Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 23. desember 1986 „Ég hef alttaf reynt að vera glaðlyndur ogsanngjam“ - segir Hilmar Gíslason yfirverkstjóri Akureyrarbæjar - eða Marri Gísla, eins og hann er jafnan kallaður AUir Akureyringar þekkja „Marra Gísla“, eða Hilmar Gíslason eins og hann heitir réttu nafni. Marri er það nafn sem hann er þekktari undir og við munum halda okkur við það hér á eftir. Hann er yfir- verkstjóri Akureyrarbæjar og kemur víða við sem slíkur. Eins vita margir að hann er haldinn gífurlegum íþrótta- áhuga, sjúklegum, eða því sem næst segja sumir. Iþróttirnar hafa átt hug hans allan frá því hann man eftir sér sem „púki“ á Eyrinni og enn er hann að af fullum krafti. - Lengst af var það knattspyrnan sem var í efsta sætinu hjá Marra, en þeg- ar hann varð fimmtugur snemma á þessu ári fékk hann gjöf frá vinum sínum sem átti heldur betur eftir að breyta hlutunum. Við byrjum spjallið á því að tala um golf. „Hélt að þetta væri ekki íþrótt“ „Áður en ég fékk þetta golfsett í afmælisgjöf hafði ég aldrei komið upp á golfvöll og ég hélt að þetta væri ekki íþrótt. Eg gat ómögu- lega skilið að það væri eitthvað varið í að eltast við einhverjar litlar kúlur út um allt. Það var ofvaxið mínum skilningi að full- orðnir menn nenntu þessu.“ - Þér hefur þá væntanlega brugðið þegar vinirnir færðu þér golfsettið í afmælisgjöf með því skilyrði að þú notaðir það? „Já, og mér datt ekki í hug að ég myndi fá neinn áhuga á þessu. Þeir sem gáfu mér golfsettið voru félagar mínir sem ég var búinn að vera lengi með í fótboltanum og skalltennis. Þótt ég væri búinn að kvíða því hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur þegar ég hætti í fótboltanum þá hafði ekki hvarfl- að að mér að fara í golfið. En sennilega hefur það bjarg- að mér að Guðni Jónsson sem er einn þessara félaga minna tók mig með upp í íþróttahöll sl. vor. Þar var þá nýbyrjaður kennslu enskur atvinnumaður í golfi hjá Golfklúbbnum og þar byrjaði ég að reyna að slá kúluna í net. Mér fannst þetta ekkert gaman fyrst, en fór samt alltaf í tímana til kennarans. Svo var farið að fara í tíma utanhúss uppi á golf- velli þegar jörð var orðin auð. Ég stundaði þetta samviskusamlega nteð nokkrum félögum mínum, fór tvisvar í viku í tímana til kennar- ans en ekkert meira. Kennarinn var ekki ánægður með þetta og sagði að ég myndi ekki ná nein- um árangri ef ég kæmi bara í tím- ana en æfði ekki og spilaði þess utan. Ég fór því að fara oftar og þeg- ar kom að því að ég fór að hitta boltann vel af og til kom áhuginn heldur betur maður. Ég hellti mér bara í þetta af krafti og varð alveg heltekinn. Þegar leið á sumarið réði ég ekkert orðið við mig, ég hugsaði ekki um neitt annað en golf allan daginn. Það snerist allt um það að komast upp á golfvöll og þótt á ýmsu gengi hvað árangurinn snerti þá gafst ég ekki upp. „Lærdómur að keppa“ Það munaði þó oft litlu, enda er golfið þannig að það getur allt verið á móti manni einn daginn, ekkert gengur, en síðan gengur vel þess á milli. Einu sinni var ég t.d. að spila og gekk svo illa að það hvarflaði að mér að skilja bara settið eftir úti á vellinum og fara heim. En allt í einu fór ég að hitta kúluna og allt varð bjartara. Síðan hef ég passað mig að láta það ekki fara í skapið á mér þótt slæmir kaflar komi. Ég fór að fara í mótin og vissulega var erfitt þegar maður Ienti í erfiðleikum í kafgrasi og fór jafnvel sumar holurnar á yfir 10 höggum. Það var geysilegur lærdómur að fara að keppa þótt maður gæti lítið. Mér finnst alveg rosalega gaman að keppa og held ég myndi ekki endast lengi í golfi ef ekki væri keppnin.