Dagur - 19.12.1987, Síða 7
19.^ÉSEMBEft -Í'9te7'i- ÖÁÖtM. -
JÖLASAGA
- fyrir alla gölskylduna
Rauð jól. Asnalegt. Asnalegt nafn og asnalegt að
það skuli ekki vera snjór. En jörðin er samt ekki
rauð þótt hún sé ekki hvít. Asnalegt. Þórir átti ekk-
ert annað orð yfir þennan aðfangadag. Á þeim 7
árum, sem hann hafði lagt að baki í jarðvistinni,
hafði ávallt verið snjór á jólunum. Jólasnjór. Auð-
vitað gat Þórir ekki munað eftir fyrstu jólunum sín-
um og varla öðrum eða þriðju, en hann þóttist samt
muna þetta mæta vel.
- Ég man eftir því þegar þakið fauk af hlöðunni
hjá afa fyrir sex árum, sagði hann gjarnan sér til
málsbóta. - Eða þegar kötturinn klóraði mig, þá var
ég bara 8 mánaða. Svona lét drengurinn dæluna
ganga og þótti mörgum hann líkari öldungi sem rifj-
aði upp liðna tíð en sjö ára drengpatta.
Freyja, stóra systir Þóris, var að verða vitlaus á
staglinu í bróður sínum. Hún var líka orðin ung
dama, 12 ára og langt yfir Þóri hafin, enda var hann
henni bara til trafala og skapraunar. - Á ég að gæta
bróður míns?, hváði hún með guðrækilegum svip.
Þórir kallaði hana fýlupúka og víst var hún oft alvar-
leg. Brún augun dimm og drungaleg, hrafnsvart hár-
ið slétt og líflaust, andlitsdrættirnir meitlaðir. Þórir
var hins vegar galgopalegur strákormur með skærblá
augu og úfinn glókoll. Þau voru eins og svart og hvítt
og samkomulagið á milli þeirra oftast í samræmi við
það.
Til að sætta þessi stríðandi öfl varð Guðmundur
faðir þeirra hvað eftir annað að beita ýmsum belli-
brögðum. Hótanir, mútur, barsmíðar og aðrar klass-
ískar uppeldisaðferðir voru gagnslausar þegar börn-
in voru í ham. Þess í stað reyndi hann að ganga fram
af þeim, þannig að þau létu deilur niður falla í for-
undran. Hann hljóp hrínandi út á svalir og fórnaði
höndum, kúrði sig ýlfrandi undir stofuborðinu, eða
fór hinn rólegasti í bað og rak upp tenórvein, hin
ógurlegustu sem um getur og helst hægt að jafna við
breimið í sextán svörtum fressum um fengitímann.
- Þvílíkur maður! Engin furða þótt hún Sigríður
hafi farið frá honum, gögguðu nágrannahænurnar og
settu upp vandlætingarsvip.
Annars voru börnin yfirleitt bestu skinn, sei, sei
já. Þórir fór bara dálítið í taugarnar á systur sinni og
það voru nú engar venjulegar taugar! Þórir átti það
til að iæðast inn til Freyju þegar hún var að hlusta
grátbólgin á grenjurnar í George Michael, eða
hebreskt jarmið í Bubba Morthens. Þá tók hann sér
stöðu á miðju herbergisgólfinu og fór að kveða rím-
ur eða þylja upp úr fornsögunum nokkra valda kafla
og reri fram og aftur með hendur fyrir aftan bak.
Freyja reyndi að fá hann til að hætta þessu söngli,
enda truflaði hann dýrkun poppgoðanna.
- Æ, góði besti; hvað ert’að pæla? Þú ert eins og
klikkaður gamlingi. Þú værir best geymdur í sveit-
inni hjá afa með rollunum og rímnastaglinu. Hættu
þessu búllsjitti!
- Eigi vil ek þat, svaraði Þórir og hélt áfram;
Sparí eg eigi goð geyja.
Grey þykir mér Freyja.
Æ mun annað tveggja
Óðinn grey eða Freyja.
- Drullaðu þér út, öskraði Freyja og henti öllu
lauslegu í bróður sinn (en þess má geta að strákurinn
sem Freyja var hrifnust af hét einmitt Óðinn). Þórir
rann af hólmi en hélt áfram að vitna í Njálu sem
hann kunni næstum utanbókar:
Verði þoka
og verði skrípi
og undr öllum þeim
er eftir þér sækja.
Nú var aðfangadagskvöld. Það var frekar hnípin
fjölskylda sem snæddi þurran, ofsteiktan hamborg-
arhrygginn. Þrúgandi þögn. Guðmundur gaut aug-
unum á börnin, alvarlegur í bragði og strauk ljóst,
úfið hárið sem tekið var að þynnast, með bólginni
hendi. Eldamennskan hafði ekki gengið átakalaust
fyrir sig. Hvað þau voru að hugsa þar sem þau jórtr-
uðu seigt svínið vitum við ekki en við skulum reyna
að komast að því. Kannski voru síðustu jól umhugs-
unarefni þeirra allra, já ég er ekki frá því.
