Dagur - 22.01.1988, Page 5

Dagur - 22.01.1988, Page 5
22° jahtlá?pi 9§§ = ÖXéÖH = é Guðmundur Pétursson formaður Skautafélags Akureyrar. r/Ekki óeðlilegt að stofnað verði annað skautafélag í bænum" — segir Guðmundur Pétursson formaður Skautafélags Akureyrar Mynd: EHB Nú á sunnudaginn mun Skauta- félag Akureyrar formlega taka í notkun hið nýja vélfrysta skautasvell félagsins við Krók- eyri. Tilkoma þessarar glæsilegu aðstöðu má líklega telja einhver stærstu tímamót í fimmtíu ára sögu félagsins og vonandi verð- ur þetta upphafið að nýjum upp- gangi í starfseminni eftir nokkur „dauf“ ár. Á línunni í dag er formaður Skautafélagsins Guð- mundur Pétursson. -- Það hefur faríð lítið fyrír ykkur skautamönnum undanfar- in ár Guðmundur. Þið eruð vaknaðir aftur! - „Jú það er rétt. Vegna aðstöðuleysis hefur þetta verið heldur dauft undanfarin ár. Mestur tíminn hjá félagsmönn- um hefur farið í þessa uppbygg- ingu og við höfum ekki getað sinnt félagsstarfinu sem slíku. Það má segja að starfið hafi undanfarin ár aðallega snúist um blakið." - Hefur íshokkí þá ekkert verið æft þessi ár sem liðin eru frá því að þið kepptuð síðast við Reykvíkinga árið 1982? - „Jú það hefur verið æft en endurnýjun hefur ekki orðið. Þetta er að mestu sami mann- skapurinn og það hefur lítið komið inn af yngri mönnum. Menn eru komnir þarna nokkuð til ára sinna og m.a. einn kom- inn yfir fimmtugt. - Hvað eru margir félagar í Skautafélaginu núna? - „Það eru skráðir um 100 félagar. Virkir félagar eru senni- lega um 60 talsins. Við ætlum á næstunni að hafa samband við alla skráða félaga og leita eftir að þeir endurnýi félagsaðildina. Það má eiginlega segja að við séum að byrja frá grunni aftur.“ - Hvað ætlið þið að gera til að auka áhuga og þátttöku í skautaíþróttinni í bænum? - „Við ætlum að leggja sér- staka áherslu á námskeið í því sem við köllum listhlaup. Við höfum reynt að halda þessu uppi á svellum sem verið hafa á fé- lagssvæðum KA og Þórs en það hefur verið erfitt þegar svellið hefur kannski horfið eftir tvær eða þrjár æfingar. Við höfum undanfarin ár reynt að reka þetta í samvinnu við æskulýðs- ráð og ég vona að svo verði áfram.“ - Hvað er þetta sem þið kall- ið listhlaup? - „Þetta er í 'rauninni bara kennsla í undirstöðuatriðum þess að standa á skautum. Við höfum ráðið mann, sem hefur talsverða reynslu í þessum málum, Jón D. Ármannsson, til að sjá um þessar æfingar fyrir okkur og vonum að þær verði til að auka þátttökuna. Þetta er bæði ætlað börnum og fullorðn- um. Það hefur viljað brenna við undanfarin ár þegar menn eru að koma til okkar og ætla að spila íshokkí, að þeir hafa bara ekki kunnað nóg á skautum og ná þess vegna aldrei neinum tökum á þessu. Það hefur þess vegna vantað einhvern flokk fyrir byrjendur." - Er þessi vígsla á nýja svæð- inu ekki einhver mesti viðburð- urinn í sögu félagsins? - „Jú ég álít að þetta sé það stærsta sem gerst hefur hjá félaginu. Að vísu var var félagið mjög öflugt á sínum tíma, í kringum 1940 og aftur í kringum 1950. Þá voru aðallega stunduð hraðhlaup en menn léku sé með í íshokkí. Það er draumur okkar núna að koma upp hlaupabraut austan við vélfrysta svellið." - Er það þá næsta skrefið í uppbyggingunni á félagssvæð- inu? - „Nei. Næsta skref er að koma upp viðunandi búningsað- stöðu, en hún er nú í algjöru lágmarki. Ég held að við getum aldrei rekið þetta nema hafa einhverja búnings- og snyrtiað- stöðu. Það er búið að hafa jarð- vegsskipti fyrir slíku húsi og ég á allt eins von á að hönnun hefjist fljótlega. f framtíðinni er svo ætlunin að byggja létta bogabyggingu yfir svellið. Teikningar að slíkri byggingu urðu einmitt til þess að skipulagsnefnd gat ekki sam- þykkt áframhaldandi veru okkar á gamla svæðinu sunnan við Höepfner. Það hefur alltaf háð okkur hvað það tók langan tíma að ákveða framtíðar staðsetningu félagssvæðisins og raunar gerð- um við okkur vonir um það í fyrstu að Akureyrarbær myndi festa kaup á búnaði til vélfryst- ingar. í kringum 1985 sáum við hins vegar að það var annað hvort fyrir okkur að slá til eða leggja félagið niður. Við eigum ekki möguleika á að keppa við hin íþróttafélögin um ungling- ana nema hafa aðstöðu.