Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 9
23. desember 1986 - DAGUR - 9 leiðið hjá sínum nánustu sem farnir eru eitthvað annað. Þetta er nauðsynlegur hluti undirbún- ingsins og gefur mér góða tilfinn- ingu fyrir jólunum. A aðfangadag er jólatréð skreytt. Þegar ég var bam feng- um við ekki fara inn í stofu til að sjá jólatréð fyrr en klukkan var 6 á aðfangadag. Þá voru jólin líka komin til okkar. Svo er það mess- an í útvarpinu, hún er ómissandi. mér þykja jólin ekki fullkomin ef ég fæ ekki messuna. Þrátt fyrir það fer ég ekki í kirkju og var það ekki gert á mínu heimili. En messan er ómissandi í útvarpinu. Þegar ég var við nám í Svíþjóð var engin messa og engar jóla- :kveðjur og voru það mikil við- brigði. Eftir að ég fór sjálf að búa höldum við jólaboð með minni fjölskyldu á jóladag og kemur það til vegna þess að ég á afmæli á jóladag. Sem barni þótti mér ég aldrei eiga afmæli og þótti það mjög sorglegt. Vinkona mín sem á afmæli á aðfangadag gerði sér lítið fyrir og skipti við ömmu sína á afmælisdögum. Þannig gat hún haldið upp á afmælið sitt í ágúst meðan amman tók afmælið sitt út á aðfangadag. Hins vegar átti ég ekki ömmu sem ég gat skipt við. Einn fastur punktur þarf að vera á jólunum hjá mér, þrátt fyrir tiltölulega fastar skorður á hlutunum, en það er að vera heima hjá mér á aðfangadags- kvöld. Það er nauðsynlegt og get ég ekki hugsað mér að vera ann- ars staðar. Fleira er í föstum skorðum, svo sem maturinn. Það er ævin- lega hamborgarhryggur, spergil- súpa og möndlugrautur á aðfangadag og hangikjöt á jóla-t dag. Jólakortin eru alltaf opnuð á sama tíma og jólabækurnar eru ómissandi. Það hefur verið hefð í minni fjölskyldu að gefa bækur. Ekki er það verra að geta kúrt í rúminu fram eftir á morgnana, með bók að lesa og smákökur á diski. Þetta er alveg dásamlegt." Bjöm Mikaelsson Sauðárkróki: „Mikflrýmum á konfektinu4 „Ég hef yfirleitt verið mikið bundinn í vinnu á jólum og ára- mótum. Undirbúningur hefur alltaf gengið sinn gang fyrir það. Nú orðið eru dætur okkar orðnar það stálpaðar að þær hjálpa mik- ið til. Það þýðir ekki að ég taki ekki þátt í undirbúningnum. Hann byrjar snemma í desember með laufabrauðsgerðinni. Svo gerum við líka konfekt og fara í þetta tveir dagar. Jólakortin eru næst og pakkar sem þurfa að fara til útlanda. Á aðfangadag eií lambahryggur á mínum borðum. Það er hefð frá mínu æsku- heimili. En rjúpur vil ég ekki borða. Þær eiga að vera hvítar. Matur er klukkan 6 og þá eru jól- in byrjuð. Skatan á Þorláksmessu er ómissandi þáttur undirbún- ingsins. Fleira er í föstum skorðum, svo sem heimsóknir og boð. Konfektgerðin er sér kapítuli. Ég tel mig vera konfektmeistara fjölskyldunnar. Það er ekki víst að ég búi til manna mest af kon- fekti. Hins vegar borða ég manna mest af konfekti. Þegar búið er að gera konfektið er það geymt í kaldri geymslu. Einhverra hluta vegna vill það rýrna ansi mikið. Enda er talað um að ég geri mér óeðlilega margar ferðir í geymsl- una. A síðasta ári þótti orðið langt á milli bitanna í kössunum. Ég taldi þetta vera eðlilega rýrnun. í sambandi við starfið gerum við okkur dagamun um jólin. Við skreytum lögreglustöðina fyrir jólin. Um áramót höfum við opið hús fyrir gesti og gangandi. Þá sem endranær eru allir velkomnir að líta inn og þiggja veitingar. Þetta er skemmtilegt og gefur samband við fólkið sem er á ferð- inni á gamlárskvöld. Það koma líka margir og bjóða gleðilegt ár, þiggja veitingar. Þetta er mjög gaman.“ AKUREYRARBÆR Frá Ferliþjónustu S.V.A. Ferliþjónustan mun hjólastólum um jól akstur samdægurs. Aöfangadagur frá kl. 9-12. Jóladagur frá kl. 10-11. Annar í jólum frá kl. 10-11. Gamlársdagur frá kl. 9-12. Forstöðumaður. sjá um akstur fyrir fólk í og áramót og skal panta Sími 24929. Sími 22485. Sími22485. sími 24929. GLEÐILEG JÓL SúHáfófi oú&an íattdúmötutcirtt otíctm yíe&tfayna 'jál#,. EIMSKIP ...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.