Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 23. desember 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, ÖESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Dalvíkingar og nærsveitamenn Frá Leikfélagi Dalvíkur. Til sjávar og sveita Samantekt úr verkum Jónasar Árnasonar. Stjórnandi Kristján Hjartarson. Sýningar 27. desember kl. 16.00. og 30. desember kl. 21.00. Aðgöngumiðar við innganginn. Leikfélag Dalvíkur. Get ég haldið jól? - örlítil jólasaga Guð gaf kaupmönnunum jólin,“ hugsaði Sigfinn- ur með sér, dapur í bragði. í fjörutíu ár hafði hann keyrt vörubíl og séð fjölskyldu sinni farboða. Undanfarin ár hafði Þuríður kona hans tekið að sér skúringar því tekjurnar af akstrinum voru orðnar ansi köfl- óttar. Börnin þeirra sex voru öll komin á legg og flogin úr hreiðr- inu nema Guðfinna sem var átján ára og bjó hjá foreldrum sínum. „Hátíð barnanna," hnusaði Sigfinnur og fór ómjúkum hönd- um um tískublöðin í biðstofu bankastjóra. Loks kom röðin að honum og hann drattaðist inn í leðurland fjárveitingavaldsins. Samskiptum þeirra þarf ekki að lýsa. Bankastjórinn var mannvin- ur og bar sig svo aumlega að það var engu líkara en hann vildi frekar vera í sporum Sigfinns. „Sælir eru fátækir því þeirra er himnaríki," stundi hann klökkur. Af gæsku sinni vildi hann ekki sverta orðspor Sigfinns fyrir almættinu og vísaði honum út með ósk um að guð gæfi honum gleðilegjól. „Kysstu barnabörnin frá mér,“ snökti hann og lokaði að sér. Á þessari stundu voru barna- börnin einmitt að velta því fyrir sér hvað þau myndu fá í jólagjöf frá afa og ömmu. He-man, Skeleton og Beastman bar á góma svo og Sindy, Barbie og Lundby. Foreldrar þeirra hugs- uðu hærra. Stereo-græjur, mynd- bandstæki og ekki síst öflugt sjónvarpstæki á aðeins sextíu og níu og níu. Það er ekki mikið þegar greiða má með vildarkjör- um. Og ef maður kaupir tvö sjón- varpstæki fær maður fimm prós- ent afslátt á öðru þeirra. Tilvalið í svefnherbergið. Sigfinnur skondraði heim til sín og færði konu sinni tíðindin. Þuríður sýndi engin viðbrögð, en var greinilega miður sín. Hvernig gátu þau haldið jól fyrir börnin sín og barnabörn, boðið þeim í mat og gefið þeim veglegar jólagjafir? Þess var krafist af þeim, nú sem og undanfarin ár. En þegar þau gátu vart þraukað mánuðinn þrjú í heimili þá var ekki hægt að ætl- ast til af þeim að stunda jólaút- gerð fyrir fjölda manns. Útlitið var dökkt. í útvarpinu glumdu jólaauglýs- ingar. Sjónvarpið var sömuleiðis undirlagt af auglýsingum. Börnin urðu æstari og æstari þegar nær dró jólum. Foreldrarnir trekktust upp og létu allt fara í taugarnar á sér. Jólasveinarnir voru komnir á kreik og gáfu börnunum súkkul- aði eða nagla í skóinn í samræmi við hegðun þeirra. Mörg börn fengu nagla. Mörg börn vöktu foreldra sína með reiðiöskri á morgnana, grýttu nöglum í gólfið og bölvuðu jólasveinunum. For- eldrarnir hótuðu krökkunum, en ástandið fór hríðversnandi. Væntingarnar urðu meiri en mögulegt var að uppfylla. S dúnmjúkri kyrrð jólanna sátu miðaldra hjón, þreytt en ánægð, við gamla jólatréð í stofunni. Dóttir þeirra á nítjánda ári lá á gólfinu og fletti bók. Lágværir orgeltónar liðu um þægilegt andrúmsloftið og blönduðust daufri angan af hangi- DÓMKIRKJAN í YORK: Við lá að 240 ára starf yrði rústum á einni nóttu. 