Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 3
23. desember 1986 - DAGUR - 3 Jólin eru að koma. Pessi orð læðast um eins og þýður andardráttur. Stundum eru þau sögð á hærrí tónum. Það er jafnvel kallað. Eru ekki jólin alveg að koma? Mamma, hvað er langt til jóia? Sérstakur ljómi kemur í augu barnanna að minnsta kosti þeirra er eiga við eðlilegar aðstæður að búa oggeta vænst þess að jólahald verði heima með gleði og friði. Hvers vegna þessi eftirvænting? Hvers vegna þessi gleði og tilhlökkun? Því verður ekki neitað að jóiin eru óvenjulega stór dagur, eins konar sól með fylgitungium. Jóladagurinn er talinn fæð- ingardagur Jesú, eina barnsins, sem vott- fest er, að sé Guðsson. Þó að við skiljum það ekki hvernig slíkt getur verið þar sem þetta barn var þó fætt af mannlegrí konu. Þessi niðurstaða færir okkur þó sanninn um það að kristin trú á ein Guðlegan upp- runa. Þetta jólabarn uppvaxið hefur kennt okkur hvernig Guð er og til hvers hann ætl- ast afokkur mönnunum sem um hann höf- um fengið fræðslu. „Guð er kærleikur,“ segir Jesús. Hann elskar okkur mennina og vill að við elskum hvert annað eins oggóð systkini. Guð er svo góður í okkar garð að hann fyrirgefur okkur mistök í góðri breytni og við getum talað við hann í bæn- um okkar. Það var Jesús sem kenndi mönnum „Faðirvorið“ iykilbænina til Guðs ogþegar við tölum við Guð þá gerum við það ínafni Jesú. Við eigum Jesú. Hann var okkurgef- inn á jólum. Hann er stærsta gjöfin sem gefin hefur verið vegna þess boðskapar sem hann hefur flutt okkur mönnunum. Boðskapinn um kærleikann. Það er ekki undarlegt að við fögnum og segjum: „Jólin eru að koma. “ Ég læt hug- ann reika til bernskujólanna í sveitinni heima. Það var ekki mikið um skreytingar en allt var hreint og fágað. Lítið heima- smíðað jólatré stóð uppi á borði. Það var blátt með sex álmum og toppljósi. Stór lampi hékk í dyrum milli svefnhúss og bað- stofu sem einnig var sofið í. Þegar búið var að kveikja á lampa og jólatréi þá var bjart- ara Ijós á lampanum. En það voru kerta- Ijósin á jólatrénu sem áttu alla okkai athygli ef til vill vegna þess að sungið var: „Jesús þú ert vort jólaljós. “ Það var ekki farið í kirkju á aðfangadag. Það var lesinn húslestur heima og viðeigandi sálmar sungnir. Allir reyndu að syngja með og ég held að aldrei hafi hugur eins fylgst með inntaki sálmanna ogþá. Það var sál og hug- ur sem söng. Eftir þessa athöfn, helgi- athöfn, sem allir tóku þátt í eftir bestu getu, var úthlutað gjöfum og kortum. Gjafirnar voru oftast kerti og spil og ein- hver skjólgóð flík. Stundum bárust að gjafir, fallegar gjafir sem aðeins voru til þess að horfa á bæði þá og síðar. Þær sýndu að sjálfsögðu vinarhug gefandans. Ekki máttum við spila á spilin fyrr en á annan. Hvorki við börnin né fullorðna fólkið vor- um aðalinntak jólanna né það sem jólin snérust um heldur Jesús. Við vorum að fagna fæðingu Hans og áttum að reyna að skynja Hann sem mest og best. Ég minnist þess enn eftir öll þessi ár hvernig ég reyndi að sjá Hann í kertaljósinu mínu sem ég hafði sjálfur kveikt. Það tókstað vísu ekki. En þegar ég hélt líka á jólakorti þar sem á var gullin mynd af Honum og foreldrum Hans þá fannst mér Hann hjá mér. Þá fannst mér öllu máli skipta að eiga aðeins innra með sér fallegar hugsanir og væntum- þykju og velvilja til fólksins á heimilinu. Eg var ekki einn um þessar hugsanir heldur allir að mér virtist. Við töluðum saman á lægri nótum en venjulega og af meiri inni- leik. Það var einhver hjá okkur sem við höfðum boðið inn og bárum virðingu fyrir á óvenjulegan hátt. Ef mér varð á að gera eitthvað á jólum sem ekki mátti varð ég verulega hryggur. Mér fannst ég vera að missa eitthvað sem ég mátti ekki missa. Þegar ég hugsa nú til baka og ber saman jólin þá og nú verður mér Ijóst hve fáar og smáar okkar jólagjafir voru hvort sem litið er á þærfrá sjónarhóli gefandans eða þiggj- andans miðað við þær sem í dag eru gefnar. Ef til vill er þetta þó kjarni málsins; þess- ar gagnkvæmu gjafir glöddu alla aðila en skyggðu ekki á þá jólagjöf sem Jesús var. Þegar ég var háttaður með kertaljósið mitt við rúmstokkinn dvaldi hugurinn við Jesú, jólaljósið, en ekki gjafirnar. Það var svo gott að eiga hann bæði fyrir sig og með pabba og mömmu og systkinum, já með öllum. Hann var trygging þess að Guð væri hjá mér, hjá okkur og vekti yfir okkur svo að ekkert illt gæti hent. Það kom eins og af sjálfu sér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Með þetta öryggi í huga slökkti ég kerta- Ijósið mitt. Ég óttast að börn í dag fari á mis margt afþessu sem þó er svo dýrmætt. Nú eru það gjafirnar, margar og dýrar, sem hugurinn snýst um á aðfangadagskvöld og líka þegar lagst er á koddann. Við sem gefendur og þiggjendur erum orðin aðal- atriðið. Finnum til sælukenndar af að gleðja börnin með gjöfunum okkar en gleymum okkar sameiginlegu gjöf, Jesú, sem er aðalatriðið. Gjafirnar sem við gef- um innpakkaðar eru hverfular og gleymast fljótt en ef við munum eftir Jesú og okkur tekst að gefa börnunum mynd hans í hug og hjarta, þá höfum við gefið þeim gjöf til framtíðarinnar sem á eftirað verða þeim til styrktar og blessunar um ókomin ár og okkur sjálfum til fagnaðar því hvað gleður okkur meira en gæfa okkar eigin barna. Guð gefi að okkur takist um þessi jól gefa börnunum slíka gjöfog okkur sjálfum einnig. Gleðileg jól. ■Mj/ý l! Gíeðúeg jóC og farsí2& fwmondi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. X f / * / 'Ælvörubœr't1 ▼*/ HÚSRARNIAVFRSI l JN HUSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHOLF 266 602 AKUREYRI SlMI (96)21410 G(eðileg jóí og farsceít fwmandi ár. Þökkum viðskiptin. d7 Óska viðskiptavinum mínum GCeðiCegra jóCa og farsceídar á komandi ári. Þakka viðskiptin á árinu . sem er að líða. Sendum öllum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum okkar bestu jóCa- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin. % AKUREYRI á/ Allt fyrir bílinn! Látið yfirfara bílinn fyrir veturinn. Vandið valið - Við vöndum verkin. Gleðileg jól Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. / \ þÓRSNAMAR HF. við Tryggvabraut Akureyri. Sími 22700.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.