Dagur - 19.12.1987, Qupperneq 17
19. DESEMBER 1987 - DAGUR -
- DAGUR 19. DESEMBER 1987
Urðakirkja í Svarfaðardal er 85 ára
gömul á þessu ári. Urðir hefur þó
verið kirkjustaður lengi og er
annexía frá Tjöm. Urðakirkju er
fyrst getið í Auðunnarmáldaga
1318 og átti kirkjan ekki hluta í
jörðinni sjálfri en ýmsar jarðir í
grennd við hana og alls konar ítök.
Um 1850 er byggð kirkja á Urðum
en ekki er að finna í heimildum
nákvæmar upplýsingar um
vígsluár hennar. Kirkjan sem í dag
stendur á Urðum er reist árið 1902
eftir að kirkjan fauk í miklu óveðri
þann 20. september árið 1900.
Sóknarmenn tóku strax til við að
undirbúa byggingu nýrrar kirkju og
var nýja kirkjan vígð þann 20. júlí
árið 1902. Urðakirkja er
timburhús, teiknuð af Gísla
Jónssyni á Syðra-Hvarfi sem
einnig var yfirsmiður við
bygginguna. Uppmnalega átti
kirkjan að vera með tumi og
kórhúsi þó að ekki yrði af því.
Kórstafiiinn er þó þannig gerður að
taka má stykki úr honum og byggja
kórhús hvenær sem er. Urðakirkja
er í dag lítið breytt frá því sem var
er hönnuður hennar og yfirsmiður
lauk sínu verki. Endurbætur fóm
þó fram á húsinu árið 1985 en að
þeim verður síðar komið.
Fræðumst nánar um sögu
kirkjustaðarins Urða í
Svarfaðardal og þessa fallega
guðshúss.
Sem áður segir greina heim-
ildir frá byggingu Urða-
kirkju í Svarfaðardal laust
upp úr 1850. Kirkjuna lét Hall-
dór Þorkelsson, bóndi á Urðum
byggja og er kirkjunni lýst á
þennan hátt: Kirkjan er úr
timbri, 15'/2 al. 4/3 þuml. að
innanmáli á lengd, þar af var kór-
inn 6xfi al. Innanmálsbreiddin var
IVi þml. en hæð undir bita 3 al. 3
þuml. og frá neðri bitabrún í
sperru - kverk 3 áln. 3 kv. 53/4
þml.
Slík var nákvæmnin í málsetn-
ingu í þá daga að jafnvel þuml-
ungum var skipt í fjórðu hluta.
Ekki skal farið nákvæmar út í
innviði kirkjunnar en þó má geta
predikunarstólsins sem er frá
1766 og gefinn af Lárusi Scheving
sýslumanni, sem bjó á Urðum á
síðari hluta 18. aldar.
Urðakirkja var timburkirkja
sem áður segir. Hún var koltjöru-
bikuð fram að 1887 en þá var
tjaran skafin af og kirkjan máluð.
A hvorri hlið kirkjunnar vdru 3
í vetrarskrúða í febrúar árið 1986.
gluggar, á kórstafni 2 gluggar og
á framstafni einn gluggi. Upp af
framstafni kirkjunnar var byggð-
ur lítill turn með renndu og mál-
uðu pflárverki en upp úr miðjum
turninum stóð hvítmálaður
kross.
A næstu áratugum var kirkjan
endurbætt og fjárhagur hennar
hinn besti um aldamótin. En
fljótt skipast veður í lofti og því
fegnu sóknarbörn Urðasóknar og
raunar allir Norðlendingar að
kynnast aldamótaárið.
Kirkjurokið
Hinn 20. september 1900 gerði
eitt hið mesta ofsaveður sem sög-
ur fara af við Eyjafjörð. í þessu
veðri skemmdust allar kirkjur
byggðarlagsins meira og minna
og tvær þeirra Upsa- og Urða-
kirkja fuku og brotnuðu í spón.
