Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 23. desember 1986 Marri á æfíngu í skalltennis fyrir nokkrum dögum. Gunnar Blöndal fylgist undrandi með tilburðunum en Marri er einbeittur eins og sjá má. „Gjörbylting í gatnakerfinu“ vera með næst og það gerði ég, á strigaskóm. Mína fyrstu fótbolta- >skó eignaðist ég nokkrum árum síðar, Iðunnarskó sem voru nú ekki fullkomnari en það að þegar maður var að keppa þurfti að hafa áhöld við hliðarlínuna til þess að slá naglana til baka sem gengu upp úr botninum upp í ilj- arnar á manni.“ - Komstu frá fátæku heimili? „Pabbi var verkamaður og við vorum fjögur systkinin. Það var því oft erfitt en okkur skorti í raun ekkert og manni datt ekki í hug að vera með neina heimtu- frekju, það kom bara ekki til greina. Það er eitthvað annað en í dag þegar allir hafa allt til alls og heimtufrekjan gengur oft úr hófi fram. Ef til vill fæ ég útrás í því í dag að geta veitt mér allan þann útbúnað sem þarf í golfið, haft allt til alls. Eins hef ég alltaf lagt að krökkunum mínum þremur að Ieggja rækt við íþróttirnar og reynt að sjá til þess að þau hefðu alltaf allt sem til þarf á þeim vett- vangi.“ „Ætlaði að verða bflstjóri“ En lífið er ekki bara leikur. Eins og Marri sagði var hann 11 ára þegar hann fór út á vinnu- markaðinn. Þar hefur ekkert lát á orðið og vinnudagurinn oft verið langur. En stóð aldrei til að ganga menntaveginn? „Nei, bara að taka gagnfræða- prófið. Ég ætlaði mér alltaf að verða atvinnubílstjóri og það varð ég strax 17 ára. Fyrst keyrði ég hjá bænum, svo hjá Sendibíla- stöðinni og einnig á milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. Ég var líka einn af stofnendum Hóp- ferða sf. og keyrði fólksflutn- ingabifreið um tíma.“ - Og svo Iá leiðin til starfa hjá Akureyrarbæ. Hvernig vildi það til að þú varðst yfirverkstjóri Akureyrarbæjar? „Pabbi hafði unnið hjá Akur- eyrarbæ í um 40 ár, var fyrst hef- ilstjóri og síðan aðstoðarverk- stjóri. Ég hafði lært að hefla hjá honum þegar ég var strákur. Það kom fyrir að það var kallað í mig ef vantaði mann á hefil vegna veikinda og svo fór að ég festist þarna í starfi og varð vélamaður. Pegar verkstjórinn féll frá asnað- ist ég til þess að senda inn umsókn um starfið og öllum að óvörum fékk ég starfið. Ég varð hissa sjálfur en ástæðan var sú að pólitíkusarnir komu sér ekki saman um neinn af umsækjend- unum. Ég hef passað mig á því að ekki sé hægt að kenna mig við neinn stjórnmálaflokk, þótt það hafi verið reynt. Og í þessu starfi er ég búinn að vera í um 20 ár.“ - Var erfitt að taka við þessu starfi? „Já það var það og þetta er erfitt og krefjandi starf þótt það hafi breyst mjög mikið til batnað- ar á síðustu árum. Þessu fylgir mikil ábyrgð og það snýst mikið um að skipuleggja hlutina vel svo allt gangi upp. Oftast eru um 50 manns undir minni stjórn á vet- urna en við erum svo um 100 á sumrin þegar mest er um að vera. Hér áður fyrr þegar gatnakerfi bæjarins var ekki orðið eins full- komið og það er í dag var þetta geysilega erfitt. Göturnar voru ekki malbikaðar og sífelld vand- ræði ef úrkoma var. Þá flæddi inn í garða hjá fólki og jafnvel inn í húsin, en eftir að göturnar voru „teknar upp“ og allar lagnir sett- ar þar í er þetta allt annað líf. Það má segja að það hafi orðið gjörbylting á öllu gatnakerfinu og á öllum þeim leiðslum sem þar eru undir. Þeir þættir sem heyra undir mitt starfsvið eru gatnagerð og viðhald gatna, hreinsun þeirra, sorphreinsun, holræsahreinsun og öskuhaugarnir. Snjómokstur- inn er stór þáttur í starfinu yfir vetrarmánuðina og aðstaða okk- ar til þess að leysa það starf vel af hendi hefur batnað mjög mikið á ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Beta heinisnieistarinn - heitir bókin sem allir foreldrar láta í jólapakkann. Gleðileg jól! Komið-heimilisútgáfa. Geta skal... Eitt blað kemur út milli jóla og nýárs. Það kemur út þriðjudaginn 30. desember og þurfa auglýsingar í það blað að berast fyrir hádegi mánudaginn 29. desember. Á nýju ári kemur fyrsta blað út þriðju- daginn 6. janúar og þurfa auglýsingar í það blað að vera komnar fyrir hádegi 5. janúar á afgreiðslu auglýsingadeildar. Gleðileg jól! /r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.