700 ára gamalt timbrið skíðlogáði, bráðið blý lak niður, steindir gluggar splundruðust. Segja má að Bretaveldi hafi verið skelfingu lostið, heimsbyggðin öll varð fyrir áfalli. Stærsta og glæsi- legasta gotneska kirkjan í norðanverðri Evrópu hafði orðið fyrir eldingu. Pað var aðeins fyrir dugnað og elju slökkviliðsmanna að tókst að bjarga stærstum hluta þessarar gríðarstóru byggingar - nema ósýnileg hönd hafi þar lagt eitthvað af mörkum. Þetta gerð- ist í júlí 1984 og nú röskum tveimur árum síðar er endur- byggingin langt komin. Kirkjan sem uni ræðir er York Minster, eða dómkirkjan í York í austurhluta Englands. Fullu nafni heitir hún Cathedral and Metropolitan Church of St. Peter in York, og er höfuðkirkja ensku biskupakirkjunnar á norðan- verðu Englandi. Þessi kirkja ásamt sóknarkirkjum í York eru þekktar fyrir heimsins mesta úr- val steindra og litaðra glugga frá miðöldum. í daglegu tali gengur þetta guðs- hús undir heitinu Minster of York. Orðið Minster þýddi upp- haflega miðstöð trúboðs og það- an var evangelisku trúboði stjórnað í hinum víðfeðmu hér- uðum Yorkshire og víðar. Kirkj- an er í raun ekki í neinu samræmi við íbúafjöldann á þessu svæði, en York hefur alla tíð verið mikil miðstöð. Þar var t.d. miðstöð og höfuðvígi riddaranna, sem ótrauðir héldu í krossferðir til Landsins helga, til að frelsa það úr höndum trúleysingjanna. Gömlu borgarmúrarnir umhverf- is kastala þeirra eru enn við lýði að miklu leyti. Sem betur fer var brunatjón- ið minna en á horfðist í fyrstu. Skemmdir urðu aðeins á suðurþverálmu Það var ófögur sjón sem blasti við York-búum, stoltið þeirra í björtu báli. Sérfræðingar víða að úr heiminum unnu við endurreisnina - hér við að lagfæra steinda glugga. kirkjunnar. Áfallið var engu að síður gífurlegt. En það er eins og trúin flytji fjöll. Sjálfboðaliðar flykktust að víðs vegar úr heimin- um til að hreinsa rústirnar og endurbyggja kirkjuna. Fjármunir streymdu einnig að til að fjár- magna endurreisnarstarfið. Og upphaflega var það trúin sem reisti þetta mikla gotneska fjall. Pað er með ólíkindum að þetta mikla hús skuli hafa verið byggt á miðöldum, þegar ekkert var til hjálpar nema handaflið - og hug- vitið - og trúin. Það er ekki með nokkrum hætti hægt að lýsa svona húsi. Áhrifin eru fyrst og fremst til- finningalegs eðlis. Maður fær til- finningu fyrir því mikla afli sem olli því að þetta hús var byggt, þeim staðfasta átrúnaði sem að baki liggur. Þarna er svo vítt til veggja og hátt til lofts að manni finnst maður ekki vera í húsi. Gamall tilhöggvinn steinninn hefur undarleg áhrif - sagan verður allt að því áþreifanleg. Þarna eru grafir í gólfum og stórir minningarskildir á veggjum. Þarna eru fagrar styttur og önnur listaverk. Þarna gengur fólk hljóðlega um sali. Þarna finna þeir sem trúa helst á tækni nútímans, að trúin á góðan anda er flestu öðru yfirsterkari. HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.