Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 5
Flestir íbúar þéttbýlisstaða líta sjálfsagt á jólin sem kærkomna hvíldardaga frá daglegu amstri, daga sem hægt er að nota til að sofa út, lesa góða bók eða hvað annað sem hugurinn girnist, alla vega eitthvað allt annað en að vinna. En jóladagarnir eru ekki frídagar hjá öllum. Þeir sem búa í sveitunum eiga til að mynda ekkert frí á jólum frekar en aðra daga ársins. Skepnurnar þurfa sitt hvað svo sem dagurinn nefnist, og engar undantekningar eru þar á, og sennilega er þetta hvergi eins bindandi og hjá þeim sem búa með kýr. Til að fræðast svolítið um jóla- hald hjá fjölskyldu sem býr í sveit og er aðallega með kýr, heimsótti ég ábúendurna í Árholti í Aust- ur-Húnavatnssýslu, þau Ingimar Skaftason og Hrafnhildi Pálma- dóttur ásamt þremur börnum. - Hvernig er bústofninn samansettur hjá ykkur? „Við erum með 22 kýr, svolítið af geldneyti og kálfum í uppeldi og sjötíu til áttatíu kindur, og hross. Svo er hann Pálmi Þór með sinn búskap.“ Pað er kallað í soninn Pálma Þór, sem hafði forðað sér út úr eldhúsinu þegar viðtalið hófst, og hann inntur eftir hvers konar búskap hann ástundi. allir að slíkt myndi ekki ganga.“ - Eru fleiri verk sem binda ykkur sérstaklega á þessum aðal- tíma jólanna, heldur en fjósa- verkin? „Það eru bara þessi venjulegu verk, en við reynum náttúrlega að gera sem mest af þeim á öðr- um tímum þannig að það sé sem fæst sem þarf að gera á þessum tíma. Það má segja að yfir hátíð- arnar geri maður bara þau verk sem ekki verður hjá komist að gera, þannig að það verði nú eitt- hvert frí út úr þessum dögum.“ - Er þetta kannski það leið- inlegasta við að búa í sveit? „Mér finnst alveg hrikalegt að þurfa að fara í fjósið á aðfanga- Fjölskyldan í Árholti. F.v. Helga Björg, Ingimar, Pálmi Þór og Hrafnhildur. A myndina vantar Dómhildi, en hún var að vinna. vinnur í sláturhúsinu á Blönduósi í vetur og svo er strákurinn í skóla á Húnavöllum. En þau hjálpa til við verkin á kvöldin og þegar þau eru í fríum, þannig að það má segja að öll fjölskyldun sé við þetta.“ - Eruð þið kannski orðin það leið á því hvað þetta er bindandi, að þið séuð farin að leiða hugann að því að hætta búskap? „Nei, nei, þetta er engum að kenna maður hefur valið sér þetta starf sjálfur, með því sem því fylgir,“ segir Ingimar. Og er greinilegt, að honum finnst þetta eðlilegasti hlutur í heimi, að þurfa að vinna á jólunum. - En hvað segir Pálmi? Öfundar þú ekki krakkana sem búa í bæjunum, að þurfa ekkert að gera annað en slæpast, lesa bækur og éta kökur yfir öll jólin? „Nei ég öfunda þau ekkert.“ - Þannig að þig langar ekkert til að flytja úr sveitinni? „Nei.“ Við stóðum upp frá kaffinu og drifum okkur í fjósið þar sem kýrnar tóku því bara vel að leika fyrirsætur um tíma, að ekki sé Það „Það eru aligæsir og endur.“ - Hvaðan fékkstu þennan bústofn? „Úr Borgarfirði, ég fékk egg frá Ausu í Borgarfirði, en endurnar hérna frá Njálsstöð- um.“ „Hann er alltaf að bjástra eitthvað svona,“ segir Hrafnhild- ur, „svo fengu þeir sér útungun- arvél og unga út eggjunum hérna.“ - Og hvað gerir þú svo við afurðirnar? „Þetta fer bara til frændfólks og hingað heim.“ - En snúum okkur þá að jól- unum og því hvernig jólahaldið er öðruvísi hjá ykkur en þeim sem búa í þéttbýlinu. Eflaust er það þannig hjá flestum að fólk er komið í sparifötin upp úr klukkan hálf sex á aðfangadag, og sest við matarborðið klukk- an sex. En hvernig er þessu varið hjá ykkur? „Það er ósköp lítið frí á jólun- um. Mér finnst að þetta eigi að vera svona eins og þú lýstir þessu,“ segir Hrafnhildur. „Á aðfangadag þá reynum við að flýta verkunum eitthvað, en það er bara ekki hægt svo mikið. Við erum komin inn svona um hálf sjö til sjö, þá hefur eitt af börn- unum verið inni til að elda svo matur sé nú til þegar hinir koma úr fjósinu. Maður drífur sig nátt- úrlega í bað og í sparifötin, en þetta er náttúrlega allt seinna en víða annars staðar. Kýrnar eru svo nákvæmar að allar breytingar geta verið mjög varhugaverðar. Ef við ætluðum að vera komin inn klukkan sex þá þyrftum við að byrja tveim tímum fyrr og það myndi að sjálfsögðu líka gilda um morgnana þannig að það sjá það er ekkert frí unt jólin Heimsókn að Arholti í Austur-Húnavatnssýslu dag, jóladag og á gamlárskvöld,“ segir Hrafnhildur. „Það þýðir nú ekkert að rexa um það,“ segir Ingimar, og brosir við. „Það má segja að þetta sé eini gallinn við kúabúskapinn, hvað hann er bindandi. En þetta valdi maður sjálfur. Við fórum t.d. í fyrsta sinn í sumarfrí núna síðastliðið sumar, í fyrsta skipti á tuttugu árum, í fimm daga.“ - En nú eruð þið með full- komið mjaltakerfi og allt sem því tilheyrir, hvað ef rafmagnið fer, hvað yrðuð þið þá lengi í fjósinu? „Ætli við yrðum ekki svona fjóra tíma, miðað við að það eru nokkrar kýr nýbornar. Og svo eru þær ekkert sérlega góðar ef það þyrfti að handmjólka, flestar alveg óvanar því.“ - Þið eigið þrjú börn, eru þau öll heima og hjálpa til við búið? „Eldri dóttirin er í mennta- skóla í Reykjavík en sú yngri minnst á kálfana sem nánast báðu um að vera myndaðir. Að síðustu litum við svo rétt aðeins á gæsirnar, og einhvern veginn heyrðist mér á hljóðunum í þeim að þær væru lítt hrifnar af þessari truflun. í fjósinu, á leiðinni út aftur sá ég að kýrnar og kettling- ur sem þar var, voru greinilega bestu vinir, þvf nærri lá að kettl- ingurinn gengi yfir hausinn á kú sem lá í makindum og jórtraði, án þess að hún svo mikið sem hreyfði halann. Ég kvaddi svo fjölskylduna í Árholti á bæjar- hlaðinu og lagði af stað heim, dauðfeginn því, að égætti þó alla vega von á að eiga frí um jólin. G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.