Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 15.12.1987, Blaðsíða 6
V - RUOAQ - Y8er VádrnQKSb .er 6 - DAGUR - 15. desember 1987 Laus staða Staða háskólamenntaðs fulltrúa í hlutafélaga- skrá er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir715. janúar n.k. Viðskiptaráðuneytið, 11. desember 1987. C------------------------'N Útboð VEGAGERÐIN Norðurlandsvegur í Hörgárdal Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 9,0 km, fyllingar 90.000 m3, fláafleygar 20.000 m3, burðarlag 50.000 m3 og tvær steyptar smábrýr 5 m. Verki skal lokið 1. september árið 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjald- kera) frá og með 16. desember nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 11. janúar 1988. V Vegamálastjóri. J Jóladraumur Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Jóladraumur eftir Charles Dickens. hetta er endur- útgáfa sögunnar sem kom út fyrir síðustu jól. Þorsteinn frá Hamri þýddi söguna. Fáar sögur hafa notið slíkra vinsælda sem þetta sígilda jóla- ævintýri. Sagan segir frá nirflin- um Scrooge sem hatast við jólin og boðskap þeirra. En harin á sögulega jólanótt í vændum. Furðulegar sýnir ber fyrir augu hans, og þegar hann rís úr rekkju á jóladag lítur hann heiminn öðr- um augum en áður... Getraunaseðill desembermánaðar Vinningur desembermánaðar verður dreginn út þann 13. janúar n.k. Þá kemur í Ijós hvaða áskrifandi hlýtur draumaferö fyrir tvo til Thailands með Samvinnu- feröum/Landsýn að verðmæti krónur 160.000.00. Vinsamlegast svarið eftirfarandi spurníngum: Hver segir í viðtali við Dag: „Á meðan fjórlr eru í kórnunt höldum við áfram.“ Hvað heitir sá mæti maður sem ræðir um fastgengísstefnu á forsíðu blaðsins? Svar við 1...........................1........................ Svar við 2.............................^...................... Nafn: ........................................................ Heimili: ..................................................... Staður: ...............................Sími: ................. □ Ég óska eftir að gerast áskrifandi □ Er þegar áskrifandi Ath! Getraunaseðill desembermánaðar Póstleggið til: birtist aðeins í þetta eina skipti, enda eru spurningarnar tengdar efni blaðs- uagur insidag. Áskrifendagetraun GangÍ ykkur Vel. Strandgötu 31 Pósthólf 58 602 Akureyri Jóladraumur er 134 bls., prýdd litmyndum og teikningum eftir einn fremsta myndlistarmann Breta, Michael Foreman. Bókin er prentuð í prentsmiðjunni Odda. Heiður í húfi - metsölubók Jeffrey Archer á íslensku Frjálst framtak hf. hefur gefið út bókina Heiður í húfi eftir breska rithöfundinn Jeffrey Archer. Bókin nefnist á frummálinu A Matter of Honour og kom fyrst út í Bretlandi í fyrra. Hefur hún síðan verið nær óslitið efst á lista yfir metsölubækur þar og hefur þegar verið þýdd á mörg tungu- mál. Höfundur bókarinnar, Jeffrey Archer er í hópi vinsælustu rit- höfunda í heimi og kvikmyndir og sjónvarpsmyndaflokkar hafa verið gerðir eftir flestum bóka hans. Hérlendis hefur t.d. mynd sem byggð var á sögu hans, Kane og Abel verið sýnd í sjónvarpinu. Jeffrey Archer hefur oftsinnis verið í sviðsljósinu vegna einka- mála sinna. Hann var kjörinn á breska þingið þegar hann var aðeins 29 ára en varð síðan að segja af sér þingmennsku og hóf þá rithöfundaferil sinn. Hann sneri sér síðan aftur að stjórn- málum, var aftur kjörinn á breska þingið og var orðinn varaformað- ur breska íhaldsflokksins en varð að segja af sér í fyrra vegna ásak- ana um viðskipti við vændiskonu sem hann var síðar sýknaður af. Sendiboðar næturinnar - eftir David Morrell Iðunn hefur gefið út nýja bók eft- ir David Morrell: Sendiboðar næturinnar, en höfundurinn nýt- ur mikilla vinsælda og bækur hans seljast í stórum upplögum um allan heim. Eftir fyrstu bók hans, / greipum dauðans (First Blood) var gerð santnefnd kvikmynd. Seinni bækur Morrell, Angist, Sfðasta herförín, Bráð banaráð og Sendiboðar nætur- innar þykja af gagnrýnendum með bestu spennubókum sem komið hafa út undanfarna ára- tugi. Magnea Matthíasdóttir þýddi. Ásta litla lipurtá Æskan hefur gefið út bókina Ásta litla lipurtá eftir Stefán Júlíusson. Sagan birtist fyrst sem framhaldssaga í barnablaðinu Æskunni 1940 og var gefin út í bók um haustið. Höfundurinn, sem þá þegar var landsþekktur fyrir bækur sínar um Kára litla, samdi söguna að beiðni Margrét- ar Jónsdóttur ritstjóra. Ásta litla lipurtá er ekki síður sígild perla en sögurnar um Kára litla. Sagan er nú gefin út í sjö- unda sinn. Það segir meira en mörg orð. Bókin er 61 blaðsíða. Hún er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Tryggvi Magnússon teiknaði myndir en Þórdís dóttir hans lit- aði mynd á kápu. Almenna aug- lýsingastofan hf. sá um útlit á kápu. Leiðrétting Prentvillupúkinn er oftast tal- inn til vandræða enda veldur hann oft á tíðum usla. í Degi 11. desember s.l. var skýrt frá kjarahækkun starfs- manna Akureyrarbæjar og þar sagt að persónuuppbót í desem- ber yrði 35% af 67. launaflokki. Þarna var á ferðinni prentvillu- púki sem vildi meira en rétt er, því uppbótin er miðuð við 65. launaflokk. Beðist er velvirðingar á þess- um leiðu mistökum. VG LANDLÆKNIR Hlífum börnum viö tóbaksreyk! Kaupfélag Eyfirðinga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.