Dagur - 22.01.1988, Page 7

Dagur - 22.01.1988, Page 7
22. janúar 1988 - DAGUR - 7 ur mörkin á milli rekstrar- og fjárhagsörðugleika. Allur rekstur sem gengur illa eða er vafasamur þarf að hafa gífurlega sterka eiginfjárstöðu til að geta byggt sig vel upp, það er staða sem hér hefur aldrei verið. Það er algjört grundvallaratriði til að hér hætti að vera svokallaður rekstrar- vandi, rekstrarvandi sem slíkur er ekki fyrir hendi sé fjárhagur- inn í lagi. Það er alltaf bjart framundan, hins vegar er það mjög háð því hvað menn eru tilbúnir að leggja mikla peninga af mörkum til að byggja upp starfsemina. Ef fram verða lagðir litlir peningar eða engir peningar er þetta náttúr- lega skuggsýnna og allt ómögu- legt en séu menn tilbúnir að veðja á þetta einhverjunt fjár- munum, helst nógum, sé ég ekki annað en það sé ákaflega bjart framundan.“ - Ef þú fengir aðgang að eins miklu fjármagni og þú vildir, hvað mundurðu gera og hvernig hótel mundir þú vilja reka á Húsavík? „Ég hugsa að ég mundi ekki breyta því neitt ofboðslega mikið. Málið snýst um það að geta staðið uppréttur, geta staðið við skuldbindingar og byggt upp trúnaðartraust og traust á fyrir- tækið á markaðnum. Þannig að með tíð og tíma sé það sjálfsagð- ur hlutur að þetta sé til staðar, þetta sé rekið og lagað að'þör’fun- um hverju sinni þannig að það skili hagnaði. Þegar hótel er byggt upp sem traust fyrirtæki á það auðveldara með að fá örugg viðskipti. Það er alltaf erfiðara fyrir fyrirtæki sem hefur, við get- um sagt einhvers konar neikvæða ímynd, að fá viðskipti. Hin dag- lega umræða skiptir kannski ekki svo miklu máli heldur það orð- spor sem fer af fyrirtækinu á lengri tíma. Ef fjármagn fengist til að standa uppréttur í tvö til þrjú ár og byggja upp trúnaðartraust þá væri þetta strax orðinn allt annar handleggur." - Ertu spenntur fyrir að takast á við þetta verkefni? „Já, ég er mjög spenntur fyrir því sé á við eitthvað að takast, komi ekki fjármagn til er ekki á við neitt að takast. Það er hættu- legt að gefa það út fyrirfram að fái maður þetta eða fái maður hitt þá skuli maður skila þessu inn á fáeinum árum. Svoleiðis gerist ekki hér því heimamarkað- urinn er mjög duttlungafullur. Við verðum fyrst og fremst að laga okkur að honum, verja fjár- magni til að skapa trúnaðartraust, halda fyrirtækinu við og halda í gott starfsfólk, það eru forgangs- verkefnin." Um að gera að rassskella þá aðeins - í fyrra sóttir þú um lóð fyrir hótelbyggingu í Mývatnssveit, er eitthvað að frétta af því máli? „Það má kannski segja að það var heppni að ekkert varð úr því máli. Það er ekkert grín að láta slíkt hótel standa autt í níu mán- uði en það er samt betra að láta það standa autt en að reka það með tapi. Það sem við stóðum frammi fyrir í fyrra var að við vorum með samning í höndunum upp á tíu vikna leigu á allri eign- inni og það var alveg þess virði að hugsa um þetta. Það er ekkert svona á borðinu í dag. Það hefur verið visst vandamál Mývetninga að ekki hefur fengist úthlutað svæði undir þessa starf- semi þar, eins og hún er gífurlega mikilvæg á þessum stað og við sáum líka að þó ekkert yrði úr þessu var það kjörið tækifæri til að þrýsta svolítið á yfirvöld að fara nú að skipuleggja. Það var nýbúið að samþykkja aðalskipu- lag og það var ekki fermeter und- ir svona starfsemi svo það var um að gera að rassskella þá aðeins og láta þá skaffa landsvæði undir þetta.