Auk þess að kirkjan eyðilagðist
gjörsamlega í þessu veðri, týndist
eða eyðilagðist margt af áhöldum
hennar og búnaði.
Einn þeirra muna sem bjargað-
ist úr rústum Urðakirkju var alt-
aristafla eftir Arngrím Gíslason
málara og var gert við töfluna og
hún sett upp í nýju kirkjunni.
Þessi fallega altaristafla prýðir
Urðakirkju enn þann dag í dag.
Ymsir munir svo sem kerta-
stjakar, kaleikur, messuklæði og
ljósahjálmur björguðust einnig
úr rústunum. Þá björguðust
kirkjuklukkurnar báðar en stóra
klukkan er talin vera frá 1534 eða
frá kaþólskri tíð. Þessi klukka er
ein elsta ef ekki elsta kirkju-
klukka landsins. Minni klukkan
er frá 1756, gefin kirkjunni af
Lárusi Scheving.
Timburbrakið var selt á upp-
boði fyrir 176,90 kr. en auk þess
var nokkuð af timbri úr kirkjunni
notað í nýju kirkjuna t.d. voru
bekkir nýju kirkjunnar smíðaðir
úr þakborðum gömlu kirkjunnar.
Ný kirkja byggð
Srax var byrjað að undirbúa
byggingu nýrrar kirkju. Ekkert
var þó gert fyrr en 1901 en þá
hófust menn handa við að gera
grunn undir nýja kirkju og árið
eftir var tekið til óspilltra mál-
anna við bygginguna. Gísli Jóns-
son var yfirsmiður og hönnuður
kirkjunnar og með honum unnu
7 menn að byggingunni. Alls
urðu dagsverkin við bygginguna
293 og kostnaður við hana á
vígsludegi alls 2736,36 kr. Víst er
um það að þessir menn seldu
vinnu sína ekki dýrt en unnu verk
sín með stakri prýði eins og kirkj-
an ber merki enn þann dag í dag.
Vígsludagurinn 20. júlí árið
1902 var gleðidagur sóknarbarna
Urðasóknar. Til vígslunnar var
kominn prófasturinn, séra Jónas
Jónasson á Hrafnagili og í fylgd
með honum var séra Jakob
Björnsson í Saurbæ. Þá var þar
sóknarprestur Urðakirkju, séra
Kristján Eldjárn Þórarinsson á
Tjörn.
Á vígsludaginn var margt enn
eftir ógert við kirkjuna. Hvelf-
ingin hafði ekki verið sett í hana,
forkirkjan hafði ekki verið þiljuð
né heldur kirkjan verið máluð
innan. Þessum verkum var lokið
á næstu árum þó svo að fjárhagur
kirkjunnar væri ekki sem bestur
enda nam skuld hennar á annað
þúsund krónum á vígsludegi. En
sóknarnefndir unnu vel að mál-
um kirkjunnar á komandi: árum
og áratugum og hefur kirkjunni
búnast vel á þeim 85 árum sem
liðin eru frá vígslu hennar.
Margir mætir munir prýða
þessa litlu kirkju. Áður er minnst
á altaristöflu Arngríms málara
sem enn prýðir kirkjuna. Þá gaf
Jón Bergsson, frá Hæringsstöð-
um kirkjunni söngtöflu árið 1905
en taflan var hans eigin smíði.
Ramminn utan um töfluna er
gjöf frá Sigurhirti Jóhannessyni á
Urðum, afhentur af ættingjum
hans að honum látnum. Ramm-
ann gerði Kristján Aðalsteinsson
húsgagnasmiður á Akureyri.
Orgel gaf söfnuðurinn kirkj-
unni 1914 eða 1915. Orgelið kost-
aði 370 kr. sem þótti í þá dagt
mikið fé. Nýtt orgel var kirkjunn
gefið árið 1968 af sonum o^
stjúpdóttur hjónanna á Melum,
þeirra Hallgríms Halldórssonar
og Soffíu Baldvinsdóttur.
