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu í dag fimmtudag 20. mars kl. 20.30. Dagskrá fundarins: 1. Samningarnir. 2. Önnur mál. Stjórnin. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKIMSMERKI LETTIB b HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR P O Bo< 3*8 - 602 Akuftyn Svinakjöt • Bæjonneskin Egg á Munið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.