“ - Verður ráðinn erlendur þjálfari fyrir íshokkímenn eins og gert var fyrir vetraríþrótta- hátíðina 1980? - „Ég hef trú á að það verði. Við vorum búnir að fá pláss fyrir einn af okkar ntönnum til að kynna sér þjálfun hjá sænsku liði, en svo varö hann fyrir því að slasa sig á æfingu í vikunni. Þessi maður ætlaði að taka að sér þjálfun í vetur. Við erum hins vegar í sambandi við þenn- an sænsk-finnska þjálfara sem var hér á sínum tíma og ef til vill verður hann fenginn hingað í einhvern tíma.“ - Gerið þið ykkur þá vonir um að skautaíþróttin verði aftur öflug keppnisíþrótt á Akureyri? „Já. Það er að vísu sá hængur á því að við höfum enga til að keppa við. Melavöllurinn í Reykjavík er úr sögunni sent skautasvell og þar er nú engin aðstaða. Það er að vísu á loforðalista borgarstjórnarinnar að koma upp aðstöðu í Laug- ardal. Það er erfitt að píska menn áfram við erfiðar æfingar ef þeir hafa ekkert sérstakt að stefna að og því vonum við bara að Reyk- víkingar reyni að endurheimta eitthvað af þeim verðlaunabik- urum sem við geymum hér fyrir norðan. Önnur lausn á þessu gæti ver- ið sú að í bænum kæmi upp ann- að félag sem gæti keppt við Skautafélag Akureyrar. Mér fyndist það ekki óeðlilegt." - / bæklingi sem SA hefur dreift í tiletni af vígslunni á sunnudaginn, er að finna töflu sem sýnir æfingatíma og tíma fyrir almenning á nýja svellinu. Þið ætlið almenningi að fara að hlaupa á skautum. „Já endilega. Það hefur aldrei verið meiningin að þetta væri bara fyrir félagsmenn heldur fyrir alla bæjarbúa. Við finnum að það er mikill áhugi fyrir þessu og ég vonast til að sjá sem flesta á svellinu strax á sunnu- daginn," sagði Guðmundur. ET Flugvél Ný eins manns fisflugvél á vélsleðaverði. Panta núna - Fl júga í sumar. Ekkert flugskýli - Bílskúr nægir. Ekkert flugskírteini - Námskeið nægir. Ekkert en - Bara fíjúga. Upplýsingar í síma 93-61242 á kvöldin. Byggðastofnun auglýsir starf forstöðumanns miðstöðvar stofnunarinnar á Akureyri. Leitaö er aö manni meö háskólapróf og starfsreynslu. Mikil samskipti við atvinnufyrirtæki, sveitarfélög og lánastofnanir fylgja þessu starfi. Miöstööin te.kur til starfa sumarið 1988 en áöur en tekið er viö starfinu þarf forstöðumaðurinn aö starfa í Byggöastofnun um nokkurn tíma. í miöstööinni veröa auk Byggöastofnunar útibú frá ýmsum opinberum og hálfopinberum stofnunum og fyrirtækjum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra bankamanna og bankanna. Umsóknarfrestur um stööuna er til 12. febrúar 1988 og ber aö skila umsóknum til Byggðastofnunar. Upplýsingar veita: Guðmundur Malmquist forstjóri og Bjarni Einarsson aöstoöarforstjóri. Byggðastofnun Rauðarárstíg 25 • Sími: 25133 • Pósthólf 5410 • 125 Reykjavík í tilefni af komu þorra heldur Hótel KEA sitt árlega þorrablót laugardaginn 23. janúar Glæsilegt þorrahlaðborð hlaðið okkar margrómuðu þorrakræsingum Jasstríó Kristjáns Guðmundssonar leikur þorrajass undir borðhaldi Hljómsveitin Helena fagra leikur síðan fyrir dansi fram eftir nóttu Verð aðeins kr. 1.450.- Borðapantanir í síma 22200.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.