Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 11
23. desember 1986 - DAGUR - 11 » skyldi taka upp því þá verður örugglega skroppið og teknar nokkrar holur. Og auð- ga. Hreinn Óskarsson: „Skemmtilegur náungi“ „Ég er búinn að þekkja Marra síðan hann var strákur og mér hefur alltaf líkað mjög vel við hann,“ sagði Hreinn Óskarsson forstöðumaður íþróttavallarins og íþrótta- skemmunnar á Akureyri er við spurðum hann um álit hans á Marra. „Hann er ákaflega skemmti- legur náungi, kátur og hress og eftir því vinsæll. f>á veit ég fyrir víst að hann vill hvers manns vanda leysa sem hann getur í gegn um starf sitt. Ég er búinn að fylgjast lengi með honum á æfingum í Iþróttaskemmunni og keppnis- skapið er í lagi. Hann á það til að reiðast þegar illa gengur á æfingum og lætur þá menn heyra það. En þegar inn í bún- ingsklefann er komið er allt gleymt og bara hlegið að öllu Hreinn Oskarsson. saman og Marri hlær ákaflega háum og skemmtilegum hlátri. Það er óhætt að segja að hann sé skemmtilegur félagi, enda er hann vinmargur og maður sem menn vilja hafa með í leik," sagði Hreinn Óskarsson. ég mæti fyrstur manna hjá David Barnwell golfkennara þegar hann kemur í febrúar. Það er alveg ómetanlegt að fá svona kennslu og sennilega hefði ég gefist upp ef ég hefði ekki notið handleiðslu hans.“ „Tillitssemi áberandi“ - Nú ert þú gamall íþrótta- maður sem hefur keppt í flokka- íþróttum. Hvernig finnst þér að vera í golfklúbbi og keppa við fólk á öllum aldri af báðum kynj- um en ekki við karlmenn jafn- aldra þína eingöngu eins og í knattspyrnunni? „Allar íþróttir sameina þá sem þær stunda. Mér finnst ekkert einkennilegt að keppa við fólk á öllum aldri. Hins vegar finnst mér það einkenna golfið hvað það laðar fram mikla kurteisi hjá fólki. Ýmislegt annað er áber- andi á golfvelli eins og tillitssemi, enda strangar reglur þar um. Þó það komi þessu máli ekki beint við, þá reyni ég að fara ekki öðruvísi á golfvöllinn en nýrak- aður og nýþveginn, þetta tilheyr- ir að mínu mati og sýnir hversu óútreiknanleg íþrótt golfið er.“ - En það eru fleiri boltar til en golfboltar og Marri var ekki hár í loftinu þegar hann hóf að trítla á eftir fótbolta í Fjólugötunni á Oddeyri. „Nei maður byrjaði strax að sparka þegar maður var smápolli og fótboltinn átti allan hug manns. Annars fór það nú þannig hjá mér að ég fór ungur að vinna, ég varð sendill hjá Kaupfélagi verkamanna þegar ég var 11 ára og var í því starfi í 5 ár. Þetta þýddi auðvitað að ég gat ekki verið í fótboltanum á daginn með strákunum, bara á kvöldin. En ég hélt áfram af krafti og var ekki nema 15 ára þegar ég var farinn að keppa með meistaraflokki Þórs. Svo tók ÍBA-liðið við og ég spilaði með því. „Myndi stefna á atvinnumennsku“ Þegar ég var rúmlega tvítugur hætti ég hins vegar alveg vegna meiðsla og fór ekki í fótboltann aftur fyrr en ég var um þrítugt. Þá var þetta nú ekki eins mikil alvara en skemmtilegur félags- skapur við marga stráka sem maður var búinn að þekkja lengi. Síðan er þetta búið að vera á hverju ári, ég er í skalltennis, innanhússknattspyrnu og í um 20 ár hefur aldrei liðið sú vika að maður hafi ekki sparkað bolta eða skallað. Það tekur sjálfsagt enda og þá er ekki ónýtt að hafa golfið næstu áratugina.“ - Það er greinilegt að þú sérð ekki eftir þeim tíma sem hefur farið í íþróttirnar. Myndir þú fara eins að ef þú værir orðinn 10 ára aftur og gætir lifað upp á nýtt? „Alveg örugglega. Ég sé mest eftir því í dag að hafa ekki tekið þetta með meiri krafti og vildi óska þess að ég gæti lifað þetta upp aftur. Ef ég væri 10 ára í dag þá myndi ég setja stefnuna ákveðið á atvinnumennsku í knattspyrnu, það er alveg pottþétt. Breytingin sem hefur orðið á allri aðstöðu er alveg ólýsanleg. Þegar ég var 10 var ekki til neitt til neins og manni datt ekki í hug að hlaupa til pabba ef eitthvað vantaði. Mér er það afar minnisstætt þegar ég átti að keppa í fyrsta skipti í fótbolta í 4. flokki. Þá átti ég ekki fótboltaskó en pabbi kunningja míns í næsta húsi átti svoleiðis skó og lánaði mér. Ég mætti svo í skónum sent voru skiljanlega allt of stórir. En mót- tökurnar voru ekki glæsilegar, það var hlegið að mér í allt of stórum skónum og í stað þess að keppa fékk ég ekki að vera með og fór skælandi heim. Pabbi var úti á lóð þegar ég kom heim og ég sagði honum hvað hafði gerst. Hann sagði að ég yrði þá bara að tkur ÍBA í knattspyrnu 1953. Marri er fjórði frá hægri en myndin var tekin er gengið var til leiks gegn Val. Ámi Jónsson: „Leggur sig allan fram“ „Marri er einn af þessum toppmönnum sent mætti vera meira til af,“ segir Árni Jóns- son framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Akureyrar, en Árni er búinn að þekkja Marra lengi. „Hann er einn af þeim mönn- um sem taka hverju starfi sem þeir ganga að með eldlegum áhuga og leysir þau í samræmi við það. Á golfvellinum er hann ákaflega skemmtilegur félagi, hann er í golfinu af lífi og sál og gefur sig allan í það að ná ár- angri. Hann er því ákaflega skemmtilegur félagi og það er mjög skemmtilegt að spila golf með honum. Þeir eru ekki margir sern leggja sig jafn mikið Árni Jónsson. frant og Marri og það er ljóst að hann hefur ákaflega gaman af því að spila golf,“ sagði Árni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.