“ - Er þá keppnin númer eitt? „Já og spennan sem fylgir en hún getur verið alveg ógurleg. Mér finnst oft þegar ég hitti kúl- una vel að það komi yfir mig sama tilfinningin og þegar lax tekur agnið hjá veiðimanni. Þetta er alveg ógurlega spennandi og ég get ekki hugsað mér neitt ann- að en að spila golf þegar ég fer á ellistyrkinn. Ég lét veður ekkert á mig fá, klæddi mig bara eins og við átti hverju sinni, fór í vindgalla í roki, regngalla í rigningu og jafn- vel í klofhá stígvél ef það var ein- hver vatnsgangur, lét mig bara hafa það. Og svo kom fyrir í haust að maður stökk af stað þótt það væri byrjað að dimma, svo lenti maður í myrkri og lét þá bara vaða.“ „Vertíðin of stutt“ - Illar tungur sögðu að þú hefðir æft við bílljós. „Nei svo slæmt var það ekki, það er nú bara lygi. En golf- vertíðin er allt of stutt og við því ætla ég að sjá á næsta ári. Þá ætla ég að spila fyrir sunnan í febrúar- mars þegar verður orðið snjó- laust þar og svo er ég alveg ákveðinn í því að lengja sumarið hjá mér með því að fara í golf- ferð til útlanda næsta haust, mað- ur byrjar að leggja drög að því um áramótin." - Það heyrðist til þín bölva því að þú hefðir ekki uppgötvað þessa íþrótt fyrr. „Já það er rétt. Ég held að það sé forsenda tii þess að geta náð góðum árangri sem keppnismað- ur að byrja ungur. En golfið er líka alveg kjörið fyrir fullorðna menn eins og mig. Ég átti auðvit- að að vera hættur fyrr í knatt- spyrnunni og kominn í golfið, það er miklu betri íþrótt." - Einhver markmið í golfinu sem þú vilt láta uppi? „Já. Markmiðið er að spila 9 holurnar undir 50 höggum og vera öruggur með þann árangur alltaf, það er lágmarkið og ég fann að það á að vera hægt. Ég spilaði oft á rétt rúmlega 50 högg- um þegar ég var að æfa en þær vildu því miður hækka dálítið tölurnar þegar maður fór í mótin.“ „Alltaf rúllaði kúlan í holuna“ - Það hafa örugglega komið fyrir einhver skemmtileg atvik á golfvellinum í sumar, hvað dettur þér í hug? Gísli Jónsson: „Lítið fyrir það að tapa“ „Marri Gísla er fyrst og fremst jákvæöur og góður náungi,“ segir Gísli Jónsson forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar, en hann hefur spilað knattspyrnu innanhúss með Marra í um 10 ár. „Hann getur verið skapmað- ur á æfingum því keppnisskapið er í lagi og hann er lítið fyrir það að tapa. Marri er nú á sex- tugsaldri og elstur í okkar hópi. En hann er ákaflega skemmti- legur félagi og það gerist margt í kringum hann. Á æfingu fyrir skömmu gekk honum óvenju- illa og var að sjálfsögðu strítt á því að æfingunni lokinni. Marri vildi þá ekki viðurkenna að hann væri orðinn gamall, sagði bara að hann væri farinn að sjá illa og þyrfti að fá lækni til að kippa því í liðinn. Þetta lýsir honum nokkuð vel, en það sem einkennir hann öðru fremur að mínu mati er Gísli Jónsson. það hversu jákvæður hann er og skemmtilegur félagi,“ sagði Gísli Jónsson. Golfsettið er haft uppi við yfir veturinn ef snji vitað er fótboltinn hafður við hendina alla da „Það skeði alveg furðulegur hlutur einu sinni. Ég var að spila að kvöldi til með Ævari Jónssyni kunningja mínum og þegar við vorum búnir með 4. holuna þurftum við að bíða með að kom- ast á 5. teig vegna þess að þar voru menn fyrir. Við gerðum okkur því það til dundurs á með- an við biðum að pútta á 4. flöt- inni og þá skeði nokkuð furðu- legt. Það var alveg sama hvar ég setti kúluna mína, hvort það var einn, tvo, fimm eða tíu metra frá holunni, alltaf renndi ég henni beint í holuna. Ævar hló en ég púttaði og púttaði og það var sama hvernig ég bar mig að, allt- af rúllaði kúlan í holuna. En þessi dýrð stóð því miður ekki lengi, ég fór í sama gamla farið strax á næstu flöt. En þetta sýnir hversu óútreiknanlegt golfið get- ur verið.“ - Hefur þú eitthvað verið að handleika golfáhöldin í vetur? „Nei ég hef ekkert snert á þeim og ætla að reyna að stilla mig alveg fram í febrúar þegar kenn- arinn kemur aftur. Maður reynir að halda aftur af sér þangað til en 2. flol

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.