Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 23. desember 1986 Kristján Tryggvason Akureyri: „Jólin eru í föstum skorðum“ „Jólaundirbúningur á mínu heimili er í föstum skorðum frá gamalli tíð. Maður tók þetta upp eftir foreldrum sínum. Pað má búast við því að nýir jólasiðir hafi komið inn þegar konan mín kom til sögunnar. Annars féllu okkar jólasiðir mikið saman. Við vor- um mjög innstillt á gamla siði svo sem að gera laufabrauð, eins og reyndar flestir hér fyrir norðan. Hangikjötið var sjálfsagður hlut- ur í jólahaldinu og var ævinlega borðað á jóladag. Síðustu ár hef- ur Iéttreyktur lambahryggur ver- ið á borðum á aðfangadag, en slíkt var ekki komið fram á sjón- arsviðið áður fyrr. Meðan konan mín var á lífi voru oft rjúpur í matinn, en slíku hafði ég ekki vanist af Svalbarðsströndinni, þaðan sem ég er upprunninn. Hangikjötið var allsráðandi í minni æsku. Eins man ég vel eftir því að reyktir bringukollar voru mikið borðaðir. Þetta sést varla í dag og sýnir hvernig siðir breyt- ast með tímanum. Ég fer lítið til kirkju á jólum, en fjölskylduboð eru algeng og hafa verið í gegnum árin. Auðvit- að eru nýir siðir að ryðja sér til rúms í dag. Jólaglöggið er gott dæmi um það. Slíkt var ekki til og virðist vera innflutt. Jólasvein- ana þekktum við og voru það þá íslensku jólasveinarnir. Bók Jóhannesar úr Kötlum um jóla- sveinana kom út þegar ég var barn og þær þulur og jólasveinar virðast vera ljóslifandi fyrir mönnum enn í dag, þrátt fyrir þann rauðklædda." Ema Gunnarsdóttir: „Hlakka allt- aí jafiimikið tíl jólanna“ „Helgina fyrir jólin er ég að vinna fyrir sunnan, eins og aðr- ar helgar, en síðan er ég komin í frí. Það er reyndar ball þann 27. des. en ég ræð hvort ég I syng þá og ég er ekki búin að ákveða það,“ sagði Erna Gunnarsdóttir, er hún var spurð hvernig hennar jól yrðu. Erna er söngkona og kennari. Syngur með hljómsveit Magn- úsar Kjartanssonar á Hótel Sögu og kennir við Verk- menntaskólann. Það er því nóg að gera hjá Ernu og hún er stöðugt á ferðinni milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. En áfram með jólin. „Á Þorláksmessu fer ég alltaf í bæinn, hvort sem ég þarf að versla eitthvað eða ekki, þetta er bara föst venja. Á aðfangadag er jólagjöfum komið til réttra aðila og urn kvöldið borðum við hjá pabba mínum og mömmu eða hjá tengdaforeldrum mínum sem búa í Fnjóskadal. Á jóladag er síðan borðað á þeim stað sem við vorum ekki á aðfangadagskvöld. Á 2. í jólum eru það svo jólaboð- in, alltaf nóg af þeim.“ - En áramótin? „Það er nú ekki alveg ákveðið hvernig þau verða, en mér þykir líklegast að við borðum heima hjá okkur, við erum nýflut.t, keyptum okkur nýlega raðhús- íbúð og erum að koma henni í stand. Við bjóðum þá einhverj- um til okkar í mat, líklega for- eldrum okkar beggja og eyðum áramótum hér heima í rólegheit- unum.“ - Hvernig er með matarvenj- ur, eru þær fastar? „Já, hjá minni fjölskyldu eru það rjúpur á aðfangadag og mér finnst jólin ekki koma fyrr en ég finn rjúpnalyktina. En því miður finnst manninum mínum rjúpur ekki góðar og það er orðið svolít- ið vandamál. Það er svínakjöt heinia hjá foreldrum hans á aðfangadag. Á 2. í jólum er svo alltaf hangikjöt og yfirleitt svína- bógur á gamlárskvöld og ég ætla ekki að breyta út af þeirri venju nú.“ - Hlakkar þú til jólanna? „Já, hvort ég geri, mér þykir þetta alltaf jafn gaman. Nei, nei, mér finnst þetta ekki bara hátíð barnanna, en auðvitað er spenn- ingurinn öðruvísi en þegar maður var krakki.“ - Nú færð þú ágætis frí um jólin, hvernig á að eyða frídögun- um? „Það er nú alveg á hreinu, það er verið að sauma gardínur, hengja upp myndir og koma hverjum hlut á sinn stað í nýju íbúðinni og frídagarnir fara vænt- anlega flestir í það.“ Jón Baldvin Halldórsson Reykjavík: „Jól í dalnum voru skenuntileg“ „Mín jól koma til með að breyt- ast mikið, því jólin hafa alltaf verið haldin í dalnum kæra, - Svarfaðardal. Nú er ekki auðvelt að hlaupa þangað, þar sem fjöl- skyldan er flutt þaðan. Allt stefn- ir í að ég haldi mín jól á Akur- eyri. Auk þess er ég að halda mín fyrstu jól með eigin fjölskyldu, svo það er mikil breyting frá því sem áður var. Stóra spurningin er sú, hvort ég komist norður á aðfangadag. Ég verð að reikna með því að komast á síðustu stundu vegna vinnu. Ef ekki, fæ ég hvorki að eta né drekka, því enginn undirbúningur er hjá okk- ur hér í Reykjavík. Jólin mín í dalnum voru skemmtileg. Aðfangadagur