Ljósakross prýðir Urðakirkju
og setur hann mikinn svip á hana.
Krossinn er minningargjöf um
Lilju Árnadóttur og Svein Bergs-
son frá Hæringsstöðum og Svein
Jónsson frá Hæringsstöðum.
Krossinn var gefinn kirkjunni af
systkinum þeirra, börnum, stjúp-
börnum, tengdabörnum og
barnabörnum árið 1965.
Söfnuðurinn
tekur við kirkjunni
Á safnaðarfundi árið 1917 skýrði
Sigurhjörtur Jóhannesson á Urð-
um frá því að hann væri hættur
búskap og óskaði hann þess að
söfnuðurinn tæki við kirkjunni og
fjárhaldi hennar og umsjón fram-
vegis. Fundurinn samþykkti
þetta og fór formleg afhending
fram þann 20. júlí 1918, réttum
16 árum frá vígslu kirkjunnar.
Með prófastsvísitasíu 29. júlf
1919 afhenti prófasturinn, séra
Geir Sæmundsson á Akureyri
sóknarnefndinni bréf þar sem
hann tilkynnir söfnuði og sóknar-
nefnd samþykki biskups á
afhendingu kirkjunnar til safnað-
arins.
Organistar við Urðakirkju
hafa verið 7. Þar af hafa verið
þrír bræður, þeir Jóhann, Jakob
og Ólafur Tryggvasynir en Ólafur
er organisti kirkjunnar í dag.
Auk þeirra hafa verið organistar
við Urðakirkju þeir Hallgrímur
Halldórsson á Melum, Björn
Jónsson frá Hreiðarsstöðum,
Gestur Hjörleifsson og Guð-
mundur Þorsteinsson frá Hálsi.
Meðhjálparar í Urðakirkju
hafa verið 6, Halldór Hallgríms-
son á Melum, Jóhann Páll Jóns-
son í Hreiðarsstaðakoti, Jóhannes
Stefánsson á Sandá, Valdemar
Júlíusson á Göngustöðum, Sigur-
vin Sigurhjartarson á Skeiði og
núverandi meðhjálpari er Hreinn
Jónsson á Klaufabrekkum.
Séra Kristján Eldjárn Þórar-
insson þjónaði kirkjunni allt þar
til 1917 er séra Stefán B. Kristins-
son tók við og þjónaði kirkjunni
fram til ársins 1941. Lengst hefur
Urðakirkju þjónað séra Stefán
Snævarr frá 1941 til 1984, eða 43
ár. Nú þjónar kirkjunni séra Jón
Helgi Þórarinsson.
Endurbætur á kirkjunni
Sem fyrr segir ber Urðakirkja
glöggt merki um vandvirkni
smiða hennar. Hún hefur ekki
verið frek á viðhaldið og staðist
vel tímans tönn. Þótt húsið sé
Séra Jón Helgi Þórarinsson nicssar í júníiok 1985.
Urðakirkja síðla vetrar 1986.
Eftir að endurbótum á kirkj-
unni lauk var kirkjan máluð og
var verkið unnið af sóknarbörn-
um Urðasóknar. Margar gjafir og
áheit hafa kirkjunni borist í gegn-
um árin, ekki síst eftir að endur-
bæturnar á henni fóru fram
sumarið 1985.
Vorið 1986 barst kirkjunni
skírnarfontur að gjöf. Skírnar-
fonturinn er gefinn af Karli
Karlssyni og Lilju Hallgrímsdótt-
ur í Klaufabrekknakoti ásamt
dætrum þeirra í minningu um
látna dóttur þeirra, Jónasínu
Dómhildi Karlsdóttur. Fonturinn
er smíðaður af Margréti Jóns-
dóttur og Henrik Petersen.
Fyrsta messa eftir endurbæt-
urnar var í október. 1985.
