Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 17

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 17
23. desember 1986 - DAGUR - 17 „Jú, jú ég er á Nýja-Sjálandi, það passar allt saman,“ segir röddin í símanum eftir að búið er að velja 11 stafa síinanúmer. Það verður að segjast eins og er að sambandið var furðu gott. Klukkan var 14.00, eða 2 að degi til þegar slegið var á þarna niður á hnöttinn og eng- inn grunur um mjög mikinn tímamismun, þegar spurt var hvað klukkan væri á Nýja-Sjá- landi. „Ég er nýkominn upp í rúm og var að fara að sofa. Að vísu er klukkan 3 að nóttu til, en þetta er allt í lagi þegar maður heyrir rödd heiman frá íslandi," segir sá sem er á hinum enda línunnar. Það er Sigurður Björnsson ungur Hríseyingur sem flutti þangað niður eftir fyrir nokkrum árum. Siggi, - eins og hann er kallað- ur, er einn af þeim sem var „fang- aður“ af föngulegri stúlku frá þessu fjarlæga landi, er hún var við fiskvinnu í Hrísey. Þegar ást- in er annars vegar skipta fjar- lægðir og landamæri engu. Svo var með Sigga og hann flutti með sinni heittelskuðu til heimalands hennar og býr nú í Oakland á Nýja-Sjálandi. Þar starfar hann við stórt byggingafyrirtæki og segist hafa það mjög gott með fjölskyldunni. En Siggi og kona hans Shona Nickolson eiga eina litla dóttur sem heitir Sara. „Ég var að koma heim, því ég þurfti að keyra vin minn út á flugvöll. Þess vegna er ég nú inn og er það um svipað leyti og þið eruð að halda jólin hátíðleg- ust á íslandi. Eftir að búið er að taka upp pakkana, fara allir í stuttbuxurnar og út á strönd. Þar er deginum eytt í makindalíf og þægilegheit. Að öðru leyti fer ekki mikið fyrir jólunum. Að vísu er eldaður góður matur óg hann borðaður eftir jólagjafirn- ar. Síðan er farið á ströndina. Það er eins og jólin gleymist þeg- ar búið er að taka upp pakkana." - Eru þá jólin lítið annað en jóladagsmorgun? „Það fer ekki mikill tími í þetta nema þann daginn. Hins vegar er mikið um að haldnar séu jóla- skemmtanir hjá fyrirtækjum. Við hjónin erum nýlega búin að vera í jólaveislu hjá fyrirtækinu þar sem hún vinnur. Það var fenginn bátur og siglt með allt liðið út í litla eyju sem er klukkustundar- siglingu frá höfninni hér. Þar var slegið upp grillveislu með öllu til- heyrandi og haft gaman fram á kvöld. Síðan farið heim. Það er mikið um svona veislur hjá fyrir- tækjum og förum við eftir nokkra daga í veislu hjá fyrirtækinu þar sem ég vinn. Síðan fer ég með dóttur okkar á jólaball. Þangað kemur jólasveinn og gefur börn- unum gjafir. Þetta er mjög gam- an fyrir þau. Enda eru margir, - bæði börn og fullorðnir spenntir fyrir jólunum, en ég verð að segja eins og er að ég finn mjög lítið fyrir jólunum hérna syðra. Sama er að segja um aðra íslend- inga sem hér eru, en það eru um 8 manns. Við höldum hópinn og Jól erlendis: hann sat einn úti í garði með hundinum sínum fram undir morgun. Hann var ekki ánægður með þessa svefnþörf manna á þessum tímamótum og vildi hafa þetta eins og heima á íslandi.“ - Hver er jólamaturinn? „Það er svínakjöt og eitthvað þess háttar sem menn matbúa hér á jólunum." - Það þýðir lítið að bjóða þér - Hríseyingnum upp á rjúpur. „Þú veist að við erum ekki rjúpnaætur. Hins vegar hefur okkur stundum áskotnast harð- fiskur að heiman og þegar við Islendingarnir komum saman vaknar þjóðerniskenndin veru- lega og menn háma í sig harðfisk og smjör. Við sérstök tækifæri hefur einhver lumaö á Hösku af íslensku brennivíni og þykirgott. Það var einn íslendingur að flytja hingað fyrir stuttu og fékk bú- slóðina í gámi á eftir sér. í gámn- um voru 6 flöskur af brennivíni, svo menn skála af og til í íslensku brennivíni.“ - Skreyta menn híbýli sín eins og hér á Islandi? „Það er svolítið um það. Flest- ir hafa jólatré. En það verður að segjast að þau eru ræfilsleg mið- að við okkar tré heima. Að vísu eru þau nógu stór, en þau eru svo gisin að það er engin mynd á þessu. Að vísu er hægt að fá tré núna í pottum, sem notuð eru ár eftir ár. Þau eru pottablóm á milli jóla. Það er því margt sem er öðruvísi en heima,“ - Nú er víst komið nóg af tali til Nýja-Sjálands. Að vísu var ég „Þegar búið er að taka upp pakkana er farið í sólbað!u - Slegið á þráðinn til Sigurðar Bjömssonar sem býr á Nýja-Sjálandi ennþá vakandi," - Hvernig er að halda jól hin- um megin á hnettinum? „Það er mjög frábrugðið því sem ég á að venjast frá Hrísey, því sumarið er að koma til okkar núna og þar af leiðandi enginn snjór sjáanlegur. Að vísu sjáum við ekki snjó hér, nema til fjalla. Það er í maí, júní og júlí sem snjóar og þá fara menn á skíði. Núna er sól og blíða alla daga og menn flatmaga á baðströndum. Annars er jólaundirbúningur hér á fullu. Þó fer heldur lítið fyrir honum miðað við það sem gerist heima. Þetta snýst um einn dag, sem er jóladagurinn. Jólagjafir eru teknar upp strax um morgun- hittumst um helgar og grillum og tölum um ísland. Við ætlum að koma saman og halda áramótin á baðströnd hér niður frá. Þá för- um við með tjöld og tjöldum á tjaldstæðum við ströndina og höfum það huggulegt með bjór í hendi. Það var þrumustuö hjá okkUr í fyrra. Eins og það gerist best heima.“ - Voru flugeldar? „Nei, það voru engir flugeldar, því hér er haldið upp á Gay Fawkes-day, sem er haldinn hátíðlegur árlega. Það er í tengsl- um við sprengjutilræði, þegar átti að sprengja þinghúsið í London í loft upp, en mistókst. Á þessum degi skjóta menn upp flugeldum hér. Þetta er í nóvember og allt logar í flugeldum. Á gamlárs- kvöld sérðu kannski eitt og eitt blys sem frussar út í loftið. Svo segja menn gleðilegt ár og fara að sofa. Á síðasta gamlárskvöldi vorum við á ströndinni og voru flestir komnir í rúmið fljótt upp úr miðnætti. Ég vildi nú þráast við eins og sannur íslendingur og halda áfram og tókst með herkj- um að halda fólki vakandi fram eftir nóttu. Ég talaði svo við kunningja minn sem var heima þetta kvöld og hafði gesti hjá sér. Það fóru allir að sofa rétt upp úr miðnættinu og var hann óhress með það. Hann var sama sinnis og ég og vildi þráast við að fara í háttinn. Það endaði með því að búinn að gleyma tímamismunin- um á eyjunum tveimur, því gam- an var að spjalla við Sigga Björns. En hér látum við lokið samtali við Sigga á Nýja Sjálandi og vonum að hann og fjölskylda hans hafi það gott yfir jólin og reyndar ætíð í allri sólinni og í hlýja sjónum hinum megin á jarðarkúlunni. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.