var notaður í að fara milli bæja með jólapóstinn. Það var farið snemma í fjósið og reynt að klára þar snemma, svo menn kæmust í jólasteikina á skikkanlegum tíma. Það var vinsælt að fara í fjósið á aðfangadag. Það þurfti að eyða deginum hvort eð var, svo það var ekki verra að eyða honum með kúnum. Þær fengu sérstaklega vel gefið þennan dag. En hjá okkur fólkinu var lamba- hryggur á aðfangadag, svo lengi sem ég man eftir mér, en rjúpur hafa aldrei verið á mínu heimili. Hangikjötið var alltaf á jóladag.11 Saga Jónsdóttir: „Víl halda í gamlar venjur“ „Ég byrja á því að setja aðventu- ljós í gluggann og hengja upp jólagardínurnar fyrir eldhúsið. Laufabrauðið og smákökurnar eru með seinni skipunum, því annars klárast þær bara fyrir jól. Annars er ég búin að baka 9 sort- ir af smákökum, en það má eng- inn vita af því. Ég er alltaf með svínahamborgarhrygg og rækju- forrétt á aðfangadag. Það er allt- af Þorláksmessuskata hjá okkur. Við skreytum alltaf eftir miðnætti á Þorláksmessu og hefjum mál- tíðina alltaf klukkan 6 á aðfanga- dag. Sama er á gamlárskvöld. Mér þykir gaman að halda í eitthvað svona gamalt. Þetta tek ég í arf frá mínum foreldrum. Einnig er það mitt verk að afhenda jólagjafirnar og fær eng- inn að snerta þær á undan mér. Síðan ég flutti suður hefur verið lítið um fjölskylduboð. Eins hef ég verið að vinna yfir jól við leikhúsin, svo heimsóknir hafa verið stopular." Elín Karisdóttir Raufarhöfn: „Hangíkjötíð alltivið hendina“ „Það fer ekki mikiö tyrir undir- búningi hjá mér, því ég er í vinnu og nota frítímann til að baka og laga til. Ég baka bara 5 smáköku- sortir að þessu sinni, því tertur eru vinsælli. Jólatréð og annað innandyra er alltaf skreytt á Þor- láksmessu. Jólamaturinn er rjúp- ur á aðfangadagskvöld og er það eini fasti punkturinn á mat- seðlinum. Svínasteik og eftirrétt- ur er á jóladag. Auðvitað er hangikjötið alltaf við hendina og menn ganga í það þegar þeir vilja. Það er mikið um að fólk fari til Húsavíkur eða Akureyrar til að versla, því vöruúrval er lítið hér. Ef maður er ekki á staðnum þeg- ar tekið er upp, þá er hætt við því að maður fái ekkert. Þetta er hlutur sem fólk skilur ekki sem býr á stærri stöðum. Það er mjög lítið um jólaskreytingar hér í þorpinu. Það er aðeins í kaupfé- laginu. Aðventuljós eru að vísu í gluggum, en að öðru leyti er nán- ast ekkert af skreytingum. Ég vona að ég komist til Akureyrar, þó ekki væri nema til að sjá skreytingarnar, því þær koma manni í jólaskap. Fjölskylduboð eru hér hjá okk- ur á jóladag. Að öðru leyti er ekkert í föstum skorðum hvað( það varðar. Okkur líður vel hér og höldum okkar gleðilegu jól.“ Sigrún Jónsdóttir Rangá í Köldukinn: „Eitthvað gott fyrir meiin og dýr“ „Undirbúningurinn er geysimikill í sveitinni. Aðventukransinn er kominn á borðið og ljósið í gluggann. Jólin eru mikil fjöl- skylduhátíð hjá okkur. Til dæmis hittist öll fjölskyldan við laufa- brauðsgerð. Við bökum smákök- ur saman. Þegar sonur okkar var prestur hér, messaði hann á jóla- dag. Eftir það var kvöldverður hjá okkur. Þá var nú gaman að hafa alla fjölskylduna í kringum sig. Við höfum alltaf haft læri á aðfangadag og hafa börnin mín haldið þessum sið, þrátt fyrir miklar breytingar í þjóðfélaginu. Að sjálfsögðu er möndlugrautur á eftir og verðlaun fyrir möndl- una. Á Þorláksmessu höfum við alltaf hangikjöt. Það er síðan borðað kalt á jóladag. Við förum í leiki, bæði ungir og gamlir. Unga fólkið leggur þrautir fyrir það eldra og reynir að reka á gat. Svo syngjum við auðvitað saman. Við höfum haft það fyrir sið að fara til Akureyrar fyrir jólin. Það verður líka núna ef færðin verður góð. Það er alltaf viss ljómi yfir því að fara til Akureyrar í jóla- ferð. Dýrin fá sín jól líka. Hestar sem gengið hafa úti eru hýstir og fá sérstaklega gott hey. Sama er um féð. Það er því eitthvað gott, bæði fyrir menn og dýr á jólun- um.“ Ema Indriðadóttir Akureyri: / „Utvarps- messan er ómissandi“ „Það eru fastar skorður á mínum jólum og er það eitthvað sem maður tekur í arf frá sínu æskuheimili. Ýmislegt er það sem mér þykir tilheyra Þorláks- messu, aðfangadegi og jóladegi. Lyktin af hangikjötinu og gren- inu sem verið er að koma með inn í húsið skapar vissa stemmn- 4ngu, að ógleymdum jólakveðj- unum í útvarpinu, sem eru ómiss- andi, Auk þess að fara í kirkju- garðinn og setja eitthvað fallegt á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.