Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 13

Dagur - 23.12.1986, Blaðsíða 13
23. desember 1986 - DAGUR - 13 sama tíma og bærinn hefur stækkað. Tækjakostur hefur auk- ist mjög mikið og í dag erum við með ákveðið kerfi sern við förum eftir við moksturinn. Við erum snemma á fótum og byrjum á því að opna allar aðal leiðir, allar helstu umferðargöturnar, og för- um síðan aðra umferð á þær göt- ur þegar mesta umferðin er búin, þegar menn eru farnir til vinnu. Síðan förum við út í hinar göt- S Vilhelm Agústsson: ,2Þá urrar hann eins og tígrisdýru „Marri er alveg sérstaklega drenglyndur náungi sem má ekkert aumt sjá. Hann er einnig mjög samviskusamur og ég veit að hann er með hugann við starf sitt daga og nætur. Það sést best á því hversu vel hann fylgist með veðri á veturna og lætur t.d. gera göturnar klárar snemma á morgnana ef snjókoma er, þannig að þær eru orðnar auðar þegar menn fara almennt á stjá,“ sagði Vil- helm Ágústsson er við spurð- um hann álits á Marra Gísla. „í leik er hann ákaflega skemmtilegur. Mér finnst skemmtilegast að vera mótherji hans á æfingum þegar liann berst til sigurs. Ef hann tapar á hann til að urra eins og tígrisdýr en sigri tekur hann skælbros- andi og enginn er þá glaðari en hann. Oft þegar hann er í sigur- Vilhelm Ágústsson. liði á æfingum þá vita fastagestir í sundlauginni það strax morg- uninn eftir og margir aðrir bæjarbúar. Eg vil að það komi skýrt fram að það er með Marra eins og marga fleiri Þórsara áð hann telur alltaf vitlaust þegar hann er að keppa. Og það er svo skrítið að þessi vitlausa talning er alltaf hans liði í hag,“ sagði Vilhelm. Guðni Jónsson: „Einstakur persónuleiki“ „Marri Gísla er alveg einstak- ur persónuleiki,“ segir Guðni Jónsson múrarameistari sem hefur þekkt Marra lengi og m.a. spilað með honum knattspyrnu. „Mér finnst það einkennandi fyrir manninn að hann virðist aldrei geta stoppað, hann þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, vera á kafi í einhverju. Þá er það ekki síður einkenn- andi fyrir hann hversu góður félagi hann er, ákaflega góð sál. Það skeður líka alltaf eitt- hvað skemmtilegt í kringum hann og eina sögu get ég sagt sem lýsir því vel hversu erfitt hann á með að gefast upp. Við ætluðum á æfingu einu sinni á sunnudegi, en Marri hringdi og sagðist ekki geta verið með vegna þess að hann væri ákaf- lega slæmur í bakinu. Svo fór þó að konan hans keyrði hann á æfinguna og Marri hálf skreið út úr bílnum þegar hann kom. Nú hittist svo á að við vorum alveg passlega margir í tvö lið ef Marri gæti verið með á æfing- unni, en hann tók það ekki í mál nema fenginn yrði maður til að koma og leysa sig af. Það var farið í símann og maður fenginn til að koma. Þegar hann kom voru búnar um Guðni Jónsson. 20 mínútur af æfingunni og við reiknuðum með að Marri yrði hvíldinni feginn. En það var nú eitthvað annað. Hann harðneit- aði að hvíla sig þótt heilsan væri ekki góð og sá sem hafði komið til að hvíla hann skipti bara við strákana í hinu liðinu. Þetta lýs- ir keppnisskapinu hjá Marra mjög vel að mínu mati,“ sagði Guðni. urnar. Við erum mjög sæmilega búnir tækjum og reyndar hefur orðið bylting á því sviði miðað við það sem áður var.“ • - Marri Gísla. Hvers vegna þetta gælunafn? „Það hefur löngum verið vin- sælt á Akureyri að uppnefna menn. Þegar ég var strákur vor- um við krakkarnir oft í þeim leik sem kallaður var „húsbolt" en þá var bolta kastað í vegg og nafn einhvers í hópnum nefnt um leið af þeim sem kastaði. Sá sem nefndur var átti síðan að grípa boltann áður en hann kæmi við jörðina. Það var mjög vinsælt í þessum leik að uppnefna þann sem átti að grípa og þarna fékk ég þetta nafn sem hefur fylgt mér ^ síðan.