Notalegt hús
Sá prestur sem þjónað hefur
Urðakirkju lengst er eins og áður
segir séra Stefán Snævarr. Það er
viðeigandi að orð hans um Urða-
kirkju verði lokaorð þessarar
greinar.
„í fyrsta skipti sem ég kom að
Urðum til að messa varð mér
dálítið illt við. Þegar ég fór neðan
úr dalnum sneru Vallakirkja og
Tjarnarkirkja báðar þvert á dal-
inn en þegar ég kom fram að
Urðum sneri Urðakirkja langsum Skírn í Urðakirkju 31. ágúst 1986. Foreldrar Hreins Viðars eru Gunnlaugur
eftir dalnum. Þá hélt ég að ég Sigurðsson og Soffía S. Hreinsdóttir á Klaufabrekkum.
og tyllidögum sem setið var uppi
á lofti en þó voru vissir nienn sem
alltaf sátu uppi á lofti.
Mér þótti, er ég kom í Svarfað-
ardal, furðulegt að allar kirkjurn-
ar voru turnlausar nema Upsa-
kirkja. Einhver kunni þá skýr-
ingu að það þætti oflæti að vera
með turna á kirkjunum í Svarfað-
ardal þegar móðurkirkjan, Hóla-
kirkja, var turnlaus. Þetta sel ég
þó ekki sem raunvísindi, en þetta
er skemmtileg tilgáta," segir séra
Stefán.
„Ég átti mjög gott samstarf við
sóknarfólk Urðasóknar og einnig
heimilisfólk á Urðum. Ég er
þakklátur fyrir það og sambandið
við Urðafólk var yfirleitt mjög
gott og alveg frábært eftir að
Einar Hallgrímsson og Guðlaug
Guðnadóttir tóku við búinu. Það
var alltaf gott til þeirra að leita.
Það var alltaf hugsað vel um
kirkjuna og ég get fullyrt að sú
vinna hefur ekki verið unnin
samkvæmt uppmælingartöxtum.
Við hjónin sendum bestu jóla-
kveðjur í Urðasókn og næstu
sóknir." JÓH
Séra Stefán Snævarr fyrrverandi sóknarprestur Urðakirkju við kveðjumessu
19. ágúst 1984.
orðið 85 ára gamalt hefur ekki
þurft á stórum viðgerðum að
halda utan þeirra sem gerðar
voru sumarið 1985.
Þá var skipt um glugga í kirkj-
unni, bekkir yfirtrekktir, settir
þilofnar í kirkjuna og teppi á
gólf. Börn Tryggva Halldórsson-
ar á Þorsteinsstöðum færðu kirkj-
unni að gjöf áklæði á kirkjubekk-
ina svo og vinnu við að bólstra
bekkina. Þessi gjöf var gefin í
tilefni af því að þann 22. febrúar
1985 voru 100 ár liðin frá fæðingu
Tryggva Halldórssonar. Yfirum-
sjón með bólstrun kirkjubekkj-
anna hafði Hartmann Eymunds-
son og vann hann verkið ásamt
öðrum gefendum.
Teppi á gólf kirkjunnar er
einnig gjöf til hennar. Teppið gaf
Ungmennafélagið Atli í Svarfað-
ardal til minningar um látna
félaga í ungmennafélaginu.
væri orðinn áttavilltur. En allt á
þetta sér eðlilegar orsakir og ég
man að ég talaði við Gísla Jóns-
son sem var yfirsmiður við kirkj-
una og sagði honum að mér fynd-
ist kirkjan ekki snúa rétt. Þá
svaraði Gísli: „Ég skal ábyrgjast
það að kirkjan snýr rétt því ég
staðsetti hana.“
Urðakirkja er ágætishús að
öllu leyti. Það var gott að vinna í
henni, hún fór vel með tal og
söng og hún var býsna rúmgóð.
Að vísu var ekki nema á hátíða-