Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 19

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 19
23. desember 1986 - DAGUR - 19 næstunni Hlíðarfjall: Nægur snjór „Hér er miklu meira en nægur snjór og færið alveg frábært,“' sagði ívar Sigmundsson í Hlíö- arfjalli er við ræddum við hann í gær. Ivar sagði að frá laug&iucgm- um og fram til þriðjudags 30. des. yrði opið á hverjum degi kl. 10.30-15.30. Auk þess sem allar lyftur verða í fullum gangi verða göngubrautir lagðar fyrir þá sem vilja fremur vera á gönguskíðum. Þá er nægur snjór í Kjarna- skógi og þar eru brautir lagðar á hverjum degi og því er allt til reiðu fyrir skíðaáhugafólk á á Snjómokstur á ýmsum leiðum um jól og áramót nug um jól / ____X.4- Flugleiðir og Flugteia Norðurlands Iljúga margai aukaferðir um jólin og áramót in á öllum föstum áætlunar- leiðum innanlands. í dag verður flogið sjö sinnum til Reykjavíkur frá Akureyri á vegum Flugleiða og einu sinni á vegum Flugfélags Norðurlands. Á aðfangadag verða tvær ferðir Ak.-Rvk. og fer seinni vélin kl. 14.20 frá Akureyri. Ekkert er flogið á jóladag. Á annan í jólum verða fjórar ferðir Ak.-Rvk. á vegum Flugleiða og ein á vegum Flugfélags Norðurlands. 27. des. verður flogið á sama tíma og venjulega. Þrjár ferðir verða til Vestmannaeyja í dag og ein á morgun. Til Egilsstaða verða þrjár ferðir í dag og ein á morgun, sama gildir um flug til ísafjarðar. Landsbanki Islands óskar vióskiptavinum sinum gleöilegra jóla og fársældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin . í eitthundrað ár. f /f Landsbanki I Islands í |l Á Banki allra landsmanna \ 1 p 1 ■ Vegagerð ríkisins hefur áætlað snjómokstursdaga á ýmsum leiðum um jólin og áramótin. Samkvæmt áætluninni verður mokað eftirfarandi daga: Dagana 22., 23., 27., 30. des- ember og 2. og 3. janúar ’87: Brú í Flrútafirði-Hólmavík, Blönduós-Skagaströnd, Sauðár- krókur-Siglufjörður. Dagana 22., 23., 27., 29., des- ember og 2. og 3. janúar ’87: Akureyri-Dalvík, Akureyri- Grenivík, Akureyri-Húsavík- Þórshöfn, Húsavík-Mývatn. Dagana 22., 27., 29. desember og 2. janúar ’87: Sauðárkrókur-Hólar, Varma- hlíð-Reykir, Dalvík-Húsabakka- skóli, Húsavík-Laugar, Þórs- höfn-Bakkafjörður-Vopnafjörð- ur. Þá verður vegurinn frá Akur- eyri til vegamóta Ólafsfjarðar- vegar mokaður alla virka daga nema laugardaga. Sama gildir um veginn frá Sauðárkróki til Varmahlíðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.