Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, þriðjudagur 23. desember 1986 243. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Bæjarstjórn Húsavíkur: Aðalskipulag samþykkt Fundur var haldinn í bæjar- stjórn Húsavíkur á timmtudag- inn. Ákveðið er að Húsavíkur- bær bjóði bæjarbúum til nýársfagnaðar, eins og gert hefur verið síðastliðin ár. A fundinum var samþykkt aðalskipulag Húsavíkur 1985- 2005. Athugasemdir við tillögu um nýja aðalskipulagið höfðu aðeins borist frá einum manni, Sigurði P. Björnssyni en bygg- inganefnd taldi ekki ástæðu til að gera breytingar á skipulaginu og ; var athugasemdum Sigurðar svarað bréflega. Talsvert miklar umræður urðu um skipulagsmál- in á fundi bæjarstjórnar og ekki voru allir bæjarfulltrúar sáttir við fyrirhugaða brúarsmíði yfir Búð- ará en að lokum var skipulagið samþykkt með sjö atkvæðum, einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði á móti og annar sat hjá. Aðal- skipulagið verður nú sent skipu- lagsstjóra ríkisins til staðfesting- ar. Ákveðið er að Húsavíkurbær kaupi Tún, húseign Jóhanns Skaptasonar sem hann ánafn^ði Safnahúsinu. Kaupverð hússins er byggt á brunabótamatsverði en fyrirhugað er að nota húsið í tengslum við uppbyggingu skóla- halds á Húsavík. Aðalfundur Hótel Húsavíkur var haldinn 17. des. Akveðið er að eignaraðilar annist áfram rekstur hótelsins, en þeir tóku við rekstrinum af Samvinnuferð- um í haust. Nú er lokið fjárhags- legri endurskipulagningu og á aðalfundinum var ákveðið að auka hlutafé um 8 milljónir króna. Kosningar um hvort heimila eigi opnun áfengisútsölu á Húsa- vík verða haldnar laugardaginn 3. jan. n.k., 1698 manns eru á kjörskrá, þeir bæjarbúar sem eru 18 ára eða eldri á kjördegi. Áfengisvarnanefnd Húsavíkur hefur boðað til almenns borgara- fundar sunnudaginn 28. des., óskar nefndin eftir að flokkarnir sendi fulltrúa á fundinn og geri grein fyrir afstöðu sinni til málsins. IM „BylgjaiT komin norður „Leyfið er fengið og við byrj- um annað hvort í kvöld eða á morgun,“ sagði Einar Sigurðs- son útvarpsstjóri Bylgjunnar er Dagur ræddi við hann í gær um sendingar stöðvarinnar til Akureyrar. „Þetta leggst vel í mig enda er ég fæddur og uppalinn á Akur- eyri,“ sagði Einar. Þess má geta að Bylgjan sendir út á FM-98,9 og er útvarpað allan sólarhring- inn. gk-. Umhleypingar um hátíðina Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands verður nokkuð umhleypingasamt á Norðurlandi um jólin. Á morgun er spáð suðvestanátt með rigningu eða slydduéljum. Á aðfangadag er spáð slydduéljum með kólnandi veðri, þó ekki frosti, einkum vestan til. Ekki er gott að segja til um vindátt á jóladag en spáð er éljagangi og kólnandi veðri þann dag. Á ann- an í jólum er líklegt að norðanátt verði ríkjandi og einhver úrkoma.__ Eining mótmælir Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á stjórnarfundi hjá Verkalýðsfélaginu Einingu 18. desember sl. „Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar leyfir sér að láta í Ijós undrun sína yfir þeirri ákvörðun Bæjarstjórnar Dalvíkur að bjóða til sölu eignarhluta sína í Útgerð- arfélagi Dalvíkinga og Söltunar- félagi Dalvíkur. Það er Ijóst, að atvinnulíf Dal- víkurbæjar hefur öðru fremur grundvallast á rekstri þessara tveggja fyrirtækja og þeirri útgerð sem þau hafa haft með höndum. Því hlýtur það að vera höfuðnauðsyn að tryggt sé, að þau starfi áfram á Dalvík og ekki dragi úr starfsemi þeirra frá því sem verið hefur. Með því að selja hlut bæjarins í fyrirtækjunum, jafnvel þótt til heimamanna væri, verður ekki séð fyrir hver fram- tíðin verður. Heimamenn geta selt öðrum og heimamenn geta flutt burtu eða flutt reksturinn að hluta til annarra staða. Besta tryggingin fyrir öruggum rekstri fyrirtækjanna og góðu gengi fyrir atvinnulíf staðarins lilýtur að vera að bæjarfélagið hafi þar hönd í bagga og úrslitaáhrif, þeg- ar breytingar koma á dagskrá. Stjórn Verkalýðstelagsins Ein- ingar leyfir sér að vona, að bæjar- stjórnin taki umrædda ákvörðun sína til endurskoðunar en beiti sér hér eftir sem hingað til fyrir sem öflugustum rekstri þessara fyrirtækja."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.