Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 23. desember 1986 Eldridansaklúbburinn Dansleikur verður í Lóni, Hrísalundi 1, laugardaginn 27. des. kl. 22.00. til 03.00. Góð hljómsveit. Allir velkomnir. Stjórnin. Gteðiíy jóC ogfarscét konurndi ár Þökkum viðskiptin * M \. S JAKALINN s/f Grenivöllum 16 \ n X Óskum viðskiptavinum svo og öllum landsmönnum gíeðiíegra jó(a og farscddar á ttýju ári. Þökkum viðskiptin. Hjólbarðaþjónustan Hvannavöllum 14b, Akureyri, sími 22840. Pólaris umboðið á íslandi. dP /F2 .0 I- J X Óskum viðskiptavinum okkar gíeðilegra jóía og forsceís komondi árs. Þökkum viðskiptin á árinu. BILVIRKI Fjölnisgötu 6. -\M'/ - X Gíeðiíeg jóC og farsceít kotnandi ár Þökkum viðskiptin. Bókaverslunin Eddal m Hafnarstræti 100. simi 24334 * ,vM//- Öldrunarráð Akureyrar óskar öldruðum á Akureyri, heimilisfólki Dvalarheimilanna, starfsfólki sínu öllu og viðskiptavinum gíeðiíegra jóía og farsceís árs. Erlingur Pálmason yfírlögregluþjónn að draga út nöfn vcrðlaunahafa í jólagetraun barnanna J ® 1 li rjr-r: ^rn fawwiíui.aiÍ' 1 er~ •r H £j I P — ' " . „í jólaumferðinni“: Verðlaunin verða aflient á morgun Eins og undanfarin ár gangast skóiar, lögregla og Umferðar: ráð fyrir getraun sem heitir „I jóiaumferðinni“ og er hún fyr- ir skólabörn 6-12 ára. Börnin á Akureyri hafa nú skilað inn úrlausnum sínum og var dregið úr réttum lausnum á lögreglustöðinni þann 19. des- ember. Að þessu sinni er það Kaupfé- lag Eyfirðinga sem gefur verð- launin en þáð er í tilefni af 100 ára afmæli kaupfélagsins. Verðlaunin eru leikföng m.a. vörubíllinn Dúi frá leikfanga- gerðinni Öldu á Þingeyri, og einnig eru fallegir dúkkuvagnar frá sama fyrirtæki. Á aðfangadag verður síðan verðlaununum ekið heim til þeirra heppnu og eru það lög- reglumenn sem sjá um það. „ER ÞAÐ EINLEIKIГ - Afmælissýning Þráins á Akureyri Á annan dag jóla og þann þriðja verður Þráinn Karlsson leikari með sýningar í leikhúsinu á Akureyri. Þar verða á ferðinni tveir einþáttungar, sem í heild sinni kallast, „Er það einleikið?" Þættirnir heita Varnarræða mannkynslausnara og Gamli mað- urinn og kvenmannsleysið. Þetta eru einleikir (monodrama) og Þráinn Karlsson leikari flytur þá báða. Sýningin er haldin að frum- kvæði Þráins sem á 30 ára leik- afmæli um þessar mundir. Þráinn hefur lengst af starfað hjá Leikfélagi Akureyrar og var í hópi þeirra leikara sem ráðnir voru þegar það var gert að atvinnuleikhúsi árið 1973. Böðvar Guðmundsson, höfundur verksins, er löngu kunnur fyrir kvæði, ballöður, smásögur, söng og leikrit. Efni fyrri þáttarins verður best lýst með nafninu, Varnarræða mannkynslausnara. Þó hverjum sé í sjálfsvald sett hvaða merkingu hann leggur í lausnir og vörn „lausnarans“ og viðbrögð sam- félagsins við honum. Hinn síðari, Gamli maðurinn og kvenmanns- leysið, sver sig meira f ætt við Ipðabókina Vatnaskil sem Böðv- ar sendi frá sér fyrr á árinu en mörgum, sem fylgst hafa með Böðvari fannst þar kveða við nýj- an tón. í þessum þætti segir miðaldra maður ævi sína, allt frá bernsku-C dögum í sveitinni, þaðan sem leiðin liggur út í heim og endar á olíuborpalli í Norðursjónum. Á ytra borði er þetta saga sveita- pilts og sveitunga hans, saga heimabyggðar og gamla mannsins, sveitarhöfðingjans, saga blómlegrar byggðar sem ól merka syni uns hagur versnar og sveitin fer í eyði. En sé betur að gáð er þetta margslungið uppgjör Böðvars við fortíð og nútíð, landið, þjóðina og heiminn, hug- Þráinn Karlsson. sjónir og glötuð markmið. Frá- sögnin er í senn mild og ljóðræn, dapurleg og skopleg. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dótir, leikmynd er eftir Jón Þóris- son. Vegna þrengsla í leikhúsinu verða aðeins þessar 2 sýningar á verkinu „Er það einleikið?" Glerárkirkja: Sjálfboða vi nna um hátíðimar Að undanförnu hefur mikið verið unnið í sjálfboðavinnu í Glerár- kirkju og ætíð rösklega tekið til hendi. í suðurálmu og anddyri (þeim hluta sem áformað er að taka fyrst í notkun) er grunnmál- un að mestu lokið. Er nú komið að margs konar innréttingavinnu svo sem smíði innveggja, málun veggja og glugga, frágangi eld- húss og snyrtinga auk margs annars. Margir hafa látið í ljós áhuga að koma og vinna milli jóla og nýárs þar sem sú ákvörðun hefur víða verið tekin í stofnunum og fyrirtækjum að loka þá daga og jafnvel allt fram til 5. janúar. Hefur Byggingarnefnd því ákveðið að gangast fyrir sjálf- boðavinnu í kirkjunni sem hér segir: Laugardaginn 27. desember. Mánudaginn 29. desember. Þriðjudaginn 30. desember. Föstudaginn 2. janúar. Laugardaginn 3. janúar. Eru allir sem leggja vilja hönd á plóginn, bæði konur og karlar, hjartanlega velkomnir til starfa, og stuðla þannig að því að koma fyrsta hluta kirkjunnar í notkun og gera þar með langþráðan draum að veruleika.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.