“ - Er þinn framtíðardraumur að byggja upp hótel í Mývatns- sveit? bitna á einhverjum öðrum heldur verður hún til þess að auka umferðina í heild. Svo er það annað mál hvort einhver ástæða er til að vera að auka umferðina. Spurning er hvort við erum með æskilegasta hóp viðskiptavina í þessari ferðagrein, mitt svar við því er blákalt nei, við erum með kolvitlausan hóp. En það er eflaust mjög erfitt eða ekki hægt að breyta því. Það lifa sennilega fáir þá breytingu af að skipta alveg um markhóp viðskipta- manna í íslenskri ferðaþjón- ustu.“ Það á illa við mig að salta hlutina - Er samkeppni milli Húsvíkinga og Mývetninga? „Það er alls ekki samkeppni Pétur er lærður matreiðslumaður og ætti það að koma sér vel í hótelstjóra- starFmu, ef marka má kennara hans í Noregi sem sagði að kokkar gætu allt. „Nei, það er það alls ekki. Það er ekkert endilega minn draumur að byggja nýtt, mér finnst hins vegar að framboð þjónustu verði að vera í einhverju samræmi við eftirspurnina og það er alveg ljóst mál að aðdráttarafl Norðurlands er Mývatn. Þangað eru menn að fara og þar vilja menn vera og gista. Þess vegna er engin spurn- ing um það að ferðaþjónusta er arðvænlegust á þessum stað og menn sækjast kannski svolítið eftir því að koma sér þar inn. Staðir hér í kring um Mývatns- sveitina lifa lítið betra eða verra lífi eftir því hvort starfsemin þar er meiri eða minni. Ef maður sem er að fara þangað og ætlar að gista fær ekki gistingu þá annað hvort fer hann ekkert eða hann tekur með sér tjald og gistir í því. Þannig get ég ekki séð að aukning á framboði á þjónustu í Mývatnssveit þurfi endilega að þar á milli vegna þess að ferða- maður sem er að fara til Mývatnssveitar er að fara til Mývatnssveitar en ekki Húsavík- ur og á ekkert erindi til Húsavík- ur á því stigi. Hann gæti náttúr- lega átt erindi ef eitthvað er hing- að að sækja og það er eflaust eitthvað fyrir hann að sækja hing- að en ferðamaður sem er að fara til Mývatnsveitar er ekkert að pæla í því. Við hér þurfum því að gera fólki ljóst hvað er hægt að fá s.s. sjóstangveiði og skoðunar- ferðir á sjó. Ferðamenn sem eru að koma hingað, ráðstefnugestir og aðrir, vilja oft taka smáskoðunarferð uppeftir svo ég get ekki séð ann- að en þarna þurfi að vera mjög virkt samstarf á milli. Líka vegna þeirrar gífurlegu samkeppni sem orðin er um allt land, það er Sjá næstu síðu ■Bókabúöin EddaH ■■■ Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 24334 Reiknivélar Ritvélar Meirihattar verðlækkun vegna tollabreytinga Ljósritunarvéíar Laddi í Sjallanum föstudagskvöld ásamt Skúla rafvirkja, Eiríki Fjalar, Haligrími Ormi og GuIIa litla. Og þetta er ekki skrökvulýgi. Hljómsveit Ingimars Eydal. ★ Stórstjörnur Ingimars Eydal í 25 ár laugardagskvöld. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi Sólarsal og Hljómsveit Finns Eydal leikur fyrir dansi í Mánasal. Glæsilegur þríréttaður matseðill föstudags- og laugardagskvöld. Stórsýningin Allt vitlaust úr Broadway í Sjallanum 5. og 6. febrúar. m Borðapantanir í síma 22970. m

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.