“ - Hvernig maður er Marri Gísla? „Ég held að ég sé glaðlyndur og ég hef alltaf lagt á það áherslu að reyna að vera sanngjarn. Sum- ir segja reyndar að ég sé „stress- aður“ og oft slæmur í skapi en ég reyni að vera glaðlyndur og sanngjarn. Ætli helsti ókostur minn sé ekki sá að ég læt æsa mig upp að óþörfu.“ Minning: T Anna Jónína Snorradóttir Fædd 29. nóvember 1971 - Dáin 17. desember 1986 Það er alltaf sorglegt þegar ungt fólk deyr. Og nú þegar Anna vinkona mín og skólasystir er dáin þá hugsar maður hvers vegna? Hvers vegna þurfti hún að deyja svona ung? En slíku getur maður ekki svarað. Guð einn veit ástæð- una fyrir því að hann kallaði hana til sín. Ég vil gera sálminn „Ó, þá náð að eiga Jesú“ að mínum orðum og biðja um blessun Guðs yfir fjölskyldu hennar í framtíðinni, og sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ó þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó þá heill að halla mega höfði sínu’ íDrottins skaut. Ó það slys því hnossi’ að hafna hvílíkt fár á þinni braut, efþú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. Eigir þú við böl að búa, bíðir freistni, sorg og þraut óttast ekki bænin ber oss beina leið í Drottins skaut. Hver á betri hjálp í nauðum? Hver á slíkan vin á braut, hjartans vin sem hjartað þekkir? Höllum oss í Drottins skaut. Ef vér berum harm í hjarta, hryggilega dauðans þraut, þá hvað helst er herrann Jesús hjartans fró og líknar skaut. Vilji bregðast vinir þínir, verðirðu’ einn á kaldri braut, flýt þérþá að halla’ og hneigja höfuð þreytt í Drottins skaut. J. Scriven. Hanna Björk Bragadóttir. Þrátt fyrir stórstígar framfarir í tækni og vísindum m.a. læknavís- indum, er margt sem mannlegur máttur fær ekki við ráðið. Núna mitt í jólaundirbúningi áður en hátíð ljóssins gengur í garð hefur sorgin knúið dyra. Lítið saklaust blóm er hrifið burtu og eftir stöndum við höggdofa. Anna Jónína Snorradóttir, frænka mín og fyrrum nemandi, var rétt 15 ára, þegar hún andað- ist 17. des. sl. á Fjórðungssjúkra- húsinu. Fyrir hugskotssjónum mínum líður minning úr Barnaskóla Akureyrar. Búið er að hringja inn í tíma eftir hádegi, snjór er úti, sem blotað hefur í. Börnin ganga inn í röðum og við kennar- arnir fylgjumst með. Allt í einu er bankað létt í handlegginn á mér með snjóugum vettlingi. Ég lít við. Pínulítil hnáta stendur þar og segir eilítið hikandi: „Veistu, að þú ert frændi minn?“ Síðan er hún horfin í röðina kankvís á svip. Þetta voru fyrstu kynni mín af Önnu Jónínu sem nú er kvödd. Foreldrum og öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð í þeirri miklu sorg. Megi Guð styrkja þá. Guðmundur Víöir Gunnlaugsson. |5 Leikklúbburinn Saga Pæld’í’ðí Leikstjóri: Skúli Gautason. Leikmynd: Arna Valsdóttir. Lýsing: Arnar Kristinsson. Frumsýning annan dag jóla kl. 20.30. 2. sýning 28. des. kl. 20.30. 3. sýning 30. des. kl. 20.30. Miðasala í Dynheimum frá kl. 18.00 alla daga. Miðaverð kr. 350,-. Bókval sf. ara f tilefni þess veitum við 10% staðgreiðsluafslátt dagana milli jóla og nýárs. ★ Við óskum öllum viðskipta- vinum nær og fjær gleðilegra jóla og velfarnaðar á komandi árum. Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnum 20 árum. ★ Nýir aðilar taka við rekstri verslunarinnar frá næstu áramótum og væntum við áframhaldandi viðskipta þeim til handa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.