- Muniði hvað var æðislegt í sveitinni hjá afa og
ömmu í fyrra, sagði Þórir loks og sleppti öllum forn-
sagnastælum. - Það voru ofsalega skemmtileg jól.
- Þá var mamma líka hjá okkur, sagði Freyja
hvasst og leit ásakandi á pabba sinn.
- Börnin mín, sagði Guðmundur með hægð.
- Við erum margbúin að ræða þetta. Mamma ykkar
var hmmm, sjúk, já dálítið lasin og þurfti að fara til
Reykjavíkur. Hún tja, læknaðist ekki alveg og gat
ekki, ummm, hemm, vildi ekki koma aftur og það
var kannski best fyrir okkur öll, eins og málum var
háttað. Þetta var nú enginn dans á rósum hjá okkur.
- En ég hefði getað farið með henni. Þú bannaðir
nrér það, hreytti Freyja út úr sér, en vonleysið í
raddblænum leyndi sér ekki.
- Freyja mín. Þú skilur það vel að mamma þín var
ekki í ástandi til að sjá um þig. Látum þetta tal niður
falla og reynum að vera glöð á jólunum, sagði Guð-
mundur og andvarpaði. Hann saknaði líka konu
sinnar, sem hafði farið suður til að leita sér hjálpar
en horfið og bjó sennilega með öðrum manni, að því
er Guðmundur best vissi. Hann yrði víst að fara að
ræða við hana í alvöru og ganga frá lögskilnaði, en
best að hugsa ekki frekar um þetta að sinni.
Stórar, hvítar flygsur liðuðust niður úr þungum
skýjunum og glitruöu í skini götuljósanna. Vott mal-
bikið hamaðist við að gleypa þessi hvítu fiðrildi en
hafði ekki undan. Gráhvít slikja lagðist yfir grasið
sem reyndi að teygja sig upp úr hinu gegnsósa teppi.
Smám saman stirðnuðu rakir grastopparnir í harön-
andi skel ofankomunnar. Umhverfið skipti litum.
Dúnmjúk drífa lagðist yfir allt scm á vegi hennar
varð og gaf veröldinni bjartari blæ.
- Pabbi, Freyja! Sjáiði. Það er byrjað að snjóa.
Vei, það cr að koma jólasnjór. Þórir réði sér ekki
fyrir kæti þar sem hann stóð límdur viö glugga-
rúðuna:
Skríða kannk á skíðum.
Skýtk og ræk, svát nýtir.
Hvárt tveggja kannk hyggja,
harpslátt og bragþáttu.
Þórir var óðum að komast í sitt besta form og
Guðmundur gat ekki annað en brosað að syni
sínum. Þá var dyrabjöllunni hringt.
- Fariði til dyra krakkar, sagði Guðmundur
íbygginn. - Þetta er kannski jólasveinninn.
Æ, pabbi, pípti Freyja afundin. - Er nú Bragi á
horninu enn kominn í þessutn hallærislega jóla-
sveinabúningi sínum. Þú veist að við höfum ekkert
gaman af þessum lásí fíflalátum lengur.
- Komdu Frcyja, sagði bróðir hennar óþolinmóð-
ur og lagði af stað til dyra. - Bragi er ágætis kall.
Hann kann alveg helling af vísum.
Aftur var hringt, þá barið og hrópað: - Halló!
Krakkar mínir komiði sæl, éger jólasveinninn. Þórir
var kominn til dyra á undan Freyju og opnaði fyrir
jólasveininum.
- Blessaður litli pottormur, drundi í rytjulegum
jólasveininum. - Hvað heitir þú væni?
- Blessaöur Bragi, sagði Þórir. - Þú ættir að vera
farinn að þekkja mig. Þórir brosti. Freyja og Guð-
mundur voru komin til dyra líka.
- Jæja Þórir sæll, kímdi Bragi, hlustaðu nú:
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi fyllir veig heillar skálar.
Pel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Þórir greip frarn í fyrir honum:
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka.
- Já, þú kannt Einar Ben, ekki þarf að spyrja að
því. En sjáiði nú gjöfina sem ég færi ykkur. Bragi
vék til hliðar og í ljós kom snjóklædd vera, kona,
rjóð í kinnum, hraustleg og brosandi.
- Mamma!, æptu börnin í kór og Freyja kastaði
sér í fang konunnar.
- Si, Sigríður, hikstaði Guðmundur. Já, en ég
hélt . . .
Þetta virtust ætla að verða gleðileg jól. Stefán Þór